föstudagur, júní 06, 2008

Fall á fyrsta prófi

Lakers féllu á fyrsta prófinu þegar liðið tapaði 98-88 fyrir Celtics í fyrsta leik liðanna í Boston núna í nótt ( munur sem endurspeglaði ekki leikinn sem var jafn mest allan tímann). Lakers leiddi í hálfleik með 5 stigum og einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni að Lakers væri að fara að rúlla yfir Celtics án teljandi vandræða en svo hreinlega hætti sóknarleikur Lakers að ganga, menn hættu að hitta og baráttan var við frostmark. Segja má að munurinn á liðunum hafi verið sá að Kobe var að hitta illa og að Celtic menn höfðu betur í fráköstunum (og svo féllu allir vafadómar og stundum ekki einu sinni vafadómar með Celtics, sem máttu spila handboltavörn á meðan Lakers menn fengu villur á andskotann ekki neitt). Held að menn séu ekki að átta sig á því hvað Bynum hefði skipt miklu máli í þessu einvígi.
Stóra spurningin er svo sú hvernig hnéið á Pierce verður á morgunn. Ef að hann er off þá geta Boston menn gleymdu þessu þrátt fyrir baráttu og ruddaskap undir körfunni. Verði Pierce hins vegar með þurfa þeir bræður Odom og Gasol að fara að taka karlmannlega á því og hætta að láta stóru menn Celtics (sem flestir eru hæfileikalausir ruddar) hrinda sér og taka af sér fráköstin. Að sama skapi verður Kobe að vakna (hann vældi í þrjú ár yfir að vera með of slakt lið og nú skal hann gjöra svo vel að stíga upp og leiða liðið til sigurs) að sama skapi væri fínt að fá sanngjarna dómgæslu það sem eftir er seríunnar.
Ég held mig samt sem áður við fyrri spá um 4-2 eða 4-3 sigur Celtics, en EF Pierce spilar ekki og EF Lakers jafna 1-1 að þá vænkast hagur Lakers liðsins allverulega - en það eru tvö stór ,,Ef".
En það er skandall að Lakers liðið hafi klúðrað því að vinna þennan fyrsta leik, sem þeir höfðu alla möguleika á.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú talar um slaka dómgsæslu eftir hvern einasta Lakers leik, hvort sem það sé 20 stiga tap eða 20 stiga sigur og óháð villufjölda. Ha?

KD.

06 júní, 2008 10:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð sannspár. Celtics taka game 1, en Lakers næstu 4.

Sammála með dómgæsluna. Gamli var útá túni.

06 júní, 2008 12:53  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

KD: Það er oft ekki tekið út með sældinni né rökstuðningi að vera Lakers öfgamaður :) En svona grínlaust þá fannst mér dómgæslan ekki til eftirbreytni en Lakers urðu þó helst sjálfum sér að falli.

Hagnaður: Þetta verður erfitt en fer langt leiðina með að ráðast á öðrum leiknum.

Kveðja Bjarni Þór.

06 júní, 2008 14:16  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim