fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Nokkur atriði

Fótbolti: Einhver kann að sakna umfjöllunar um enska boltann og er hinum sömu bent á andfotbolti.net þar sem fjórar brakandi færslur bíða þeirra sem ekkert hafa skoðað frá síðustu helgi.

Handbolti: Sannkallað handboltaæði er að eiga sér stað hérlendis sem getur einungis þýtt að það sé stutt í tapið. Ef það eru hins vegar einhverjir kraftar sem geta ýtt liðinu í úrslit að þá er það hið ,,endurvakta" Didda crew sem löngu var tímabært.
En ég er ekki síður stoltur af meintum 15 manni stórvini mínum BF og þó sérstaklega fyrir viðtalið í 24 stundum - það hefur þurft mikinn kjark eftir margar yfirlýsingar að viðurkenna loksins fyrir landsmönnum að hann hlusti á Sigur Rós.

Stjórnmál: Ungliðahreyfingar voru mættar niður við Ráðhús í morgun þar á meðal ákveðinn heimspekingur með litlu róttæku krakkana sína (hver getur komið auga á hann?)

Fótbolti: Það er eitthvað mikið rangt við þetta!










Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim