föstudagur, ágúst 15, 2008

Megas - Flærðarsenna

Það eina góða við nýjan meirihluta er að enn eina ferðina fæ ég að birta þetta viðeigandi lag og texta. Annars segi ég bara: Það stóð ekki lengi Framsóknarlaust Íslands... takk fyrir það viðbjóðslegu íhaldspöddur sem skipið borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.


Annars erindi rekur
úlfur löngum sannast það
læst margur loforðsfrekur
lítt verður úr þá hert er að
meðan slær orð við eyra
er þér kær vinur að heyra
sértu fjær þá er það ekki meira

slíkt eru hyggindi haldin
höfðingsskapur og menntin prúð
veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð
lærð er á lymsku beglur
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá er kreppir að hvassar neglur

oft er fagurt í eyra
alþýðulof af hræsni veitt
hinum er á það heyra
heimur þykir sem kálfskinn eitt
í augun greið hlæja og hlakka
hrósa um leið biðja og þakka
búin er sneið er snúa þeir við þér hnakka

heimskur er sá sem heldur
hvers manns lof sem fullgert sé
einfaldur oft þess geldur
alvöru meinar það hinum er spé
tryggðargjöld táls með korni
temprast köld nema við sporni
vinur í kvöld er vélar þig að morgni

heimurinn hrekkjafulli
handverk þetta mest nú brúkar nú
að fegra eir með gulli
út gengur honum myntin sú
orðaglens ei þarf kaupa
allir léns með það hlaupa
kossa flens kallsa ljúga raupa

Er lífið dásamlegt?

Efnisorð: ,

8 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jæja núna er ógeðis xB komnir inní þetta aftur (strax byrjaðir að virkja líka) og andfélagslegi besefinn Hanna eitthvað (vill ekki vita hvað þetta heitir fullu nafni) orðinn bossinn.

Á þessi skrípaleikur að halda áfram endalaust... svo segja menn bara það má ekki kjósa aftur? Nú afhverju breyta þeir því þá ekki.. ekki eins og það þurfi að setja breytingartillöguna fyrir UN og fá samþykki frá öllum 200+ þjóðunum.

Þessi borg er auðvitað bara stjórnlaus (enþá stjórnlausari núna en hún hefur verið síðan RVK fékk kaupastarréttindi) og það besta er að við erum að greiða fyrir alla þessa vitleysu. Á maður á auðvitað bara að flýja land?

puurrrrrrrrr
Ivar

15 ágúst, 2008 09:28  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Er ekki málið að Ólafur hefni sín núna með því að hleypa Margréti að og að Björn Ingi komi með comeback til að fullkomna vitleysuna :)

15 ágúst, 2008 10:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Af öllum ógeðum í íslenskri pólitík ber xD af eins og úldinn hákarl af myggluðu brauði. Aðferðir þeirra í borgarmálum, sem einkennast af siðleysi og valdagræðgi, eru með ógefeldara móti. Það er umhugsunarefni fyrir alla þá sem hafa einhvern snefil af sjálfsvirðingu að spá í siðferði þeirra einstaklinga og flokka sem hafa geð í sér að starfa með slíkum aðilum hvort sem í borgar eða landsmálum sé. Góðar stundir. :)

16 ágúst, 2008 20:40  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Talandi um ógeð, sástu Liverpool leikinn :)

16 ágúst, 2008 21:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Smjörklípa ?

16 ágúst, 2008 22:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

já en það eina sem maður getur gert er að setja og horfa Íhaldið eyða sjálfu sér eins og þeir eru að gera núna.. hehehe.

ciao,
ivar

17 ágúst, 2008 00:13  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ívar: Hárrétt.

Pjotr: Það er hárrétt að innan raða Sjálfstæðisflokksins er fullt af rotnu siðblindu fólki en þetta er engu að síður sá flokkur (hvort sem mönnum líkar það betur eða verr) sem hefur verið við völd á mestu framfaraskeiðum 20.aldarinnar og yfirleitt með krötum (sbr. 1991-1995 með EES samningnum og 1959-1971 með öllum þeim stórstígu framförum sem áttu sér stað þá). Burt séð frá mörgum persónum sem ómögulegt er að samþykkja og óþarfi að nafngreina hjá Sjálfstæðislfokknum að þá hefur hann þó staðið fyrir ákveðna stefnu s.s. vestræna samvinnu og á heildina litið á frjálsræði (þrátt fyrir að það hafi oft mátt hlæja að slíku á undanförnum árum). Þess vegna get ég ekki samþykkt að þessi flokkur sé það versta af því versta þegar við höfum bæði Framsóknarflokkinn sem er eingöngu valdaflokkur sem vill nota þau til að dreifa völdum og auð til sinna fylgismanna (á mun augljósari og ógeðfelldari hátt en Sjálfstæðisflokkurinn) og svo ,,Frjálslyndi"flokkurinn sem er samansafn fordómafullra miðaldra karlmanna - þar sem allir eru verri en ákveðinn stríðsglaður ráðherra.
Þá að aðalatriðinu sem er eftirfarandi, segjum sem svo að eftir kosningarnar síðustu hafi Samfylkingin verið í lykilstöðu og þá átti hún tvo kosti A) Að vinna með Sjálfstæðisflokknum með reynsluna af því að samsteypustjórn krata og Sjálfstæðismanna hafa leitt af sér stærstu framfaraspor lýðveldisins. Þar sem sterk stjórn gæti komið hlutum í verk (sem hún hefur því miður ekki staðið alveg undir fyrsta árið) eða B) Að vinna í þriggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins sem hefur aldrei setið heilt tímabil, þar sem VG og Framsókn voru ósamstarfshæf eftir þessar kosningar, þar sem fráleitt væri að ræða við Guðna, Steingrím og Ögmund um inngöngu í ESB eða um evruna, um að afnema tolla á landbúnað og að hætta ríkisstyrkjum á hinar og þessar greinar, þar sem Ögmundur myndi vilja hætta EES samstarfinu, þar sem tími færi í að rökræða um hvort að Ísland ætti að eiga þátt í vestrænu samstarfi og þar sem úthluta þyrfti VG einu af eftirfarandi ráðuneytum (forsætisráðuneyti, utanríkisráðuneyti eða fjármálaráðuneyti)... hver ætti að taka Samfylkinguna alvarlega sem pólitískt afl ef að það fyrsta sem hún gerði af alvöru væri að koma sér í slíka arfavitlausa, klofna og óstjórnhæfa stjórn þar sem Steingrímur J. væri í einu af framangreindum ráðuneytum og Guðni Ágústsson í hinu?
Það er auðvitað sorglegt að það séu svona margir fíflagangsflokkar á Íslandi og einn þeirra sem daðrar við fíflaganginn sé sá stærsti og þess vegna geti Samfylkingin ekki leitt samstarf tveggja flokka - því sannarlega hefur komið í ljós að mikill meirihluti vill taka upp nýjan gjaldmiðil með þeim breytingum sem verða að eiga sér stað og ,,þjóðin" virðist einnig oftar en ekki taka undir þær breytingar sem Samfylkingin vill ná fram en Sjálfstæðisflokkurinn reynir að stöðva/draga á langinn.
Þannig að þangað til að Samfylkingin verður stærsti flokkurinn að þá eru kostir hennar og samningarstaða ekki góð, flokkurinn hefur tvo ekkert sérstaklega góða kosti sem stendur; að vera minni aðilinn í stjórn sem hingað til hefur ekki verið meira en sæmileg (sem er slæmt) eða að vera aðal aðilinn í vondri stjórn (sem er verra).
Nú geta menn leikið sér að því að framlengja seinni kostinn, sjá hvaða ónytjunga við hefðum frá Framsókn og VG sem ráðherra og hvaða spor til framfara væri hægt að taka í þeirri stjórn - maður þarf að hafa ansi fjörugt ímyndunarafl til að ætla að hún gæti orðið helmingurinn af því góða sem núverandi stjórn er :)

Ástar- og viðreisnarkveðja Bjarni Þór.

17 ágúst, 2008 12:07  
Blogger Gummi Jóh sagði...

Búið er að opna það sem internetið snýst um.

http://www.diddacrew.com/

20 ágúst, 2008 10:46  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim