mánudagur, ágúst 25, 2008

Stjórnmál - Trú - Handbolti - Vísindi og Tom Waits

Handbolti: Það er ekkert hægt að segja sem ekki hefur verið sagt um handboltalandsliðið, en vert að þakka fyrir sig og þessa skemmtun. Sérstakt hrós og þakkir fá B.Fritz, Diddi, Stulli, Hreiðar og Robbi fyrir sína þátttöku í stærstu stund íslenskrar íþróttasögu.

Trú: Það er ekki eingöngu rétt að óska handboltamönnunum okkar til hamingju. Vefritið Vantrú á um þessar mundir 5 ára starfsafmæli og heldur áfram að þroskast og dafna á sinn fallega og heilbrigðahátt á sama tíma og dregur úr yfirnáttúrulegri trú Íslendinga.
Svo er að koma út ,,heimildar"mynd í byrjun október sem ber nafnið RELIGULOUS þar sem skemmtikrafturinn og þáttastjórnandinn Bill Maher fer um, ræðir við trúað fólk og hæðist að trú þeirra um víða veröld (hér ræðir Bill Maher við Larry King).

Stjórnmál: Ég er voðalítið búinn að fylgjast með bandarísku stjórnmálunum undanfarna daga sökum næturvinnu, brúðkaups, nafnaveislu og Olympíuleika. En Obama valdi sem sagt Biden með sér sem hefur auðvitað bæði sína kosti og galla. Biden virkaði yfirvegaður og sterkur karakter í kappræðunum áður en hann dró sig í hlé og hefur auðvitað gríðarlega reynslu og vegur þannig upp á móti því sem Obama er talinn skorta (hér eru raktir nokkrir kostir hans og á hvaða svæði hann gæti hjálpað Obama á og til hvaða kjósendahóps... þetta er svo gott að bera saman við þessa færslu).
Þeir sem vilja fylgjast með landsfundi Demókrata og eftirmála þeirra er bent á blogg kennarans knáa Silju Báru, sem er sannarlega góð viðbít við Eyjuna (enda ein af þeim síðum sem maður vill annars gleyma að lesa.

Lesefni/ Vísindi: Það er rétt að mæla með skemmtilegri grein í nýjasta tölublaði tímaritsins Lifandi Vísindi (9.tbl 2008) sem ber heitið ,,Erfðafræðilega byltingin".



Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , , ,

2 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Af hverju er Íslendingum ekki sama hver er forseti Bandaríkjanna?

25 ágúst, 2008 05:06  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég held að það mætti víkka þessa spurningu út og spyrja af hverju er umheiminum ekki sama hver er forseti Bandaríkjanna?

Ástæðan er sennilega sú að þetta snertir umheiminn beint og það þarf ekki nema að bera saman valdatíð Bush og Clinton saman til að meta alþjóðlega stemmningu.
Persónulega þá hef ég bara mjög gaman af stjórnmálum, kosningum og látunum í kringum þær, sérstaklega hjá þjóðunum í kringum okkur; svo höfum við mörg hver okkar pólitísku heimssýn og höldum meðvitað eða ómeðvitað með þeim flokkum eða frambjóðendum sem næst þeim standa.

kveðja Bjarni Þór.

25 ágúst, 2008 17:10  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim