fimmtudagur, júlí 10, 2008

Enski boltinn

Nú er mánuður í það að enski boltinn fari að rúlla en 10.ágúst fer fram leikurinn um góðgerðarskjöldinn, þar sem Englandsmeistararnir frá Manchester mæta bikarmeistaraliði Portsmouth.
Liðin eru auðvitað byrjuð að undirbúa sig en sá undirbúningur tekur á sig formlega mynd nú um helgina þegar að tvö af stóru liðunum fjórum spila sína fyrstu æfingaleiki. Liverpool hefur leik á laugardaginn klukkan 14 gegn Tranmere og klukkustund síðar spila United við Aberdeen (eru einhverjir þarna úti sem eru nógu harðir til að mæta á pöbbinn?).

Félagsskipti: Það hefur lítið sem ekkert merkilegt gerst á leikmannamarkaði stóru liðanna hingað til. Arsenal og United virðst fremur vera í vandræðum með að halda sínum mönnum hjá félaginu fremur en að bæta við sig, Chelsea hafa verið töluvert rólegri en búast mátti við (hafa þó fengið Deco) en Liverpool hefur verið örlítið aktívara að ná í og skipta út leikmönnum þar sem Kewell og Riise eru farnir en Degen og Dossena komnir... en auk þess er allt útlit fyrir að Crouch skrifi undir hjá Portsmouth (og að sá peningur fari upp í nýjan senter) og að Barry komi fyrir 15 milljónir + Finnan og að þessar 15 milljónir muni koma með sölu á Alonso.

Spá: Ástæða þess að ég er hins vegar að blaðra hér um enska boltann löngu fyrir eðlilegan tíma þess er að gaman væri að fá viðbrögð frá mönnum/konum um það hverjir (hvaða leikmenn) þeir/þær telja að muni eiga gott tímabil, hverjir muni koma á óvart o.s.frv - það er of snemmt að ætla að spá því hvar liðin enda.

Sjálfur ætla ég að koma ykkur á bragðið og spá að eftirtaldir leikmenn verði betri en í fyrra: Torres (sem jafnframt verður maður mótsins EF að Liverpool vinnur deildina), Gerrard, Babel, Rooney, Tevez, Nani, Hargreaves, Rosicky, Van Persie, Walcott, Defoe, Crouch... Alan Smith (en einungis vegna þess að hann getur ekki versnað) - endilega haldið áfram.

Nokkrir líklegir sem vonbrigði ársins: Ronaldo (hvort sem hann verður hjá United eða ekki; er hægt að fylgja svona tímabili eftir?), Adebayor (hvort sem hann verður hjá Arsenal eða ekki; er hægt að fylgja svona tímabili eftir?), einhver af ofantöldum þremur leikmönnum Liverpool, Jo nýji rándýri senterinn hjá Man City, Luka Modric (gæti verið kaup ársins, en við erum að tala um Tottenham), Santa Cruz (tekur Benni McCarthy á þetta) - endilega haldið áfram með upptalninguna.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

f**k football!

11 júlí, 2008 00:06  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... þetta þarf ég að búa við :)

11 júlí, 2008 00:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

púúú...

11 júlí, 2008 00:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

og áfram nágrannar!

11 júlí, 2008 00:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

og áfram nágrannar!

11 júlí, 2008 00:52  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Liverpool mega ekki verða meistarar, það bara má ekki gerast!

Kv, KD

11 júlí, 2008 08:13  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þetta er þeirra ár. Adebayor fer, Ronaldo fer og Chelsea taka annað sætið... best að loka andfotbolta nú þegar.

11 júlí, 2008 09:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þeir verða ekki meistarar með Benitez með þjálfara, það er bara þannig. Að kaupa Robbie Keane væri t.d. brjálæði (eins og stefnir í). Auk þess sem Robbie Keane er algjör fucking loser þá væri hægt að fá afríkumann í hærri gæðaflokki fyrir helmingi minni pening.

Lifi andfótbolti.

Kv, KD

11 júlí, 2008 23:30  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim