Lets go Lakers
Kobe Bryant og félagar hans í Lakers eru með meistarana í köðlunum eftir sigur í nótt sem var óþarflega tæpur og staðan 3-1. Lakers voru betra liðið allan tímann en enn einu sinni voru gömlu kallarnir í dómarabúningunum sérstaklega hliðhollir Spurs, tja allt fram á næst síðustu sekúndu leiksins og héldu þeim inn í leiknum. Sjaldan hefur lið án Lebron komist upp með jafn mikið og meistararnir hafa gert hingað til. Duncan í bakhrindingum, notandi hendur og höfuð ólöglega auk þess sem honum leyfist að taka 4-5 skref til að skora körfu - hljóp einu sinni nánast frá þriggja stiga línunni (án þess að drippla boltanum) og tróð án þess að nokkuð athugavert væri við það að mati dómaranna. Parker, Ginobili, Bowen og Oberto héldu svo áfram að vera dirty og einhvern veginn tókst dómurum leiksins að komast nánast hverjum einasta leikmanni í hinu prúða Lakers liði í villuvandræði. Það kom þó ekki að sök þar sem gæðamunurinn á þessum liðum er rosalegur. Horry, Oberto, Finley og Thomas virðast loksins hafa lent á aldursveggnum og auk þess hefur Ginobili að mestu verið alveg sorglegur í þessari seríu (með aðeins 7 stig í nótt). Ef að Gasol myndi mæta eins og karlmaður gegn Duncan að þá værum við núna búnir að sópa þessu einvígi léttilega - það þarf einhver að berja lífi í Gasol.
Niðurstaða: Öll vafaatriði utan eins á lokasekundu leiksins féllu með Spurs en þrátt fyrir það vann Lakers sanngjarnan sigur og klárar vonandi þetta einvígi á sínum heimavelli í LA í næsta leik - en það væri eftir Horry að mæta loksins til leiks.
Er lífið ekki dásamlegt?
Niðurstaða: Öll vafaatriði utan eins á lokasekundu leiksins féllu með Spurs en þrátt fyrir það vann Lakers sanngjarnan sigur og klárar vonandi þetta einvígi á sínum heimavelli í LA í næsta leik - en það væri eftir Horry að mæta loksins til leiks.
Er lífið ekki dásamlegt?
2 Ummæli:
Af hverju minnistu ekkert á nýyfirstaðið leiktímabil í ensku deildinni? Hvað fengu United mörg rauð spjöld og víti á sig?
Kv, KD
KD: Kevin Durrant? :)
Veit ekki alveg hvert þú ert að fara með þessu. En United voru í fjórða sæti yfir prúðustu liðin á tímabilinu með 51 gult spjald og 2 rauð á meðan Arsenal var í sjöunda sæti með 54 gul og 3 rauð. Ég man nú ekki hvað við fengum margar vítaspyrnur á okkur en niðurstaða bæði Jeff Winter og rightresult.net (sem er reyndar fáranlegt að ætla að taka saman) voru þær að United endaði með jafn mörg stig og það gerði þegar að dómaramistök voru talin með og hefðu samkvæmt því unnið deildina hvort sem var.
Svo er líka spurning hvort það sé hægt að benda á fá víti hjá liði sem skoraði bæði flest mörk og fékk fæst á sig og hélt markinu oftast hreinu - maður hefði haldið að slík tölfræði segði manni eitthvað annað en að United hefðu átt að fá fleiri víti á sig og hvað þá fleiri spjöld þegar að liðið var oftast að dóminera leikina og með fáa slæma tæklara/ spjalda glaða menn í liðinu og bæði Rooney og Scholes voru mikið meiddir.
Manst þú eftir einhverju atriði þar sem United átti greinilega að fá á sig víti í deildinni - ég get allavegana nefnt 3-5 vítaspyrnur sem United áttu að fá í sama leiknum (Blackburn undir lok tímabilsins).
Kveðja Bjarni Þór
PS. Eigum við að fylgjast eitthvað með EM?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim