Punktar
Karfa: Lakers minnkuðu muninn í nótt; það mun duga skammt því miður. Meira um leikinn í nótt í síðustu færslu.
Knattspyrna: Eftir dapra byrjun hefur EM heldur betur farið á flug og í annarri umferð og byrjun hinnar þriðju hefur nánast ekki verið hægt að finna leiðinlegan leik. Ég vona innilega að eitthvað af skemmtilegu liðunum vinni keppnina (lesist Holland, Portúgal eða Spánn) en eru ekki góðar líkur á því að þau kúki á sig þegar líður á og að eitthvað leiðinlegt lið sem er ekki búið að spila sérstaklega vel vinni keppnina (lesist, Þýskaland, Frakkland/Ítalía).
Mikið gladdi það mig ofboðslega að Tyrkland skyldi vinna Tékka, djöfull er leiðinlegt að horfa á lið sem byggir allt sitt spil á því að sparka háum bolta fram á hávaxinn mann eins og Jan Köller (sem svo lætur síendurtekið eins og algjör kelling).
Persónulega: Eftir meint tábrot sem ég hef ekki ennþá látið kíkja á, þá hef ég hagað mér eins og algjör lúði. Sitið heima og horft á EM einn og farið svo á næturvakt (og verið þar einn). Allt saman gífurlega hressandi - sérstaklega þessi helgi, þar sem ég var að vinna frá 20-08 og Arna tók svo við af mér og vann frá 08-20 tvo daga í röð og á föstudaginn var hún á kvöldvakt og ég fór í beinu framhaldi á næturvakt - ef að einhverjum þykir gaman að vaska upp er hinum sama velkomið að mæta aðra hvora viku þegar ég er á vaktartörn og klára það af.
Spurning: Hefur einhver séð skemmtilega kvikmynd nýverið?
Er lífið ekki dásamlegt?
Knattspyrna: Eftir dapra byrjun hefur EM heldur betur farið á flug og í annarri umferð og byrjun hinnar þriðju hefur nánast ekki verið hægt að finna leiðinlegan leik. Ég vona innilega að eitthvað af skemmtilegu liðunum vinni keppnina (lesist Holland, Portúgal eða Spánn) en eru ekki góðar líkur á því að þau kúki á sig þegar líður á og að eitthvað leiðinlegt lið sem er ekki búið að spila sérstaklega vel vinni keppnina (lesist, Þýskaland, Frakkland/Ítalía).
Mikið gladdi það mig ofboðslega að Tyrkland skyldi vinna Tékka, djöfull er leiðinlegt að horfa á lið sem byggir allt sitt spil á því að sparka háum bolta fram á hávaxinn mann eins og Jan Köller (sem svo lætur síendurtekið eins og algjör kelling).
Persónulega: Eftir meint tábrot sem ég hef ekki ennþá látið kíkja á, þá hef ég hagað mér eins og algjör lúði. Sitið heima og horft á EM einn og farið svo á næturvakt (og verið þar einn). Allt saman gífurlega hressandi - sérstaklega þessi helgi, þar sem ég var að vinna frá 20-08 og Arna tók svo við af mér og vann frá 08-20 tvo daga í röð og á föstudaginn var hún á kvöldvakt og ég fór í beinu framhaldi á næturvakt - ef að einhverjum þykir gaman að vaska upp er hinum sama velkomið að mæta aðra hvora viku þegar ég er á vaktartörn og klára það af.
Spurning: Hefur einhver séð skemmtilega kvikmynd nýverið?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim