United - Lakers
United: Ég er eiginlega búinn að oflesa um þennan blessaða úrslitaleik og hreinlega nenni ekki að koma með einhverja klisjupunkta um hann. Eftir stendur að sá maður í United liðinu sem ég hef gagnrýnt hve mest í vetur (Giggs) endar tímabilið á því að tryggja liðinu Englandsmeistaratitilinn og skorar úr síðustu spyrnunni í vítakeppninni gegn Chelsea í leikjum þar sem hann annars vegar jafnar leikjamet Charltons og verður um leið fyrsti leikmaðurinn í sögu enskrar knattspyrnu til að verða 10 sinnum meistari og í síðari leiknum slær hann metið og er orðinn sá maður í enskri knattspyrnu sem hefur unnið flesta stóra titla alls 19 stykki - síðan er maður bara með dónaskap.
Lakers: Eftir að hafa verið ryðgaðir í fyrsta leiknum gegn Meisturunum frá San Antonio þá setti Lakers liðið í fluggírinn og misþyrmdi Spurs með 30 stiga sigri (101-71) og staðan í einvígnu orðin 2-0 og þriðji leikurinn á sunnudaginn. Ég hefði ekki boðið í það ef að dómgæslan hefði verið sanngjörn því þá hefði Lakers sennilega sigrað með einhverjum 50 stigum... merkilegt hvað Duncan, Ginobili og Bowen fá að komast upp með (ef að Duncan væri ekki með nafnið aftan á búningnum að þá hefði hann fengið svona 17 villur á sig) en svona er þetta þegar að leikmenn hafa settið námskeið í háskóla með þessum gömlu krumpudýrum sem dæma leikina.
Er lífið ekki dásamlegt?
Lakers: Eftir að hafa verið ryðgaðir í fyrsta leiknum gegn Meisturunum frá San Antonio þá setti Lakers liðið í fluggírinn og misþyrmdi Spurs með 30 stiga sigri (101-71) og staðan í einvígnu orðin 2-0 og þriðji leikurinn á sunnudaginn. Ég hefði ekki boðið í það ef að dómgæslan hefði verið sanngjörn því þá hefði Lakers sennilega sigrað með einhverjum 50 stigum... merkilegt hvað Duncan, Ginobili og Bowen fá að komast upp með (ef að Duncan væri ekki með nafnið aftan á búningnum að þá hefði hann fengið svona 17 villur á sig) en svona er þetta þegar að leikmenn hafa settið námskeið í háskóla með þessum gömlu krumpudýrum sem dæma leikina.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Fólk Knattspyrna, Lakers, Lífið, Manchester United, Mannréttindabrot., NBA, Trú
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim