Berbapabbi mættur á Old Trafford
Húðlatur 27 ára að verða 28 ára gamall fýlupoki er mættur til Manchester fyrir hrottalega mikinn pening sem ekki er á nokkurn hátt hægt að réttlæta - vonandi verður það til þess að losa pressuna af kappanum sem hefur þrátt fyrir allt rosalega hæfileika og mun gefa United liðinu algjörlega nýja möguleika. Kaupverðið mun svo fljótlega gleymast EF hann raðar inn mörkum og EF United liðið heldur áfram á siglingu - en persónulega hefði ég viljað sjá yngri, betri og öðruvísi leikmann koma fyrir þessar 30,75 milljónir punda (plús eins árs lán á Campbell). Campbell fær svo vonandi marga leiki þannig að United geti notað hann á komandi árum eða selt hann fyrir 10-15 milljónir (sem væri ekki slæmt fyrir uppalinn leikmann). Heilt yfir er samt ekki hægt að réttlæta þessa fjárhæð og sennilega er Tottenham að græða ca. 5 milljónir punda á þessum eigendaskiptum hjá City í dag (sem reyndu líka að fá Berba-pabba). En hann er fallegur strákurinn, því getur enginn neitað.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
6 Ummæli:
Phúúúú... á að reyna kaupa titilinn? Hann er eitraður þessi djöfull (og hann lítur út fyrir að vera yfir fertugt?).
er þetta einhver þýsk klámmyndastjarna?
Biggi: Það er rétt. Nú verður allt lagt í sölurnar að vinna titilinn sem við höfum ekki unnið svo lengi :)
Það góða við Berba er samt það að geta hans er ekki byggð upp á hraða, þannig að sennilega mun hann endast lengur - taka jafnvel Sheringham á þetta, svona af því að þú nefnir fertugsaldurinn.
Hagnaður: Þýsk klámmyndastjarna? Veit það ekki, held að hann sé aðallega þekktur fyrir að gera Robbie Keane að betri leikmanni, en vonandi tekur hann nógu mörg lið í rassgatið til að uppfylla þessa klámstjörnuóra þína :)
Kveðja Bjarni Þór.
Þetta er maðurinn sem Man Utd hefur sárlega vantað alveg síðan Nissi fór. Við erum auðvitað að tala um allt öðruvísi leikmann hérna en ég hef trú á því að Berbatov sé maðurINN.
Sigurjón: Já, í það minnsta gefur hann okkur mikla möguleika gegn liðum sem ætla að liggja í vörn.
Hlakka svo mikið til að sjá þig inni á andfótbolta :)
Kveðja Bjarni Þór.
Fannst hann alltaf góður með Tottenham.
Gæti jafnvel fyllt annað sætið í kjörinu "hommalegasti karlmaðurinn" hjá samtökum samkynhneigðra, næst á eftir Ronaldo
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim