mánudagur, júní 09, 2008

SKANDALL!!!

Dómaratríóið skuldar Lakers 2x48 mínútna langa heimadómgæslu áður en þetta einvígi getur haldið áfram. Erum við stödd í einhverjum unglingaflokki úti á landi þar sem dómararnir eru feður leikmanna, djöfulsins drulla!!!
Hef ekki orðið vitni af svona rugli í nokkurri íþrótt (að frátöldum handbolta, sem er nú á jaðri þess að vera íþrótt) hvað var að gerast í höfðinu á þessum þremmenningum, sérstaklega í fyrri hálfleik?

Niðurstaðan: Boston komið í 2-0 með 6 stiga sigri og það í leik þar sem dómararnir lögðu grunninn að sigrinum og Lakers liðið mætti ekki til leiks fyrr en 6 mín voru eftir af honum. Ef að Kobe á ekki þrjá 40 stiga leiki og ef Lakers liðið vinnur ekki þessa þrjá heimaleiki, þá flýg ég út og elti hann daglega til að minna hann á allt helvítis vælið í honum síðustu 3 ár.

Að lokum: Menn eru mættir í úrslitin og í hinu liðinu er einn af þremur bestu mönnunum mjög tæpur í hnéi og þú ert að tapa 2-0 - hvað þarf að gera? Vilja menn vinna þennan titil hvað sem það kostar eða á að væla allt sumarið yfir meiðslum í sínu eigin liði og heimadómgæslu. Hvernig væri að sýna smá hreðjar til tilbreytingar - bestu körfuboltalið sögunnar og í raun bestu lið íþróttasögunnar* hafa flest haft þá eiginleika að vinna ljót stríð ef að það er það sem tímarnir hafa krafist. Kareem kýldi Bird og Lakers liðið mætti hörkunni frá Celtics, Magic barði niður stórvin sinn Thomas, Jordan og Pippen slógust í gegnum Pistons og Knicks mörg blóðugtímabil í röð og Shaq lifði af Shaq attack og Horry olbogaði Nash út af vellinum til að vinna titilinn í fyrra - nú þarf Lakers liðið að ákveða sig snögglega (enda með bakið upp við vegg), ætlar liðið að treysta á að dómgæslan batni eða á að mæta karlmannlega og helst dirty til að vinna þennan titil. Fyrir mér er þetta einfalt, fórna einum leikmanni í sturtu til að stökkva á hnéið á Pierce þegar hann setur upp þriggja stiga hindrunina sína fyrir Allen í fyrsta skiptið og þá vinnur Lakers þetta einvígi 4-2, annars er hætt við því að Boston taki þetta 4-2 eða 4-3 eins og ég spáði.


*Ef að við færum okkur t.d. yfir í ensku knattspyrnuna og horfum á þrennu lið United, hið ósigraða Arsenal lið, Chelsea með sitt stigamet og United núna með tvennuna að þá hafa þau öll haft þessa eiginleika. Sama má segja um Evrópu og Heimsmeistara landsliða, oft dirty og harðar þjóðir á borð við Ítali og Þjóðverja á meðan Portúgal, Spánn og önnur skemmtileg lið eru lamin niður (eftir frábæra riðlakeppni).

Efnisorð: ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim