fimmtudagur, júní 26, 2008

Opið hús

Sæl öllsömul!

Það verður opið hús hjá okkur á Laugarásvegi fyrir tónleikana góðu á Laugardaginn.
Lesendum er velkomið að mæta um kl. 17:30 og þeir sem hafa áhuga á að grilla koma með eitthvað á grillið fyrir sig (tónleikarnir hefjast svo klukkan 19:00).
Þetta verður allt fremur frjálslegt, ekki búast við því að ég fari að taka hér sérstaklega til þar sem ég verð á golfmóti fram eftir degi og Arna verður sofandi fram eftir líka (sökum næturvaktar). Þeir sem mæta ofurölvaðir* fyrir þann tíma munu koma að tómum kofa. Sé ykkur öll hress á laugardaginn, hvet ykkur til að ganga eða hjóla, en þið hin endilega leggið bílnum niðri í götunni í stað þess að fylla allar innkeyrslur. Attjúúúú....

Victory Rose kveðja Bjarni Þór.

*ofurölvun = ástand sem við mælum ekki með í þessu semi-fjölskylduvæna opna húsi.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim