Það er momentið sjálft frosið... eða hvað?
Allt frá því að kosningabaráttan fór af stað hafa frambjóðendur við hvert tækifæri talað um ,,The Momentum" - augnablikið sé þeirra og meðbyr. Hingað til hefur fátt bent til þess að um það sé raunverulega að ræða. Í gær fann maður þó smá augnablik þegar að Edward Kennedy með tvo aðra úr Kennedy fjölskyldunni á sviði lýsti yfir stuðningi við Obama með dramatískum hætti þar sem vitnað var til orða MLK og Obama borinn saman við sjálfan JFK.
Kennedy fjölskyldan er auðvitað ennþá mjög virt innan Demókrataflokksins og stóð á sínum tíma nærri Bill Clinton, þess vegna er þetta algjör martröð fyrir Hillary nú þegar að Super Tuesday er handan við hornið og þó hún hafi forskot í öllum ríkjum að heimafylki Obama undanskyldu þá er ljóst að þessi stuðningur mun hafa töluverð áhrif og kannski er þetta ,,The Momentum".
Það er á brattann að sækja fyrir Obama, það er underdog lykt í loftinu, spennan mun aukast við þetta en við skulum ekki gleyma því að hann er í raun að keppa við tvo frambjóðendur, þ.e. Clinton hjónin sem eru í þessu saman þó að framboðið sé í hennar nafni. Það gæti eitthvað stórkostlegt gerst; ég vonaði að Hillay færi fram, en eftir að hún fór að blanda Bill (sem reyndar var afbragð forseti) inn í þetta þá minnkaði mitt álit á henni.
Svo er líka eitthvað svo fallegt við það þegar að þeim sem er ,,ætlað" að verða eitthvað í fyrsta sinn eins og að Hillary sem eiginkona fyrrverandi forseta verði fyrsti kvenforsetinn mistakist það á kostnað þess sem er underdog í sömu stöðu - það myndi líka gefa manni nokkra glottandi daga, þegar að feministaelíta Íslands myndi ýlfra af pirringi.
Að öðru leyti er Hillary auðvitað mun betri kostur en frambjóðendur ,,Hins Illa" - þar býður maður alltaf eftir því að hinn hryllingslega brosandi McCain rífi af sér andlitið og undan því blasi við Dick Cheney og ef að Romney verður fyrir valinu þá hallast ég að því að hann verði þeirra John Kerry. Auk þess held ég að Hillary verði mun betri forseti heldur en frambjóðandi, kannski ekki ólíkt Ingibjörgu Sólrúnu - kannski verður hún að sætta sig við það í bili eins og stallsystir hennar á Íslandi að vera ,,næstum því"... myndi hún taka að sér að vera varaforsetaefni, það held ég ekki.
Fyrir ykkur sem ekki hafið áhuga á stjórnmálum - þið ættuð að skammast ykkar
Viðbót: Kvennagráturinn er þegar hafinn vestanhafs.
Er lífið ekki dásamlegt?
Kennedy fjölskyldan er auðvitað ennþá mjög virt innan Demókrataflokksins og stóð á sínum tíma nærri Bill Clinton, þess vegna er þetta algjör martröð fyrir Hillary nú þegar að Super Tuesday er handan við hornið og þó hún hafi forskot í öllum ríkjum að heimafylki Obama undanskyldu þá er ljóst að þessi stuðningur mun hafa töluverð áhrif og kannski er þetta ,,The Momentum".
Það er á brattann að sækja fyrir Obama, það er underdog lykt í loftinu, spennan mun aukast við þetta en við skulum ekki gleyma því að hann er í raun að keppa við tvo frambjóðendur, þ.e. Clinton hjónin sem eru í þessu saman þó að framboðið sé í hennar nafni. Það gæti eitthvað stórkostlegt gerst; ég vonaði að Hillay færi fram, en eftir að hún fór að blanda Bill (sem reyndar var afbragð forseti) inn í þetta þá minnkaði mitt álit á henni.
Svo er líka eitthvað svo fallegt við það þegar að þeim sem er ,,ætlað" að verða eitthvað í fyrsta sinn eins og að Hillary sem eiginkona fyrrverandi forseta verði fyrsti kvenforsetinn mistakist það á kostnað þess sem er underdog í sömu stöðu - það myndi líka gefa manni nokkra glottandi daga, þegar að feministaelíta Íslands myndi ýlfra af pirringi.
Að öðru leyti er Hillary auðvitað mun betri kostur en frambjóðendur ,,Hins Illa" - þar býður maður alltaf eftir því að hinn hryllingslega brosandi McCain rífi af sér andlitið og undan því blasi við Dick Cheney og ef að Romney verður fyrir valinu þá hallast ég að því að hann verði þeirra John Kerry. Auk þess held ég að Hillary verði mun betri forseti heldur en frambjóðandi, kannski ekki ólíkt Ingibjörgu Sólrúnu - kannski verður hún að sætta sig við það í bili eins og stallsystir hennar á Íslandi að vera ,,næstum því"... myndi hún taka að sér að vera varaforsetaefni, það held ég ekki.
Fyrir ykkur sem ekki hafið áhuga á stjórnmálum - þið ættuð að skammast ykkar
Viðbót: Kvennagráturinn er þegar hafinn vestanhafs.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim