fimmtudagur, júlí 31, 2008

Náttúrutónleikamyndir

Jæja, nokkrar myndir svona til að halda þessari síðu á lífi, fleiri sumarmyndir munu eflaust fylgja í kjölfarið. Að þessu sinni eru myndirnar frá 30.000 manna garðveislunni sem við Arna héldum þar sem Sigur Rós og Björk spiluðu (hohohó).

Aldrei hafa jafn margir verið saman komnir í Laugarnesinu og sögusagnir herma að eldri borgarar (sem eru 99% íbúa) hafi þurft á áfallahjálp að halda enda flestir þeirra ekki séð ungmenni síðan um miðjan 6.áratuginn.

Hluti LA gengisins var mættur á heimaslóðir til að sýna sig og sjá aðra og þó aðallega til að njóta tónlistarveislunnar sem í boði var...

...á meðan ,,félagi" Grétar var upptekinn af því að PR-ast í símann og mátti ekkert vera að því að hlusta á Sigur Rós né að spjalla við manninn á myndavélinni

Hagnaðurinn gat hins vegar ekki leynt aðdáun sinni þegar...
...þessi maður söng ,,Atjúúú u ú iii í a i i i í"
Þrátt fyrir að hljóðkerfið hafi brugðist á köflum þá var síðuhaldari ánægður með daginn og hélt aldrei þessu vant í bæinn til að kætast með skemmtilegu fólki.
Björn bróðir og frú létu sjá sig í smástund en voru fljót að láta sig hverfa á video-leiguna þegar að Jónsi byrjaði að syngja.

Ég náði sennilega eina augnablikinu þar sem Arna var ekki brosandi og þar sem ekki var sól, enda hefur Arna mjög gaman af því að halda veislur í góðu veðri.

Fleiri myndir við fyrsta tækifæri eftir verslunarmannahelgi þegar ekki er sól.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim