Aðalatriði og aukaatriði
Út um allan bæ eru Chicago Bulls aðdáendur að gráta úr sér augun af gleði, því loksins er það ,,sannað" sem þeir hafa alltaf haldið fram , þ.e. Kobe verður aldrei jafn góður og Jordan. Fyrir mér er það reyndar ekki fullreynt (til þess þarf hann reyndar að vinna 4-5 titla í viðbót), þó að það sé satt að Kobe hafi valdið virkilegum vonbrigðum í þessu einvígi við Celtics og þó helst í fjórða leiknum - sem var ófyrirgefanlegt og Jordan hefði aldrei leyft að gerast.
Þetta er hins vegar algjört aukaatriði, aðalatriðið er að það eru stórkostlega góðar líkur á því að Lakers liðið taki titilinn á næstu þremur árum ef að allir haldast heilir og væru sennilega að taka titil núna ef að Bynum væri heill. Leikmenn koma og fara en enginn þeirra er stærri en klúbburinn ef að það er almennilegur klúbbur og það er aðalatriði.
Á meðan Chicago Bulls verður áfram í skugga Jordan og heldur áfram að vera ,,one hit wonder" klúbbur þar sem stærstu fréttir ársins eru númer hvað þeir fá að velja í nýliðavalinu á meðan þeir rembast við að komast í úrslitakeppnina að þá mun Kobe líkt og Shaq, Magic,Worthy, Jabbar, Chamberlain, West, Baylor, George Mikan o.s.frv. leiða liðið til titils/titla og verða svo hluti af sögu félags sem heldur áfram að vinna titla og ekki bara lið sem vinnur titla heldur lið sem er ,,Always showtime", lið sem framtíðarstjörnunum dreymir um að leika fyrir, í þessari eftirsóttu borg þar sem menn meika það umkringdir stærstu Hollywood stjörnum samtímans.
Þannig mun Lakers halda áfram að vera eitt af yfirburðar íþróttaliðum Bandaríkjanna á meðan Bulls bíður það hlutskipti að berjast við samborgara sína í Blackhawks um að vera ekki skömm Chicago borgar. Bulls aðdáendur geta því haldið áfram sinni Þórðargleði en hún verður skammvinn, þeir vita að Lakers eru að fara að taka titil/titla á næstu árum og verður til frambúðar stórveldi á meðan þeirra lið er ekki að fara að gera nokkurn skapaðan hlut.
Er lífið ekki dásamlegt?
Þetta er hins vegar algjört aukaatriði, aðalatriðið er að það eru stórkostlega góðar líkur á því að Lakers liðið taki titilinn á næstu þremur árum ef að allir haldast heilir og væru sennilega að taka titil núna ef að Bynum væri heill. Leikmenn koma og fara en enginn þeirra er stærri en klúbburinn ef að það er almennilegur klúbbur og það er aðalatriði.
Á meðan Chicago Bulls verður áfram í skugga Jordan og heldur áfram að vera ,,one hit wonder" klúbbur þar sem stærstu fréttir ársins eru númer hvað þeir fá að velja í nýliðavalinu á meðan þeir rembast við að komast í úrslitakeppnina að þá mun Kobe líkt og Shaq, Magic,Worthy, Jabbar, Chamberlain, West, Baylor, George Mikan o.s.frv. leiða liðið til titils/titla og verða svo hluti af sögu félags sem heldur áfram að vinna titla og ekki bara lið sem vinnur titla heldur lið sem er ,,Always showtime", lið sem framtíðarstjörnunum dreymir um að leika fyrir, í þessari eftirsóttu borg þar sem menn meika það umkringdir stærstu Hollywood stjörnum samtímans.
Þannig mun Lakers halda áfram að vera eitt af yfirburðar íþróttaliðum Bandaríkjanna á meðan Bulls bíður það hlutskipti að berjast við samborgara sína í Blackhawks um að vera ekki skömm Chicago borgar. Bulls aðdáendur geta því haldið áfram sinni Þórðargleði en hún verður skammvinn, þeir vita að Lakers eru að fara að taka titil/titla á næstu árum og verður til frambúðar stórveldi á meðan þeirra lið er ekki að fara að gera nokkurn skapaðan hlut.
Er lífið ekki dásamlegt?
10 Ummæli:
Heyr heyr. Þvílík færsla.
Áfram Lakers.
Viltu vasaklút?
Spurning dagsins: Með hvaða tölustaf þarf að margfalda alla titla ,,Super"Sonics til að fá þann fjölda titla sem Kobe hefur unnið hingað til? :)
Biggi: Verða SuperSonics áfram í Seattle... eða á kannski að leggja þetta vonlausa Leeds United körfuboltans niður? :)
O this is true,Worthy was a teen
when the trophy was won by a team in green
it´s been a long time since that day
so we´ll sing sing´em a song that they fuckin´hate
29 years - 29 years
29 years - 29 years...
since ,,Super"Sonics won it
but who really cares?
Kveðja Bjarni Þór :)
Sennilega besta blogg sögunnar.
Ég tek þetta tilbaka.....
...KLÁRLEGA besta blogg sögunnar skal það vera.
President
KLÁRLEGA, Klárlega besta blogg sögunnar!
Lakers er eit af þessum stórveldum, það er ekki spurning. En þeir voru samt "eins og friðardúfa á bíladögum á Akureyri" eins og Svali sagði í útsendingunni. Það er ekki hægt að bera saman Kobe og Jordan, en það má alveg velta því fyrir sér hvort Lakers landi titli á næstu árum. En það má líka velta því fyrir sér hvort að Phil Jackson fái ekki algjörlega nóg þegar Kobe byrjar að væla í sumar. Maður þarf að tjékka á bók Jacksons "The lost season" en þar vandar hann Kobe ekki kveðjurnar.
AFO
Bók Jacksons heitir auðvitað: "The last season" ekki lost (þó að svo hafi reyndar verið). Og undirtitillin er: a team in search of a soul. Eitthvað þannig.
AFO
Var þetta ekki bara Zen buddisminn sem að klikkaði :)
Kobe hefur auðvitað oft sýnt það að hann sé á pari við Jordan en hann verður ekki borinn saman við hann af neinni alvöru fyrr en hann leiðir Lakers liðið til einhverra titla og það þarf að gerast fljótlega og þeir þurfa að koma í kippum.
Það er líka alveg rétt að Lakers liðið hafi verið eins og friðardúfa í þessu úrslitaeinvígi, það vantaði alla baráttu, hörku og auðvitað reynslu en munum það að síðast þegar að Lakers tapaði fyrir Boston í úrslitunum að þá unnu þeir þá árinu seinna og alls þrjá titla á fjórum árum (eitthvað sem ég gæti alveg sætt mig við).
Nú þurfum við að fá Bynum heilan og svo reynslumikinn og sterkan baráttujaxl og þá förum við alla leið ef allir eru heilir.
Kveðja Bjarni Þór.
haha, það hefur alltaf verið sagt að maður rökræðir ekki við Liverpool-menn en það hefur einnig alltaf verið ljóst að maður rökræðir ekki heldur við Lakers menn, þess vegna ætla ég að sleppa því.
Þetta "besta blogg sögunnar" er alveg út úr öllu korti.
Bíddu, hvort ert þú aftur Chicago eða New York maður? Maður er gjarn á það að gleyma með hvoru liðinu slíkir menn halda sem ekki hafa verið rökræðuhæfir um NBA í áratug sökum slaks gengis :)
YNWA :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim