föstudagur, desember 07, 2007

Hr. Rámur

13 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

heyrðu láttu ekki eins og litli bro sé með brain donors á flakkaranum sínum spurning að taka smá video um jólin væri gaman að sjá hvort að hún er ennþá fyndin
Svo langar tinnu að spreyta sig í handbolta um jólin var að spá hvort maður gæti ekki treyst á þig í ramman. hljótum að geta komist inn í breiðholtsskóla þar sem við þekkjum aðal sturtuvörðinn
kv bf

07 desember, 2007 15:38  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Djöfulsins snilld!
Ég er til í Brain Donors og kannski að ég fá að færa hana yfir á minn.
Ætlar Tinna sem sagt að hefna sín á mér út af trúarumræðunni - ég verð allavegana með punghlífina:)
Ég verð pottþétt mættur í markið.

Kveðja Bjarni

07 desember, 2007 21:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú segir: Þess vegna segi ég - köstum Biblíunni eða það sem stenst ekki í henni og hvað stendur þá eftir af kristinni trú þegar að helsta trúarrit þeirra er komið á öskuhaugana? Þarna erum við komnir að því atriði sem skiptir mestu máli og ég hef rætt áður, meirihlutinn af þeim sem telja sig kristna eru ekki kristnir heldur guðstrúar og þessar ljótu hefði hafa fylgt með - það stór hluti sem trúir ekki grundvallarkenningunum og atburðum Biblíunnar.
Það sem mér finnst skorta hjá þér er virðing fyrir ólíkum skoðunum, það er afar auðvelt að segja að það eigi að kasta hinu og þessu á haugana, þá væri svo lítið mál að ræða málin. Biblían stendur vel fyrir sínu, þegar við lesum Biblíuna þurfum við að skilja markmið textans. Þó Biblían sé skrifuð fyrir mörgum öldum, þá er ekki hægt að afgreiða hana sem eitthvert sorprit. Sagnfræðingar, trúarbragðafræðingar, guðfræðingar, fornleifafræðingar og fleiri slíkir hafa miklu frekar reynt að rýna í verkið og reynt að skilja í hvaða aðstæður textinn var skrifaður og hver meiningin hafi verið að baki. Ljóð geta fært heilmikil sannindi í ljós þó þau þurfi að túlka - ertu ekki sammála því?
Það væri fróðlegt að fá að vita í hvað þú ert að vísa þegar þú því fram að stór hluti kristinna manna trúi ekki grundvallarkenningum Biblíunnar. Getur það verið að það sé bara einhver tilfinning sem þú hefur? Þú ert ekki að uppgötva neitt nýtt þó að þú segir að kristnir menn skilji Biblíuna á mismunandi hátt, það er nóg að horfa til þess mikla litrófs sem allar kirkjudeildir samfélagsins. Kaþólikkar og mótmælendur hafa til dæmis mjög ólíka skilgreiningu á réttlætingunni - jafnvel þó þeir séu með sömu Biblíu og telji sig báðir skilja hana á réttan hátt. Hvað vitum við svo miklu meira um hvernig lífið kviknaði í upphafi heldur en sá sem skrifaði sköpunarsöguna??? Hverju hafa vísindin svarað með óyggjandi hætti í þeim efnum?
Þú þekkir greinilega ekki vel til allra heimilda um Jesú. Vissulega er ósamræmi á nokkrum stöðum í guðspjöllunum, en eins og ég sagði áður, að þá ber þeim saman í meginatriðum. Það breytir litlu fyrir boðskapinn eða atriði sögunnar hvort englarnir í gröfinni eftir upprisu Jesú hafi verið einn eða tveir. Það þekkjum við vel í okkar nútímasamfélagi að DV og Mogginn skrifa á mjög ólíkan hátt um einhvern ákveðinn atburð - en það dregur ekki úr því að atburðinn hafi átt sér stað. Guðspjöllin í Nýja testamentinu eru ekki skrifuð löngu eftir dauða Krists - þau voru skrifuð á árunum 60 - 95 e. Kr. Það er að segja 30 - 65 árum eftir dauða hans. Það er ekki langur tími. Dæmi um heimildir þar sem talað er um Krist er til dæmis í ritinu Fornöld Gyðinga eftir gyðinglega sagnaritarann Jósefos sem samið var um árið 90. Þar var staðhæft til dæmis að Jesús væri Messías. Þar er einnig sagt "að Jesús hafi verið vitur maður sem framkvæmdi undraverð verk. Hann var kennari sem margir Gyðingar og Grikkir snerust til fylgis við. Hann var krossfestur af Pílatusi fyrir tilverknað manna í æðstu stöðum á meðal vor".
Í öðrum guðspjöllum má nefna Pétursguðspjall, Egertonguðspjall og Tómasarguðspjall og miklu fleiri heimildir mætti nefna. Ég veit ekki hvort þú vitir það en það eru til fleiri ritaðar heimildir um Jesú heldur en Sókrates. Ekki skil ég hvernig að þú færð það út að Páll postuli nefnir varla Jesú á orð - hann nefnir sig alls staðar þjón Jesú Krists og þó hann nefni nafn Guðs í stað Jesú gerir það afar lítið úr kristinni trú hans.

Þú ert náttúrulega afar málefnalegur þegar þú talar um plebbalega presta. Jú við gætum nefnt fleiri stór skref sem kirkjan vann að - bókaútgáfan sem var mikilvæg til varðveislu tungumálsins og upphaf skipulagðrar kennslu hefur þegar verið nefnt. Á biskupsstólunum var fyrsti vísir að öldrunarþjónustu eða elliheimilum. Þegar menn verða rökþrota er best að loka augunum fyrir sögunni og kalla þjóðina skítuga bændur - staðreyndin er samt sú að það kemur umræðunni um trúmál ekkert við og gerir ekkert minna úr þeirri sögu sem við eigum.
Í skilningi íslensku þjóðarinnar eru jólin kristin hátíð. Það eru engin ný sannindi að jólin voru upprunalega heiðin hátíð og það eru heldur engin ný sannindi að Jesús hafi ekki fæðst 24. desember kl. 18. Enda breytir það afar litlu! Allir sem vilja vita, vita það að Jesús fæddist ekki endilega þennan tiltekna dag frekar en einhvern annan. Það breytir því hins vegar ekki að jólin eru fæðingarhátíðin þar sem fæðingar hans er minnst.
Það er ekki sambærilegt að líkja kristinni trú við kommúnisma.

Þú segir: ,,En spurningin er sú með hvaða hætti á að gera slíkt? Nú í síðustu viku kom það fram í fréttum að prestar í seljahverfinu mættu ekki lengur heimsækja leikskólana til þess að segja þeim frá Jesú og syngja með þeim. Það var viðtal við nokkra foreldra sem voru ekki sáttir við það að prestunum væri ekki heimilt að koma í leikskólana enda hefði þetta verið afar vel kynnt og 97% foreldra afar ánægður með þetta fyrirkomulag. Þeim fannst það ósanngjarnt að einstaklingar sem tilheyrðu vantrúarhópnum og ættu ekki einu sinni börn á leikskólanum fengju að vaða uppi og hafa áhrif á skólastarf barnanna þeirra, án þess að þeir væru svo mikið sem spurðir út í þessa ákvarðanatöku. Finnst þér þetta í lagi 3%, er þetta ekki svipað og ef að nokkrir feministar komi þessu steypu hugmyndum sínu inn í samfélagið sem við erum búnir að hrauna yfir upp á síðkastið."

Bjarni þú verður að átta þig á því að feministar eru lítill öfgahópur svipar soldið til vantrúarhópins maður fer kannski að kalla þig feminista. Átta mig ekki alveg á þessum samanburði feminista og kristni trúar. Mér er svo sem alveg sama hvort að prestar komi í leikskóla eða ekki en að banna það af því að eitthvað fólk sem hefur ekki einu sinni börn í þessum leikskólum er óánægt með það er frekar steikt. Þessi 97% koma frá leikskólunumu sem könnuðu þessa meinta óánægju, það er greinilegt að trúlausir eiga ekki mikið af börnum í þessum leikskólum er eina skýringin sem mér dettur í hug.

Nei, hún á ekki að hafa neina sérstöðu í samfélaginu aðra en þá sem ég hef þegar nefnt. Þú byggir á hinni þekktu rökleysu að af því að hlutirnir hafa einu sinni verið svona þá verði þeir alltaf svona.
Trúleysi er náttúruleg staða mannsins við fæðingu og hver einstaklingur á að ákveða sína trú þegar að hann hefur náð þroska til þess, það gerist ekki við fæðingu, ekki við skírn og hin kapítalíska fermingarveisla gefur það til kynna að einstaklingurinn sé ekki nógu þroskaður til þess 14 ára gamall. Það er munur á því að taka afstöðu með trúleysi eins og ég geri eða að láta sig ekki málið varða sem er annað form trúleysis og er hlutlaus afstaða - til að svo geti hins vegar orðið geta prestar ekki vaðið upp í pervískum leik sínum á leikskólum.
Þú segir að trúleysi sé náttúruleg staða mannsins við fæðingu og segir jafnframt að samkynhneigð verði ekki til vegna áhrifa umhverfisins, er samkynhneigð þá líka nátturuleg staða mannsins og ef svo er geta þá ekki mismunandi trúarafbrigði verið nátturuleg staða mannsins líka. Ég er þó sammála þér að börn eru ekki tilbúinn 14 ára að taka svona mikilvæga ákvörðun. Ég er 27 ára og ég er ekki alveg búinn að setja saman mína trú. En munurinn á mér og þér að ég er ánægður með að hafa verið alinn upp sem kristinn og sé ekki þessi gríðarlegu svik sem þú virðist hafa lent í.

Já gerum bara það sem er skemmtilegast en ekki það sem við höldum að sé rétt - þegar að ég dey þá trúi ég því að pizzur séu grennandi og þar er eilíf endursýning á því þegar að Gerrard fótbrotnar - eru menn að eign mati ekkert komnir út í bullið.
Ég er raunsær á ástandið og á meðan að við vitum ekki betur þá er engin ástæða til að trúa öðru, sama hversu gaman það er.
Þú verður að átta þig á því að það er ekki hægt að segja neitt sé réttara en annað varðandi hugmyndir fólks á dauðanum, þetta er kallað að trúa held að vandamálið sé að þú skilur ekki hvað fellst í orðinu að trúa. Þú trúir að pizzur eru grennandi, annar sem ég þekki trúir því að hann sé bestur í handbolta, fólk trúir mismunandi hlutum það er ekkert hægt að segja hvað sé rétt og hvað ekki. Þú verður líka að átta þig á að það sem fólk “trúir” að sé rétt í nútimanum verður ekki endilega rétt í framtíðinni sagan hefur nú sýnt fram á það. Þannig að þetta rétt og rangt er ekki alveg að virka.

Þú segir: ,,Einnig finnst mér voða skrýtið hvernig þú hafnar öllu sem kallast yfirnátturulegt þá er eg ekki að tala um þessa spákonuloddara enda þekki ég vel til Barnum effectinum sem þú vísar í en það er td fólk í mínum lífi sem ég fullkomlega treysti sem segist hafa séð látna manneskju og hefur maður heyrt mikið af svona löguðu. Hvort það sé satt og rétt kemur bara í ljós en þetta er þó allaveganna betra krydd í tilveruna en moldarkryddið þitt."

Hér erum við að velta því fyrir okkur hvað sé rétt og satt
Nei hér erum við að tala um hvað fólk trúir. Í morgunblaðinu í dag var bent á rannsókn sem gerð var í Háskóla íslands þar sem niðurstöður bentu á 78% þátttakanda taldi
sig hafa orðið fyrir einhverri af þeim tólf tegundum dulrænnar reynslu sem spurt var um.

En allaveganna nenni ég þessu tuði ekki, hlakka til að sjá þig um jólin og gera eitthvað skemmtilegt, því að gera eitthvað skemmtilegt og njóta þess að vera til er mikilvægt fyrir mig
Kv bf

10 desember, 2007 20:56  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég hlakka líka til að sjá þig, þann tíma sem þið verðið ekki í kirkjunni:)
(skemmtileg nálgun hjá þér hvernig þú nennir ekki þessu tuði - örugglega lengsta comment hér inni sem AFO hefur ekki sett fram :) )

Þú segir: ,,Það sem mér finnst skorta hjá þér er virðing fyrir ólíkum skoðunum, það er afar auðvelt að segja að það eigi að kasta hinu og þessu á haugana, þá væri svo lítið mál að ræða málin. Biblían stendur vel fyrir sínu, þegar við lesum Biblíuna þurfum við að skilja markmið textans. Þó Biblían sé skrifuð fyrir mörgum öldum, þá er ekki hægt að afgreiða hana sem eitthvert sorprit. Sagnfræðingar, trúarbragðafræðingar, guðfræðingar, fornleifafræðingar og fleiri slíkir hafa miklu frekar reynt að rýna í verkið og reynt að skilja í hvaða aðstæður textinn var skrifaður og hver meiningin hafi verið að baki. Ljóð geta fært heilmikil sannindi í ljós þó þau þurfi að túlka - ertu ekki sammála því?
Það væri fróðlegt að fá að vita í hvað þú ert að vísa þegar þú því fram að stór hluti kristinna manna trúi ekki grundvallarkenningum Biblíunnar. Getur það verið að það sé bara einhver tilfinning sem þú hefur? "

Nei, við eigum að bera virðingu fyrir fólki og rétti þess til að hafa skoðun en ekki skoðuninni sjálfri sbr. Nasisma og fasisma.
Menn hafa auðvitað reynt að skilja í hvers konar samfélagi hún var sett fram en það er engin afsökun - menn sem brenndu gyðinga í ofnum geta ekki sagt ,,hey, þið verðið að horfa á samfélagið og hætta að dæma mig"
Niðurstaðam er einfaldlega sú að mikill hluti Biblíunnar er uppspuni, lygi, þvættingur, mannvonska og siðferðileg afstaða sem á ekki samleið og er ekki boðleg 21.öldinni sbr. mörg orð Jesú og Guðs gamla testamentisins.
Nú ef að fólk vill vera hentistefnu kristnitrúar af hverju þá ekki að kasta þeim hluta Biblíunnar sem fellur undir ofangreint?
Hér er líka falin hræsni þjóðkirkjunnar um að Biblían sé orð gvuðs en um leið og Jesú biður menn að rífa úr sér augun þegar þeir syndga þá er það túlkunaratriði:)

Hér hefur þú svo pistil og könnun neðanmáls þar sem aðeins 44,5% íslendinga trúa því að Jesú hafi verið sonur guðs og frelsari:
http://www.vantru.is/2006/12/15/07.30/

Þú segir: ,,Þú ert ekki að uppgötva neitt nýtt þó að þú segir að kristnir menn skilji Biblíuna á mismunandi hátt, það er nóg að horfa til þess mikla litrófs sem allar kirkjudeildir samfélagsins. Kaþólikkar og mótmælendur hafa til dæmis mjög ólíka skilgreiningu á réttlætingunni - jafnvel þó þeir séu með sömu Biblíu og telji sig báðir skilja hana á réttan hátt. Hvað vitum við svo miklu meira um hvernig lífið kviknaði í upphafi heldur en sá sem skrifaði sköpunarsöguna??? Hverju hafa vísindin svarað með óyggjandi hætti í þeim efnum?"

Enda sagðist ég aldrei vera að bera neinn nýjan sannleik fram, það virðsit bara vera sem sumir hér hefðu þurft á slíkri uppfræðslu að halda:)
Spurningin þín hlýtur að vera grín:)
Menn eru sífellt að komast nær því og nálgunin er hreinlega röng - þú hefðir betur spurt hvar værum við án vitneskju vísindanna?
Leið vísindanna að uppruna alls hefur skilað okkur gríðarlegri þekkingu um upphaf lífs á þessari jörðu, um aðra hnetti og hvernig margt fúnkerar, án þekkingarþorsta vísindanna værum við ennþá að spóla í barnalegum moldarkofahugsunarhætti miðaldra þar sem jörðin er flöt og 6000 ára:)

Þú segir: ,,Þú þekkir greinilega ekki vel til allra heimilda um Jesú. Vissulega er ósamræmi á nokkrum stöðum í guðspjöllunum, en eins og ég sagði áður, að þá ber þeim saman í meginatriðum. Það breytir litlu fyrir boðskapinn eða atriði sögunnar hvort englarnir í gröfinni eftir upprisu Jesú hafi verið einn eða tveir. Það þekkjum við vel í okkar nútímasamfélagi að DV og Mogginn skrifa á mjög ólíkan hátt um einhvern ákveðinn atburð - en það dregur ekki úr því að atburðinn hafi átt sér stað. Guðspjöllin í Nýja testamentinu eru ekki skrifuð löngu eftir dauða Krists - þau voru skrifuð á árunum 60 - 95 e. Kr. Það er að segja 30 - 65 árum eftir dauða hans. Það er ekki langur tími. Dæmi um heimildir þar sem talað er um Krist er til dæmis í ritinu Fornöld Gyðinga eftir gyðinglega sagnaritarann Jósefos sem samið var um árið 90. Þar var staðhæft til dæmis að Jesús væri Messías. Þar er einnig sagt "að Jesús hafi verið vitur maður sem framkvæmdi undraverð verk. Hann var kennari sem margir Gyðingar og Grikkir snerust til fylgis við. Hann var krossfestur af Pílatusi fyrir tilverknað manna í æðstu stöðum á meðal vor".
Í öðrum guðspjöllum má nefna Pétursguðspjall, Egertonguðspjall og Tómasarguðspjall og miklu fleiri heimildir mætti nefna. Ég veit ekki hvort þú vitir það en það eru til fleiri ritaðar heimildir um Jesú heldur en Sókrates. Ekki skil ég hvernig að þú færð það út að Páll postuli nefnir varla Jesú á orð - hann nefnir sig alls staðar þjón Jesú Krists og þó hann nefni nafn Guðs í stað Jesú gerir það afar lítið úr kristinni trú hans."

Í fyrsta lagi, af hverju eru þessi guðspjöll ekki í Biblíunni? Eru það óþægilegar heimildir?
Í öðru lagi hlýtur þú að vera að grínast með það að við eigum að taka alvarlega heimildir sem skrifaðar eru 30-65 árum eftir dauða Jesú og aðalheimildin þín sem er ein er frá 60 árum eftir ,,dauða" Jesú:) Þar ofan á blandast að sumum heimildum var hent við endanlega gerð Biblíunnnar einhverjum 100 árum seinna og svo hafa menn þýtt Biblíuna svo oft að finna má svipað margar villur milli ólíkra Biblía og þeim orðum sem þar eru rituð. Hvernig var það kíktir þú á fyrirlesturinn sem ég benti þér á?
Hvað með allar hinar heimildirnar þar sem Jesú er ekki nefndur og eru samtíðarheimildir, hvað með þá staðreynd að engin heimild er til um þann mikla skjálfta sem átti sér stað við krossfestingu - hfeði slíkt ekki átt að breiðast svakalega út?
Hvað með þá staðreynd að nánast allt meiriháttar sem við vitum um Jesú má finna hjá eldri goðverum?
Þegar að ég nefni Pál, þá er ég að segja að hann nefnir nánast engin verk Jesú, þannig að Jesú hefði fyrir Páli getað verið bara eins og hver önnur goðvera.
Þú segir að heimildum greini örlítið á:)

Kíktu þá á hvernig henni greinir ,,örlítið á":
http://www.infidels.org/library/modern/donald_morgan/inconsistencies.html

Kíktu líka á: http://skepticsannotatedbible.com/

samanburðurinn við Mogga og DV á ekki við vegna þess að hér erum við að tala um áratugi.
Ef að Mogginn myndi birta grein um seinni heimsstyrjöldina sem gerbreyttri allri mannkynssögu 20.aldarinnar og byggði það á 60 ára gamalli munlegri heimild um vonda kallinn Bull Ruglson sem hefði verið upphafsmaður stríðsins þá myndi enginn taka slíkt alvarlega nema að einhver gæti staðfest slíkt og þá myndi engu máli skipta þó að DV tæki undir með Mogganum:)
Að lokum varðandi þetta - þá eru til fleiri heimildir um fljúgandi furðuhluti en um Mig en það gerir þá ekki raunverulegri er það?

Þú segir: ,,Þú ert náttúrulega afar málefnalegur þegar þú talar um plebbalega presta. Jú við gætum nefnt fleiri stór skref sem kirkjan vann að - bókaútgáfan sem var mikilvæg til varðveislu tungumálsins og upphaf skipulagðrar kennslu hefur þegar verið nefnt. Á biskupsstólunum var fyrsti vísir að öldrunarþjónustu eða elliheimilum. Þegar menn verða rökþrota er best að loka augunum fyrir sögunni og kalla þjóðina skítuga bændur - staðreyndin er samt sú að það kemur umræðunni um trúmál ekkert við og gerir ekkert minna úr þeirri sögu sem við eigum.
Í skilningi íslensku þjóðarinnar eru jólin kristin hátíð. Það eru engin ný sannindi að jólin voru upprunalega heiðin hátíð og það eru heldur engin ný sannindi að Jesús hafi ekki fæðst 24. desember kl. 18. Enda breytir það afar litlu! Allir sem vilja vita, vita það að Jesús fæddist ekki endilega þennan tiltekna dag frekar en einhvern annan. Það breytir því hins vegar ekki að jólin eru fæðingarhátíðin þar sem fæðingar hans er minnst.
Það er ekki sambærilegt að líkja kristinni trú við kommúnisma."

Er ég rökþrota:)
Hvenær byrjar mönnum almennt að ganga vel á Vesturlöndum og hvenær fer áhrifum krikjunnar að minnka?
Þegar að menn hafa trú á sjálfum sér og ef að menn hefðu ekki gert það þá væru þeir ennþá undir járnhæl kirkjunnar!
Hvernig hefði verið að kenna almenningi að lesa þegar að bókaútgáfan hófst?
Nei, þá gæti fólk skilið þvættinginn og þetta með öldrunarþjónustu hefur nánast ekkert með velferðarkerfi Vesturlanda að gera og þó það væri að menn gætu nefnt tvö atriði sem kirkjan gerði til góðs á 1000 árum!!! Meira að segja Hitler gerði fleiri góðverk en það á sínum 12 ára valdaferli:)
Þú getur ekki sagt að það sé ómálefnanlegt að kalla presta plebbalega - sjá þessa hrúgu gangandi út af kirkjuþingi nýbúnir að neita samkynhneigðum um rétt sinn og farnir að níðast á börnum í leik og grunnskóla, því að um leið og þau eru komin í menntaskóla eða háskóla þá eiga þessir menn engin svör og flýja bakvið ræðupúlt undir sljóu fáfróðu undirsáta sína og reyna að vera jákvæðir.
Nú ef að þér finnst jólin vera kristin hátíð, þá skaltu kalla hana réttu nafni eða Kristsmessu, því jólin eru nafn heiðinna manna:)
Jólin eru hins vegar eins og áður sagði í dag aðallega Kapítalísk veisla og hafa afar lítið með Jesú að gera og ef að íslenska þjóðin álíti svo þá færi hún í kirkju á jólunum í stað þess að troða í sig mat og opna gjafir:)

Þú segir: ,,Bjarni þú verður að átta þig á því að feministar eru lítill öfgahópur svipar soldið til vantrúarhópins maður fer kannski að kalla þig feminista. Átta mig ekki alveg á þessum samanburði feminista og kristni trúar. Mér er svo sem alveg sama hvort að prestar komi í leikskóla eða ekki en að banna það af því að eitthvað fólk sem hefur ekki einu sinni börn í þessum leikskólum er óánægt með það er frekar steikt. Þessi 97% koma frá leikskólunumu sem könnuðu þessa meinta óánægju, það er greinilegt að trúlausir eiga ekki mikið af börnum í þessum leikskólum er eina skýringin sem mér dettur í hug."

Samanburðurinn á betur við um kristna og feminista þar sem feministar væru líklegir til að fara inn í leiksskóla með predikun, en vantrúarmenn segðu það fáranlegt og að það kæmi ekki til greina að þeir færu að heimsækja leikskóla og fá börn til að vera trúlaus (í þeim skilningi að andmæla bullinu) því börn eru jú trúlaus þegar þau fæðast.
Reyndar átti Matthías sem er formaður Vantrúar börn í þessum leiksskóla en það skiptir ekki máli og það skiptir heldur ekki máli hvort að meirihlutur eða 97% eða 99% voru með - við gerum ekki upp á milli barna og verndum mannréttindi þeirra. Engin skoðun er svo merkileg að við höfum rétt á því að brjóta mannréttindi!!!
Þannig að ég sé ekki samanburðinn á vantrú og feminstum.

Þú segir: ,,Þú segir að trúleysi sé náttúruleg staða mannsins við fæðingu og segir jafnframt að samkynhneigð verði ekki til vegna áhrifa umhverfisins, er samkynhneigð þá líka nátturuleg staða mannsins og ef svo er geta þá ekki mismunandi trúarafbrigði verið nátturuleg staða mannsins líka. Ég er þó sammála þér að börn eru ekki tilbúinn 14 ára að taka svona mikilvæga ákvörðun. Ég er 27 ára og ég er ekki alveg búinn að setja saman mína trú. En munurinn á mér og þér að ég er ánægður með að hafa verið alinn upp sem kristinn og sé ekki þessi gríðarlegu svik sem þú virðist hafa lent í."

Börn myndu átta sig á kynhneigð sinni án utanaðkomandi pressu, hvort sem foreldrunum líkar það betur eða verr - en er slíkt staðan með trúaða?
Dæmi: Samkynhneigður maður hefði orðið samkynhneigður hvort sem það er hér eða í Írak.
Barn sem fær að alast upp í mismunandi umhverfi hlýtur mismunandi trú - hann yrði væntanlega trúlaus (í merkingunni hlutlaus trú) hjá foreldrum, kristinn hjá kristnum og islamstrúar í Íran (hann yrði aldrei kristinn og þekkti jafnvel ekki þá trú).
Svikin eru aðallega falin í því að hafa þurft að ganga í gegnum trúarlega óafturkræfa athöfn - sem betur fer er ég nógu heilsteyptur og gagnrýnt hugsandi einstaklingur til að komast í gegnum bæði trú á jólasveininn og galdramanninn Jesú Krist.

Þú segir: ,,Þú verður að átta þig á því að það er ekki hægt að segja neitt sé réttara en annað varðandi hugmyndir fólks á dauðanum, þetta er kallað að trúa held að vandamálið sé að þú skilur ekki hvað fellst í orðinu að trúa. Þú trúir að pizzur eru grennandi, annar sem ég þekki trúir því að hann sé bestur í handbolta, fólk trúir mismunandi hlutum það er ekkert hægt að segja hvað sé rétt og hvað ekki. Þú verður líka að átta þig á að það sem fólk “trúir” að sé rétt í nútimanum verður ekki endilega rétt í framtíðinni sagan hefur nú sýnt fram á það. Þannig að þetta rétt og rangt er ekki alveg að virka."

Ég skil alveg hugtakið að trúa og muninum á því að trúa á sjálfan sig eða einhverja hjákátlega ósýnilega veru:)
Hvenær er það annars sem sálfræðingar fara að hafa áhyggjur af ósýnilegum vinum barna? Upp úr 10-12 ára aldri?
Munurinn hins vegar á þeim sem aðhyllast vísindin og þeim sem trúa er sá að vísindin eru tilbúin til að viðrkenna mistök sín þegar að þau eiga sér stað og sættast á við nýjan raunveruleika, á meðan að sá sem trúir tekur engum sönsum, fer undan í flæmingi heldur upp hlægilegri vörn um túlkun á orðum og svo framvegis í stað þess að vera að minnsta kosti svo hreinskilin að kasta því á öskuhauga sögunnar sem þar á heima t.d. stórum hluta Biblíunnar.
Það er hins vegar rökrétt og skynsamlegt að álíta að eitthvað sé ekki til sem á ekki við nein rök að styðjast - í stað þess að biðjast fyrir - ekki satt?

Þú segir: ,, Hér erum við að velta því fyrir okkur hvað sé rétt og satt
Nei hér erum við að tala um hvað fólk trúir. Í morgunblaðinu í dag var bent á rannsókn sem gerð var í Háskóla íslands þar sem niðurstöður bentu á 78% þátttakanda taldi
sig hafa orðið fyrir einhverri af þeim tólf tegundum dulrænnar reynslu sem spurt var um."

Afsakaðu mig á meðan að ég hlæ af þessum 78% :)
Af hverju ætti nálgun þín á álfa og tröll að vera önnur en á gvuð?

Ég þekki alveg fólk sem vaknar upp við að sjá risa stóra rauða hunda og fljúgandi kóngulær - hvað er hlægilegra við það en að trúa á gvuð?

Ég vona að þetta hafi svarað öllu -var frekar pirraður þegar um helmingur svarsins var kominn og það þurrkaðist út - kannski gamansemi yfirnáttúrulegra vera:)

Ástarkveðja Bjarni Þór

11 desember, 2007 11:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hahaha klárlega yfirnátturuleg vera sem strokaði svarið út, en jæja þetta var skemmtilegt en held að nóg sé komið að þessu. Þar sem þú ert orðinn rökþrota hehe. En ég er að fara að senda þér mail checkaðu á því.
kv bf

11 desember, 2007 11:49  
Anonymous Nafnlaus sagði...

skelfilegt að hlusta á Bjarna Þór hérna.. eru menn allveg búnir að gleyma séra Valgerð?

kv,
ivar

11 desember, 2007 13:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

BF: Já við verðum hreinlega að vera ósammála um þetta, fyrst að þú vilt ekki hlusta á rök:)
Við gerum þetta upp í körfbolta yfir Jólin/Kristsmessu.
Bið að heilsa miðjarðarhafinu - sakna þess.

Ívar: Ég held allavegana að BF sé ekki búinn að gleyma því þegar að Sr. Valgeir henti honum út úr fermingarfræðslu:)

En hvernig er annars hægt að gleyma þessum manni? Hann gæti verið teiknimyndapersóna.

11 desember, 2007 14:32  
Blogger Biggie sagði...

Bjarni (þ.e. Bjarni Worthy) þú "trúir " of mikið held ég á greinar á vantrú.is og ýmislegt annað rusl sem er birt á internetinu. Ég er ekki að segja að þetta sé rangt þó, en það skiptir bara engu andskotans máli. Eins og þetta mál með yfirnáttúrulegu hlutina... þú segir einfaldlega að þetta sé bull bara af því að þú trúir ekki á þetta. Ég skora á þig að gista í gamla Austurbæjarbíó eina nótt (gömlu Bíóborginni), hringdu svo í mig og segðu mér hvernig var. Þetta ferli tekur ekki nema eina nótt.

Þegar ég fór inn á tenglana sem þú bentir á datt mér fyrst í hug froðufellandi tölvunörd með haugdrullugt hár og matarleifarnar út á eyru sem er að reyna að rembast við að reyna að finna glufur í kenningunum (sbr. þá sem gerðu Zeitgeist og mörg af 9/11 myndböndunum) en svo sá ég að þetta þetta var gamall maður. Það gat heldur ekki verið að eitthvað samsæriskenninganörd nennti að lesa Biblíuna, ekki að það breyti neinu máli þó. Á annars ekkert að fara að gefast upp? Ætlarðu að horfa á leikinn í kvöld?

11 desember, 2007 15:01  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Bíddu með hvað?
Þurfa síður að vera hannaðar og allir með Colgate bros svo mark sé á því takandi:)
Ég trúi langt því frá öllu sem stendur á netinu og tel mig ágætlega lunkinn á að finna og double tékka hvort að eitthvað sé bull (sbr. Liverpool blogggið hehe)
Er ekki rétt að lesa bara það þar sem að Biblían stenst ekki og hrekja það þá ef að eitthvað (já, ef svo mikið sem eitt atriði stenst ekki þar).
Ef þú átt við trúarbragðasérfræðinginn þá get ég sagt það að flestir af bestu fræðimönnum heims eru ekki á aldrinum 20-29 og líta ekki út eins og KB banka sleðarnir í Kringlunni - en við tökum samt mark á fræðimönnum og ef þeir fara með dellu þá er valtað yfir þá.
Nú ef þú ert að tala um Vantrú eða trúlausa almennt, þá veit ég ekki betur en flestir sem þar skrifa séu háskólagengnir (ekki að það sé aðalatriði) og mundu það sem ég benti þér á varðandi hinn trúlausa almennt samkv. rannsóknum:)
http://www.raunvis.hi.is/~steindor/haettulegt.html

Ég skora á þig að hafa samband við einhverja af þessum ógeðslega leiðinlegu amerísku seríum sem fjalla um draugagang ef að þú hefur áhuga á því að vita ,,hið sanna", kannski að þú hafir samband við Myth Busters, ég ætla ekki að standa í einhverjum veseni til að komast að dellunni - nú ef að húsið er svona reimt eða hvað það er, af hverju hafa fjölmiðlar þá ekki fjallað um það?

Ég veit ekki við hverju ég ætti að gefast upp á, lífinu? Biblíubullinu? Á hverju viltu að ég gefist uppá?
Ég er að fara í jólahlaðborð hjá vinnunni og missi því af leiknum - en þú skalt vera drengur góður og biðja fyrir því að hið illa komist ekki áfram - kannski verður þú bænheyrður og kannski ef að þú horfir á leikinn í G-streng og berð í viðarborð á 5 mín fresti og segir 7,9,13 og pissar ekki nema í hálfleik af því að annars gæti Liverpool skorað... þá verður allt gott:)

Ástarkveðja Bjarni Þór.

11 desember, 2007 15:24  
Blogger Biggie sagði...

Hahaha. Jæja.

Er þetta trúarbragðasérfræðingur? En það var einmitt það sem ég átti við, hann er gamall og lítur út fyrir að vita um hvað hann talar, sem hann greinilega gerir. Ég var ekki að segja að þetta væri bull. Ég skil bara ekki af hverju það sem stendur í Biblíunni ætti að breyta einhverju... það er sennilega öllum sama hvað stendur nákvæmlega í henni og hvort þar séu mótsagnir eður ei, öllum nema vantrúarmönnum.

"Ég skora á þig að hafa samband við einhverja af þessum ógeðslega leiðinlegu amerísku seríum sem fjalla um draugagang ef að þú hefur áhuga á því að vita ,,hið sanna","

Ég hef horft á margar af þeim. Sumar virðast vera bull, aðrar virðast ekki vera bull. En með leiðindin þá get ég ekki tekið undir það. Þér finnst það kannski leiðinlegt þar sem þú heldur að þetta sé allt saman kjaftæði. Á sama hátt finnst mér leiðinlegt að lesa síðu Donald Morgan.

"nú ef að húsið er svona reimt eða hvað það er, af hverju hafa fjölmiðlar þá ekki fjallað um það?"

Bíddu nú við... ef Biblían er svona mikið rugl, af hverju hafa þá ekki fjölmiðlar fjallað um það?

Btw fjölmiðlar hafa fjallað um bæði málin (manstu ekki eftir fréttinni þegar það átti að jafna Rauðhóla við jörðu, eða amk grafa úr þeim ?). Hins vegar eru hvorug málin "hard facts" og því er gamli maðurinn á hæðinni fyrir ofan þig að fara að hringja og kvarta yfir "þessu bulli". Þetta telst einfaldlega ekki til frétta nema eitthvað stórvægilegt gerist sem margir verða vitni að.

Með Liverpool kveðju,
Dirk

11 desember, 2007 17:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

,,það er sennilega öllum sama hvað stendur nákvæmlega í henni og hvort þar séu mótsagnir eður ei, öllum nema vantrúarmönnum."

Þá ætti þeim sem er sama að vera tilbúnir til að kasta Biblíunni og eru þá eins og ég sagði ekki kristnir heldur einhvers konar Guðstrúar - en það er óþarfi að ræða það frekar.

Þú segir: ,,Bíddu nú við... ef Biblían er svona mikið rugl, af hverju hafa þá ekki fjölmiðlar fjallað um það?

Btw fjölmiðlar hafa fjallað um bæði málin (manstu ekki eftir fréttinni þegar það átti að jafna Rauðhóla við jörðu, eða amk grafa úr þeim ?). Hins vegar eru hvorug málin "hard facts" og því er gamli maðurinn á hæðinni fyrir ofan þig að fara að hringja og kvarta yfir "þessu bulli". Þetta telst einfaldlega ekki til frétta nema eitthvað stórvægilegt gerist sem margir verða vitni að."

Fjölmiðlar hafa meira gaman af því að tala við Gunnar í Krossinum og Biskup út frá einhverju prakkarasjónarhorni en að taka slíkt alvarlega - ég væri alveg til í að sjá úttekt frá áaræðnum þætti eins og kompás um mál Þjóðkirkjunnar og trúfélaga hérlendis almennt og sá þáttur hlýtur að gera það fyrr heldur en seinna ef að hann vill láta taka sig alvarlega.
Munurinn á Biblíunni hins vegar og draugangi er sá að það er mun auðveldara að velta fyrir sér staðreyndum og staðleysu Biblíunnar - hún er jú skrifuð bók á meðan að draugangur eru reynslusögur og oftar en ekki frá fólki sem maður teldi ekki góða heimildarmenn fyrirfram og mín vegna má alveg rannsaka þessa hluti þó að ekki væri nema fyrir það að róa taugar miðaldra húsmæðra sem treysta sér ekki í að skoða Höfða af hræðslu við draugang... Úúuúúúúúú :)
Málið er að of margir þættir gera út á það að halda öllu óljósu eða hreinlega að ljúga, því það selur ekki ef að þátturinn fer á einhvern stað og fullyrðir eftir viku dvöl að þar sé ekkert að finna og að skruðningar og annað slíkt eigi sér eðlilegar skýringar - hver nennir að horfa á slíkt? Og hver nennir að hlusta á húsmóður sem segir að það séu óeðlilegir skruðningar í húsinu?
Áhuginn verður meiri þegar búið er að krydda söguna með draugagangi, að maður hafi hengt sig í kjallaranum og annað slíkt:)
Merkilegt líka hvað þessar konur eru alltaf einar þegar að þær verða vitni af þessum djöflagangi:)

Skil svo ekki restina um að maðurinn fyrir ofan mig ætli sér eitthvað eða ekki. Hérna vestur í bæ eða á nýja heimilinu?
Nú ef að það er draugagangur í nýja hverfinu - þá er nú heppilegt að ég er með kirkju nánast í bakgarðinum ekki satt:)

Ástarkveðja Bjarni Þór.

12 desember, 2007 15:26  
Blogger Biggie sagði...

Ég tók nú bara þannig til orða með gamla manninn.

Annars stendur þetta í mörgum bókum um mannleg samskipti og ég held það eigi vel við: "The more communication there is, the more difficult it is for communication to succeed."

Hvernig er með basket?

13 desember, 2007 17:41  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Heyrðu, ég hef ekkert komist í að skipuleggja slíkt - ætti ekki að vera mikið vandamál... ætla að einbeita mér að ritgerðinni í bili.

Bið að heilsa á JFK - flugvöll :)

Kv. Bjarni Þór

13 desember, 2007 23:49  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim