Ríkisstjórnin - Efnahagsmál - Mannréttindi og Evrópuumræðan... everything is political!
Evrópuumræðan: Ert þú ein(n) af þeim sem veist ekkert um Evrópusambandið? Hummar þú með sjálfum/ri þér ,,Já þetta er sennilega rétt hjá Ömma ömurlega" þegar hann veltir því upp hvort að Ísland eigi ekki bara að segja sig úr Evrópusamstarfinu? Ert þú ein(n) af þeim sem blæst út brjóstkassann og hefur upp rómantískt blaður þegar kemur að fullveldi landsins án þess að gera þér grein fyrir stöðunni eins og hún er í dag eða ertu ein(n) af þeim sem segir,, göngum í ESB vegna evrunar" án þess að hugsa meira út í það?
Ég hef áður mælt með bókinni Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna þar sem Eiríkur Bergmann talar á mannamáli um framtíð Íslands (hér má sjá það og link þar sem lesa má inngangskafla þessarar bókar).
Fyrir þá sem treysta sér ekki alveg strax í heila bók (sem er skandall) er hins vegar rétt að benda á grein eftir sama höfund sem ber heitið ,,Hvað breytist raunverulega við aðild að ESB" og ætti þessi grein að vera læsileg fyrir hvaða barn sem náð hefur 10 ára aldri og gera menn og konur samtalshæf í matarboðum um framtíð Íslands í Evrópusamstarfinu.
Þeir sem eru engu nær eða vilja fræðast enn meir er bent á skýrslu Evrópunefndar sem ber heitið ,,Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" og kom út í fyrra.
------------------------------
Efnahagsmál: Ég hreinlega VILL ekki tala um þessi mál en bakþankar Ólafs Sindra í gær voru nauðsynlegt raunveruleika högg í höfuð, nýru, þind og kynfæri fyrir okkur öll sem viljum reyna að bæla og kyngja þessari kreppu sem er og á örugglega eftir að versna.
Hér eru nokkrir punktar frá Stiglitz sem hann skyldi eftir í síðustu kreppu, svona ef að einhver vill gera eitthvað - held reyndar að honum hafi örlítið snúist hugur síðan þá en það skiptir ekki öllu. Nú er þetta einungis spurning hversu lengi Flokkurinn getur þrjóskast við í andstöðu sinni gagnvart ESB... mér sýnist það ætla að taka lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu.
------------------------------
Ríkisstjórnin: Málefni ríkisstjórnarinnar loka svo þessum ESB og efnahagsmálahring enda einhverjir Samfylkingarmenn farnir að tala um kosningar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki ætla að gera nokkurn skapaðan hlut þó að allt sé að hrynja sem ekki er hrunið. Friðjón kemur með nokkra punkta fyrir því hvers vegna staða Sjálfstæðisflokksins sé sterkari ef að til stjórnarslita kemur en Árni Snævarr kemur þó eiginlega með sterkari rök fyrir því hvers vegna Samfylkingin væri betur stödd við stjórnarslit - bæði rök standa hins vegar og falla með því að allar aðrar stjórnir yrðu svo hörmulega lélegar að það myndi gera mun meiri óleik en núverandi ástand... sem er kannski einmitt ástæðan fyrir því að þessi stjórn mun ekki slitna þrátt fyrir hræðilegar horfur og ömurleika Sjálfstæðisflokksins.
Hvar þeir fá hins vegar út að Geir H. Haarde hafi þingrofsréttinn veit ég ekki, því áður en hinn sterki forsætisráðherra Davíð Oddsson tók hann af (pólitískt) veikum forseta Vigdísi Finnbogadóttur að þá var þingrofsrétturinn hjá forsetaembættinu og það veit Ólafur Ragnar sem er sterkur pólitískur forseti; en blessunarlega þurfum við ekki að láta reyna á það því að ég held að hvorki Geir né Ingibjörg séu nógu vitlaus til að hætta á samstarf með VG og/eða Framsókn
-------------------------------
Mannréttindi: Rétt er að koma með eitthvað jákvætt og fagna fyrsta samkynhneigða parinu sem fær staðfesta samvist í íslenskri kirkju... vonum að þetta sé líka einungis fyrsta hænuskrefið sem verður að mörgum risastökkum sem kirkjan á eftir að taka í náinni framtíð til að eiga einhverja samleið með 21.öldinni.
Það er sannarlega margt sem mætti laga í verklagi núverandi ríkisstjórnar en það að Björn Bjarnason sé ennþá dómsmálaráðherra er hreinlega ekki hægt. Líkt og aðskilnaður ríkis og kirkju er löngu tímabær að þá er aðskilnaður Björns og ríkisstjórnarinnar virkilega ákallandi. Hvernig má þetta vera?
Er lífið þó ekki þrátt fyrir allt alveg þolanlegt?
Ég hef áður mælt með bókinni Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna þar sem Eiríkur Bergmann talar á mannamáli um framtíð Íslands (hér má sjá það og link þar sem lesa má inngangskafla þessarar bókar).
Fyrir þá sem treysta sér ekki alveg strax í heila bók (sem er skandall) er hins vegar rétt að benda á grein eftir sama höfund sem ber heitið ,,Hvað breytist raunverulega við aðild að ESB" og ætti þessi grein að vera læsileg fyrir hvaða barn sem náð hefur 10 ára aldri og gera menn og konur samtalshæf í matarboðum um framtíð Íslands í Evrópusamstarfinu.
Þeir sem eru engu nær eða vilja fræðast enn meir er bent á skýrslu Evrópunefndar sem ber heitið ,,Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" og kom út í fyrra.
------------------------------
Efnahagsmál: Ég hreinlega VILL ekki tala um þessi mál en bakþankar Ólafs Sindra í gær voru nauðsynlegt raunveruleika högg í höfuð, nýru, þind og kynfæri fyrir okkur öll sem viljum reyna að bæla og kyngja þessari kreppu sem er og á örugglega eftir að versna.
Hér eru nokkrir punktar frá Stiglitz sem hann skyldi eftir í síðustu kreppu, svona ef að einhver vill gera eitthvað - held reyndar að honum hafi örlítið snúist hugur síðan þá en það skiptir ekki öllu. Nú er þetta einungis spurning hversu lengi Flokkurinn getur þrjóskast við í andstöðu sinni gagnvart ESB... mér sýnist það ætla að taka lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu.
------------------------------
Ríkisstjórnin: Málefni ríkisstjórnarinnar loka svo þessum ESB og efnahagsmálahring enda einhverjir Samfylkingarmenn farnir að tala um kosningar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki ætla að gera nokkurn skapaðan hlut þó að allt sé að hrynja sem ekki er hrunið. Friðjón kemur með nokkra punkta fyrir því hvers vegna staða Sjálfstæðisflokksins sé sterkari ef að til stjórnarslita kemur en Árni Snævarr kemur þó eiginlega með sterkari rök fyrir því hvers vegna Samfylkingin væri betur stödd við stjórnarslit - bæði rök standa hins vegar og falla með því að allar aðrar stjórnir yrðu svo hörmulega lélegar að það myndi gera mun meiri óleik en núverandi ástand... sem er kannski einmitt ástæðan fyrir því að þessi stjórn mun ekki slitna þrátt fyrir hræðilegar horfur og ömurleika Sjálfstæðisflokksins.
Hvar þeir fá hins vegar út að Geir H. Haarde hafi þingrofsréttinn veit ég ekki, því áður en hinn sterki forsætisráðherra Davíð Oddsson tók hann af (pólitískt) veikum forseta Vigdísi Finnbogadóttur að þá var þingrofsrétturinn hjá forsetaembættinu og það veit Ólafur Ragnar sem er sterkur pólitískur forseti; en blessunarlega þurfum við ekki að láta reyna á það því að ég held að hvorki Geir né Ingibjörg séu nógu vitlaus til að hætta á samstarf með VG og/eða Framsókn
-------------------------------
Mannréttindi: Rétt er að koma með eitthvað jákvætt og fagna fyrsta samkynhneigða parinu sem fær staðfesta samvist í íslenskri kirkju... vonum að þetta sé líka einungis fyrsta hænuskrefið sem verður að mörgum risastökkum sem kirkjan á eftir að taka í náinni framtíð til að eiga einhverja samleið með 21.öldinni.
Það er sannarlega margt sem mætti laga í verklagi núverandi ríkisstjórnar en það að Björn Bjarnason sé ennþá dómsmálaráðherra er hreinlega ekki hægt. Líkt og aðskilnaður ríkis og kirkju er löngu tímabær að þá er aðskilnaður Björns og ríkisstjórnarinnar virkilega ákallandi. Hvernig má þetta vera?
Er lífið þó ekki þrátt fyrir allt alveg þolanlegt?
2 Ummæli:
Bravó Bjarni... þessi pistill var löngu tímabær hjá þér. Það væri óskandi að fleiri menn myndu sína meiri áræðni í þessum málum.. en ekki stinga hausnum ofaní sandinn eða vera með útúrsnúning um leið og þessi mál ber á góma. Ísland í ESB fyrir mína parta allavega.
ciao,
ivar
Já, ég verð að fara að rífa mig aftur í gang með þessi pólitísku blogg.
Kveðja Bjarni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim