þriðjudagur, júlí 15, 2008

Kominn tími á nokkra punkta

Veiði: Einn af aðalfrösum Loga Ólafssonar er að ,,knattspyrna er eins og kynlíf, maður þarf ekki að vera góður til að hafa gaman af" - það á sjálfsagt við um veiðar líka. Við Arna fórum um daginn til Þingvalla og reyndum fyrir okkur, ég var slakari ef hægt er að tala um slakari aðila þegar ekkert veiðist en Arna hló ansi mikið af einu kastinu mínu - eftir það fór ég móðgaður í sólbað og lét hana sjá um að veiða, eins gott að hún hlæji ekki af mér í merkilegri þáttum lífsins.

Rafting: Af allskonar tilefni (afmæli hjá Örnu, Amöndu og Kötu og að ég sé kominn í sumarfrí) ætla ég ásamt fríðu föruneyti að fara í fyrsta skipti á ævinni í rafting um helgina. Mér er sagt að þetta sé ágætlega byrjendavænt og aldrei að vita nema að maður fái bakteríu og skelli sér til Indlands í rafting seinna meir - hver veit? Næsta á dagskránni er svo fallhlífarstökk, Arna þorir ekki - er einhver sem býður sig fram?


Karfa: Það fór lítið fyrir því sem mestu máli átti auðvitað að skipta í NBA nýliðavalinu vestanhafs. Patrick Ewing Jr. var valinn nr.43 af Kings - ætli það þýði að menn verði að dusta rykið af Ewing kenningunni?

Knattspyrna: Fór á drepleiðinlegan knattspyrnuleik í kvöld, Fram vs Keflavík. Keflvíkingar gerðu allt sem í þeirra veldi stóð til að spila fallega sóknarknattspyrnu en Fram liðið gerði mestan parts leiks heiðarlega tilraun til að blanda saman eftirfarandi a) kick and run dreifbýlisbolta b) Bolton undir Sam Allardyce bolta og c) að líkja eftir getulausum manni. Það var því ekki að undra þó að Keflavík færi með sanngjarnan sigur af hólmi. Það jákvæða var að ef að Keflavík getur spilað fallega knattspyrnu að þá ætti Fram að geta gert það aftur.

Knattspyrna: Ég hélt að Manchester United væru Englands- og Meistaradeildarmeistarar? Ekki nóg með að aðstoðarmaðurinn (sem átti risaþátt í velgengni liðsins) sé horfinn til annarra starfa, besti leikmaður heims gjörsamlega að skíta á sig í yfirlýsingum og ,,heimtandi" að fara að þá virðist United ætla að kaupa hinn húðlata búlgarska Berbatov sem er 27 ára og það fyrir næstum 30 milljónir punda - hvaða sjálfseyðingarliverpoolhvöt er þetta? Fyrir utan það að vera húðlatur og ná sér ekki á strik í nema fimmta hverjum leik að þá er Berbatov ekki hraður og passar því alls ekki inn í United liðið. Ef að hann kemur að þá er eins gott að það verði fyrir ekki meira en 15 milljónir + Saha - betra væri auðvitað að eyða örlítið meira og fá Aguero.

Ljóð: Það fór ekki hátt um daginn þegar enn eitt ljóðið eftir ljóðskáldið okkar hann Daða, rataði á forsíðu ljod.is sem Ljóð dagsins. Hinum stóra aðdáendahópi er bent á að fylgjast betur með.

Spurning dagsins: Með eða á móti að rassskella börn?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

mjög á móti!
sýnt hefur verið fram á að sú aðferð virkar ekki þegar á að kenna börnum hvað sé óæskileg hegðun. hún kennir aftur á móti að ofbeldi sé æskileg hegðun og því er barnið líklegra til að leita sjálft í ofbeldisfulla hegðun þegar það fær ekki það sem það vill.
og já, rassskellingar eru hreint og klárt ofbeldi!

15 júlí, 2008 05:48  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... ok, þá rassskelli ég börnin og við sendum þau í box þegar þau fara að sýna ofbeldisfulla hegðun -allir vinna :)

15 júlí, 2008 05:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hmm já.. nema þú þegar ég fer með börnin burt frá ofbeldisfullum föður þeirra ;)

15 júlí, 2008 05:53  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

... ég mun finna ykkur :)







(nei, þetta grín er orðið full gróft)

15 júlí, 2008 05:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe.. já það er satt :)
leyfum líka fleirum að komast að með sínar skoðanir á þessu :)

15 júlí, 2008 06:00  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég var rassskelltur sem barn og er því frekar hlynntur þessu, enda er ég ofbeldishneigður. Ég er samt meira hlynntur andlegu ofbeldi svo sem að stjórna hegðun barna með ótta og þess háttar heldur en að snerta þau. Ég held að þau börn sem bera hvað minnsta virðingu fyrir umhverfi sínu eru þau börn sem ekki voru rassskelld/tekið í hnakkadrambið á.

KD

15 júlí, 2008 13:48  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þetta eru skemmtilegar upplýsingar í ljósi þess að rassskellingar eru yfirleitt miðaðar við ´82 árganginn og síðan hafi þeim verið hætt en ég held að framundan sé comeback hjá flengingum enda fólkið sem er að fullorðnast núna og slapp við flengingar gjörsamlega agalaust, hrokafullt og leiðinlegt.
Þess vegna segi ég: Það er tími til kominn að aga börnin til, kenna þeim að hlýða og bera virðingu; í stað endalausrar sjálfsákvörðunartöku strax um þriggja ára aldur á einungis að leyfa þeim að velja á milli flenginga með belti, vendi eða kriketkylfu.

16 júlí, 2008 16:37  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim