fimmtudagur, júlí 17, 2008

Nýr liður í þróun

Út frá þessari færslu Hagnaðarins spannst sú umræða á forstig að búa til nýjan lið fyrir alla þá sem eru eins og við tveir - enn á leiksskólastigi í teikningu, annað hvort á þessari síðu eða hinni áðurnefndu. Hugmyndin er sú að taka með reglulegu millibili svokallaða pictonary færslu þar sem hver og einn fær 30 sek til að teikna eftir fyrirmælum og svo eru myndirnar skannaðar og settar á netið. Ég get séð fyrir mér að þá yrði færsla birt þar sem þátttakendur væru beðnir að hafa skeiðklukku, blað og penna við hendina og undirbúa sig og það sem teikna ætti kæmi svo í fyrsta commenti (hér er auðvitað lykilatriði að menn sýni heilindi og svindli ekki með fleiri en einni tilraun eða á tíma). Nú mun þróunarvinna fara í gang en verið viðbúin að sjá beittan naívisma á algjörlega nýju stigi.

Hér má sjá upptökin af þessu öllu:


Image and video hosting by TinyPic

Úlfur, ísbjörn eða skjaldbaka?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

jájá
Alltaf gaman að niðurlægja sjálfan sig opinberlega.

Hippólína væri stolt af mér.

17 júlí, 2008 14:37  
Blogger Linda sagði...

Jæja fer ekki hrafnaspark.blogspot.com að fara að byrja?;) Get ekki beðið...

og já síðan byrjum við bara á afríkusíðunni í kjölfarið!

18 júlí, 2008 12:12  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:) (broskall til ykkar beggja)

Jú, það þarf að byrja á báðum síðum ASAP, en látum hrafnasparkið í forgang.

Kveðja Bjarni

18 júlí, 2008 22:27  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim