Bobby!!!
You think I'm past my prime
Let me see what you got
We can have a whoppin' good time
Áður en ég byrja þessa laufléttu og óvísindalegu yfirferð á Dylan tónleikunum í Reykjavík að þá er rétt að byrja á sögu... kannski ekki skemmtilegri en sögu þó. Þannig var að þegar komið var inn í Laugardalshöll í gær að þá blasti í hvívetna við manni veggspjöld sem bönnuðu allar hljóð-og myndbandsupptökur (sem er verulega einkennilegt þar sem Dylan er sá tónlistarmaður sem virkar hve frjálslyndastur gagnvart slíku og til eru endalaust margar síður þar sem hægt er að download-a hundruð gb af tónleikum með honum í gegnum tíðina með hans samþykki + auðvitað nánast daglegum youtube myndböndum af tónleikum í hverri viku.) Ég lét þessar aðvaranir því sem vind um augu og eyru þjóta, byrjaði að taka nokkrar ljósmyndir en ákvað svo að taka eitt video þegar tónleikarnir voru meira en hálfnaðir (enda fólk í kringum mig í sama gírnum) ekki vildi þó betur til en svo að ég er böstaður (eins og snáði að stela súkkulaði) við þessa iðju mína og mér gert að afhenda batterýið. Jæja, allt gott og blessað með það, en þegar við fórum svo að ná í batterýið eftir tónleikana að þá reyndist þetta vera eina batterýið sem var tekið og aðrar græjur voru ekki teknar nema upptökutæki frá einhverjum gæja á Rás2 - helvíti eðlilegt þegar varla sást á sviðið fyrir myndavélum, en mjög skemmtilegt.
En þá að tónleikunum. Eins og sést á færslunni hér á undan að þá var mikið spenna, eftirvænting og kvíði fyrir þessa tónleika. Kvíðinn reyndist alls ekki eiga rétt á sér því að eftir að Dylan hafði ræst röddina með tveimur perlum að þá var ekki snúið til baka. Ég hafði lesið einhverja hræðilega gagnrýni frá Halifax (tónleikar 21.maí 2008) þar sem allt var ömurlegt; tónleikarnir í gær voru fyrir mér hins vegar hreinlega æðislegir. Bandið var gott (þrátt fyrir mistök hér og þar) og Dylan söng og skemmti sér hreinlega meira en ég hef séð hann gera á flestum þeim youtube myndböndum sem í boði eru frá tónleikum á þessu ári og brosti mikið bæði til meðlima í bandinu og til áhorfenda. Prógrammið (sjá að neðan) var líka fín blanda af eldri og nýrri lögum sem í heildina voru 17 (sem er nákvæmlega sá fjöldi sem Dylan hefur verið að spila að undanförnu), það má alltaf gráta yfir því að það hafi vantað einhverja slagara, en eins og upphitunin sýndi greinilega að þá hefði Dylan þurft að spila rúmlega 100 lög (og hin nýju að auki) til að verða að ósk allra og ég er ekki vissum að áhorfendur hefðu haft (fóta)burði í slíkt. Heilt yfir var þetta því mikil skemmtun og þá er frá talið sú upplifun að hreinlega sjá þennan mikla meistara standa á móti sér. Hápunktar kvöldins voru líka þónokkuð margir: Lögin af nýjustu plötunni Modern Times voru öll virkilega flott og merkilega lík því sem þau eru á plötunni (af þeim fannst mér Workingman's Blues #2, Nettie Moore og Spirit on the Water flottust) , Blowin´ In the Wind var í skrýtinni en jafnframt skemmtilegri útgáfu, Ballad of a Thin Man var stórkostleg og lögin Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again, Don't Think Twice, It's All Right og Highway 61 Revisited voru líka með allra besta móti (miðað við þá flutninga sem ég hafði heyrt nýverið). Síst fannst mér þau lög sem ég hef lítið hlustað á en það eru lög fjögur, átta og fjórtan hér að neðan (án þess langt því frá að undan þeim sé hægt að kvarta eða að mér hafi leiðst). Niðurstaða: Það að fara á Dylan tónleika hefur lengi verið á stefnuskránni; þessir fyrstu tónleikar urðu mér alls ekki vonbrigði og fremur að sýningin hafi komið mér á óvart - ég myndi hiklaust borga aftur 9000kr. til að verða vitni að öðrum tónleikum, vonandi líða ekki önnur 28 ára þangað til það gerist næst.
Lögin í gær
1. Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
2. Don't Think Twice, It's All Right
3. The Levee's Gonna Break
4. Tryin' To Get To Heaven
5. Rollin' And Tumblin'
6. Nettie Moore
7. I'll Be Your Baby Tonight
8. Honest With Me
9. Workingman's Blues #2
10. Highway 61 Revisited
11. Spirit On The Water
12. It's Alright, Ma (I'm Only Bleeding)
13. When The Deal Goes Down
14. Summer Days
15. Ballad Of A Thin Man
(encore)
16. Thunder On The Mountain
17. Blowin' In The Wind
Er Dylan ekki dásamlegur?
Efnisorð: Bob Dylan
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim