sunnudagur, desember 02, 2007

Silfrið

Mattíhas Ásgeirsson og Jón Magnússon ræddu um trúmál í Silfrinu í dag. Þar kom greinilega fram sá misskilningur sem verið hefur uppi um Vantrú og umræðuna síðustu daga.

Hér er skýrlsan sem hann vitnar til - gaman verður að sjá næstu könnun og hvort að þróunin haldi áfram.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

9 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

áhugaverð niðurstaða úr spurningu 44. allt þetta trúaða fólk sem svaraði fer nánast aldrei í messu.

skrýtið.

03 desember, 2007 01:56  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já það er mjög merkilegt - það sem mér finnst líka merkilegt er að miðað við allan þann fjölda spurninga sem spurður var þá gat ég ekki séð að það hafi nokkurs staðar verið spurt út í Biblíuna. Hvort að fólk hafi lesið hana í heild sinni, ákveðna kafla eða hversu oft árlega fólk les svo mikið sem staf í henni og hvet ég nú fólk til að gefa þeim sem telja sig kristna nýju Biblíuna í jólagjöf svo að það geti lesið sér til í því höfuðriti sem það kennir sig við.
Það hefði t.d. verið fróðlegt að spyrja út í það hvort að trúaðir vilji sleppa ákveðnum köflum úr Biblíunni.

03 desember, 2007 02:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég hugsa að mjög fáir einstaklingar hafi lesið biblíuna, mesta lagi valda kafla en mjög ólíklega biblíuna í heild sinni.
það sem við heyrum og þekkjum eru völdu, "fallegu" kaflarnir sem kirkjan samþykkir eins og fæðing jesú o.fl. það er t.d. aldrei minnst á það að þeir sem vinna á sunnudögum, og brjóta þar með fjórða boðorðið um að halda hvíldardaginn heilagan, skulu vera drepnir. eins að þeir sem séu trúlausir skulu vera grýttir.

margir (ekki allir) kirkjunnar menn eru svo hrokafullir að þeir leyfa sér að úthúða heilum hópi fólks, eins og t.d. samkynhneigðum, í skjóli biblíunnar og því sem hún stendur fyrir, en þeir sem úthúða þeim sjálfum.. þeir skulu vera krossfestir.
hvað er þetta annað en ein mesta hræsni sem fyrirfinnst?
biblían er algjörlega úr takti við nútímann því aldrei væri morð á trúlausum manni réttlætt með orðum hennar. "nú lastu þetta þar.. já ókei þú sleppur"

ég ætla ekki einu sinni að fara útí alla kvenfyrirlitninguna sem er í biblíunni! ég get bara sagt að ég er mjög fegin að lögin í landinu eru ekki skrifuð upp úr henni.

03 desember, 2007 03:20  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég hélt um tíma að þú værir að gefa kristnum lesendum þessarar síðu einhverjar slæmar hugmyndir, sá fyrir mér að ég yrði grýttur áður en við flyttum inn:)
Já, blessunarlega erum við nokkuð laus undan ánauð kirkjunnar og munum sennilega upplifa þá tíma að ríki og kirkja verði aðskilin.
Þá lækka líka skattar á almenning og það mun þá koma í hlut kristinna manna að halda prestum og kirkjum landsins uppi - hvað ætli margir rétti þá hjálparhönd í nafni sinnar trúar - minni á orð biskups (Karl Sigurbjörnssonar):

,,En það er líka trúariðkun að taka upp veskið sitt frammi fyrir Guðs augliti og leggja gjöf sína á altarið. Það er hluti þess að helga lífið og alla hluti."

03 desember, 2007 03:56  
Blogger A.F.O sagði...

Jólin eru óhjákvæmilega kristin hátíð vegna þess að þau eru tengd fæðingu frelsarans hvað sem tautar og raular. Þannig er það í huga fólks. Þannig að ef þið skötuhjú viljið vera trúlaus og laus undan kristnum áhrifum þá væri lang best að segja algjörlega skilið við allt jólastúss. Vegna þess að jól og helgihald verður ávallt tengt Jesú kristi. Hvað kæmi út í gallup könnun ef spurt væri: hvers vegna jól og helgihald? Svo lengi sem jól og helgihald er til staðar mun hin kristn frásaga endurtaka sig. Ef þið viljið í alvöru stoppa þá endurtekningu þá takið þið ekki þátt. Svo einfalt er það. Í stað þess að koma með einhverjar réttlætingar svo ykkur líði betur með að prúðbúast og borða fínan mat klukkan sex á aðfangadag þegar kirkjuklukkur glymja. Einnig væri best fyrir þá sem vilja vera alveg lausir við kristni: að skíra ekki, ferma ekki, gifta sig ekki og láta ekki greftra látna ástvini og margt fleira. Franski guðfræðingurinn Pascal sagði að trúin kæmi með ritúölunum. Er þá ekki best að sleppa þeim að öllu leyti? Einnig vil ég geta þess að saga þjóðarinnar og saga kristni eru eitt. Hér býr kristin þjóð og menning okkar hvílir á kristnum grunni. Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því og læri um sögu sína. Varðandi það sem kom fram á síðunni hans Bjarna, að Biblían væri ekki í takt við nútímann þá segi ég: það eru nú aldeilis fréttir að bók sem var skrifuð á 3. öld sé ekki í takt við nútímann? Og varðandi það að fólk trúi bara á það "fallega" í bíblunni, segi ég hvað með það. Biblían er alltaf tengd huglægu mati og túlkun. Það er ekki eins og reglan sé: "annað hvort trúir þú hverjum bókstaf eða engu". Það er krafa bókstafstrúarmanna en ekki þeirra skynsömu kristnu manna og guðfræðinga sem ég þekki og hef lesið. Þýski guðfræðingurinn Karl Barth sagði til að mynda að biblína væri ekki óskeikul vegna þess að hún væri skrifuð af mönnum, breyskum mönnum eins og okkur. Kristnin gegnsýrir menningu okkar eins og sést á kynningu á nýju útgáfu biblíunnar þar sem vitnað er í Megas, Pétur Gunnarsson, Ólaf Gunnarsson, Sigurð Pálsson, Halldór Laxness svo einhverjir séu nefndir. Við getum ekki bara valtað yfir þetta með einhverjum hroka og vitleysu. Þetta er handan trú og trúleysis. En auðvitað er munur á trúboði og fræðslu. Það er tvímælalaust þess virði að berjast fyrir hinni kristnu arfleið. Góðar stundir.

03 desember, 2007 20:38  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég hugsa að þetta sé lengsta comment án greinarskila sem ég hef lesið.

03 desember, 2007 22:45  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Skynsömu kristnu manna... hlægilegt að nota þessi orð saman þegar staðreyndirnar segja allt annað
Ef að þessir menn og konur eru svona skynsamir/söm af hverju ekki þá að þurrka út alla þá dellu, sagnfræðilega lygi, ofbeldi, tilgangslaus morð, siðferðilega brenglun í orðum Jesúar, í orðum Guðs og annarra steinaldarmanna og allt annað kjafæði úr Biblíunni?
Svo veit enginn hvenær þessi blessaði frelsari ykkar fæddist ef að hann var þá einhver tímann til og sagan af fæðingunni bendir reyndar til þess að það hafi verið á allt öðrum árstíma, svo veljið ykkur sjálf annan tíma til fagnaðar
Jólin heita jól vegna uppruna sinna í heiðnum sið og þið skuluð sjálf þá ekki halda upp á þau heldur Kristsmessu sem er hið kristna fyrirbæri.
Blessunarlega er það svo að tímarnir breytast og mennirnir flestir með og þeir sem segja nú ,,Vegna þess að jól og helgihald verður ávallt tengt Jesú kristi" eru á villigötum, það sýnir öll þróun hérlendis.
Þú ert auk þess í engum rétti að segja mér að gera nokkurn skapaðan hlut því að við búum ekki í miðaldarþjóðfélagi kristinna manna og ég get fagnað lífinu þegar að mér sýnist
Þú segir: ,, stað þess að koma með einhverjar réttlætingar svo ykkur líði betur með að prúðbúast og borða fínan mat klukkan sex á aðfangadag þegar kirkjuklukkur glymja. Einnig væri best fyrir þá sem vilja vera alveg lausir við kristni: að skíra ekki, ferma ekki, gifta sig ekki og láta ekki greftra látna ástvini og margt fleira."
Ég þarf ekki að réttlæta eitt né neitt og það er ekki verið að þrengja að mér - kristnir menn hafa orðið uppvísir af því eins og svo oft áður að ljúga og nú um uppruna jólanna og nú hafa þeir meira að segja misst þessa hátíð í hendur kapítalismans og því fagna ég - réttara væri að þú og þið slepptuð öllu þessu jólaveseni og færuð til kirkju og væruð þar yfir hátíðirnar þó að ekki væri nema fyrir það að biðjast fyrirgefningar á syndum ykkar og annarra kristinna manna - er það ekki hluti af þessu? Erfðasyndin? Það er það sem kristin trú snýst um, hún snýst ekki um mat, jólatré eða gjafir og þessi atriði eiga ekki uppruna sinn í kristinni trú. Það er reyndar svo að eftir að hafa tekið upp þessa siði annars staðar hafa kristnir menn nú fylgt kapítalismanum út í þessi losta og frygðarhöld sem jólin eru langt út fyrir velsæmismörk að mati kirkjunnar, einmitt til að slá á sína eigin samvisku um það að fara ekki í kirkju enda orti Tom Waits réttilega lagið ,,Chocolate Jesus" því til staðfestingar.
Ég er hins vegar alveg sammála þér í því að trúlaust fólk á ekki að skírast og fermast - það á einfaldlega að halda nafnaveislu og gefa börnunum sínu peninginginn sem annars hefði farið í ferminguna. Varðandi giftinguna þá er það einfaldlega í fyrsta lagi svo að fólk fær ekki (eins fáranlegt og það hljómar) sömu réttindi og annað fólk nema að gifta sig og í öðru lagi þá er ekkert að því að fólk haldi veislu þar sem það lofar hvort öðru heiðarleika (það þarf allra síst guð til þess - heiðarleikinn er einungis meiri með samþykk

03 desember, 2007 22:58  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

...... (það þarf allra síst guð til þess - heiðarleikinn er einungis meiri með sáttmála milli tveggja aðila án þess að hinum illa refsandi blóðheita guði Biblíunnar sé blandað inn í það )

Þú segir: ,,Einnig vil ég geta þess að saga þjóðarinnar og saga kristni eru eitt. Hér býr kristin þjóð og menning okkar hvílir á kristnum grunni. Nauðsynlegt er að fólk geri sér grein fyrir því og læri um sögu sína."

Ég held að ég þekki þá sögu að minnsta kosti jafn vel og þú og staðreyndin er sú að íslenska þjóðin hefur aldrei verið sérstaklega kristin. Heiðnir menn héldu margir áfram að vera heiðnir eftir upptöku kristindóms og ekki er hægt að segja að íslandssagan hafi markst sérstaklega af kaþólsku fram að siðaskiptum. Eftir að við höfðum vistaskipti kennda við sjúklinginn Lúther þá verður þjóðinni fyrst og fremst lýst sem skítugum heiðnum álfatrúandi bændum en hvað gerist svo um leið og þjóðin menntast?
Nú er öld síðan að þjóðin byrjaði að menntast og á þeim stutta tíma hefur algjörlega molnað undan kristinni trú á Íslandi. Þjóðkirkjan er vönkuð í köðlunum og einungis 10% Íslendinga sækja kirkju einu sinni eða oftar í mánuði og 20-25% íslendinga er nú þegar trúlaus.
Nú ef að kristnir menn vilja í alvöru vera skynsamir og hlusta á Barths þá væri ekki mikið eftir af Biblíunni sem hægt væri að styðjast við og þar sem þú samþykkir slíkt og vilt einnig sjá aðskilnað ríkis og kirkju hvað yrði þá eftir af þessum kristna menningararfi? Blessunarlega nánast ekki neitt, nema kuflklæddir kjánalegir prestar að tipla á tánum í kringum hinn súra graut sem Biblían er. Ég get vel sætt mig við ljóðskáldin enda er þar aðaláherslan á skáldskap.
Þegar að aðskilnaðurinn á sér loks stað þá sjáum við hvort að íslenska þjóðin er kristin eða ekki - þegar að hinir trúlausu ganga hér skattlausir og hinir kristnu þurfa að bera upp hinn mikla kostnað sem er af kirkjunni árlega - eigum við ekki að sameinast um það að vona að svo verði sem allra fyrst og þá sjáum við hverjir eru raunverulega kristnir og hverjir ekki og þetta er einmitt það sem kristallast í jólahaldinu Íslendingar eru fyrst og fremst kapítalistar og munu auðvitað flestir kjósa með buddunni þegar þar að kemur og jólin eru gott dæmi því til staðfestingar, enginn nennir í kirkju eða gerir nokkurn skapaðan hlut annað en að njóta hins ljúfa kapítalíska lífs þó nógur sé tíminn og messur með reglulega.

03 desember, 2007 22:59  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Tvennt sem ég gleymdi vegna þess að fyrsta færslan var alltof löng og slitnaði og ég þurfti því að endurskrifa.

1. Ég veit ekki af hverju þú blandar greftrun inn í þetta, það er ekki upprunalega krsitið fyrirbæri?

2. Varðandi trúarbragðafræðslu þá hef ég ekkrt á móti slíku en það þarf að vera trúarbragðakennsla en ekki kristinfræðikennsla og kennarar verða að vera meðvitaðir um það að setja varnagla við kjaftæðið. Það að Jesú hafi raunverulega gert kraftaverk, að Múhammeð hafi virkilega skrifað Kóraninn í gegnum guð eða að Gyðingar séu hin útvalda þjóð o.s.frv.
Með öðrum orðum hún þarf að fara eins nálægt raunveruleikanum og sagnfræði og hún kemst - hluti af því er gagnrýni á allt innan trúarbragaðanna sem reynst hefur kjaftæði.

Ástarkveðja Bjarni

03 desember, 2007 22:59  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim