Örsögur af okkur
Lífið: Eins og sjá má á myndum að neðan og svo væntanlegum myndum að þá höfum við Arna gert margt í sumarfríinu.
Fórum í hressandi rafting ásamt Mikael og Kötu (sem var meira farþegi en þátttakandi sökum ofsahræðslu) og fjórum Canada búum sem björguðu ferðinni - en á öðrum bátum voru fullir útlendingar og hnakkahálfvitar. Allir duttu úr bátnum og menn hoppuðu af kletti - allt saman mjög gaman og nú er hreinlega að plana erfiðari ferð næst.
Við vorum svo plötuð af illkvittnu fólki í Sushi hitting sem væri ekki frásögu færandi nema vegna þess að sá hittingur endaði með því að ég pantaði mér pizzu og mun aldrei láta gabba mig í þetta rugl aftur (víðsýni er ofmetið fyrirbæri og Sushi er viðbjóður sem Japanir ættu að líta á sem sína eigin helför).
Á besta degi sumarsins hingað til fórum við Arna á Esjuna, síðast þegar ég fór þangað var ég hátt í 10 kg þyngri og með Olympíufarann BF með mér, sem skokkaði upp fjallið og hlustaði ekki á vælið í mér. Í þetta skiptið var ég í hlutverki BF og neyddi Örnu alla leið þrátt fyrir þreytu, lofthræðslu og þriðja stigs bakbruna... en það hafðist að lokum. Reyndar vorum við stungin af af tveimur 70 ára gömlum mönnum, en vorum á pari við jafnaldra par (þar sem konan var langt komin á meðgönguna).
Við Arna tókum svo létt ferðalag á útihátíðina Klofa sem þetta árið bar heitið ,,Klofaskapur", stöldruðum reyndar einungis í sólarhring en það var besti hluti hátíðarinnar. Þar komu við allskyns kynjaverur m.a. faðir AFO og félagi hans í redneck gervi, auk þess sem AFO fór í gervi Verslunarmannahelgarperrans. Kvöldið var gott en sjaldan hefur einn svefn verið jafn mikið truflaður og minn þessa helgi og örugglega mest allra á öllum útihátíðum miðað við höfðatölu. Á rúmlega fimm tímum náði eftirfarandi að vekja mig; fullur maður að detta á tjaldið þar sem hann tók þátt í amerískum fótbolta með tilheyrandi látum og röskun á svefni, þar að auki sjálfur boltinn í tjaldið, geltandi spói sem einn af pirruðustu gestum hátíðarinnar reyndi að þagga niðrí með því að grýta stígvéli í, Sigríður kennari (sem hlaut nafnbótina ,,Klofaskapur" ferðarinnar) sem alls vakti gesti þrisvar sinnum frá klukkan 07-10 með hrikalegum drunum vegna uppkasta og að lokum sexmenningarnir úr ameríska fótboltanum, fyrst með baði í ánni rétt við tjaldsvæðið sem leiddi af sér mikil öskur og svo með því að kitla hvern annan flissa og öskra þegar inn í tjald var komið. (Niðurstaða: Ég er orðinn of gamall fyrir það að sofa í tjaldi um Verslunarmannahelgi.)
Á laugardeginum var svo hinn árlegi þynnkubolti, þar sem tæklingar flugu, menn keyrðir niður og meiddir, konur teknar heljartökum og sennilega versti senter alheimssögunnar leit dagsins ljós - meira um það í væntanlegri myndaseríu frá helginni. Um kvöldið keyrðum við svo í bústað í grenndinni þar sem Katrín (móðir Örnu) og tilvonandi eiginmaður hennar tóku á móti okkur með humri og lambakjöti. Þá var svo tími til kominn að fara heim og gera borgarbarna hluti... horfa á video, fara í bíó, spila PlayStation (og putta sig í rassgatið) og allt fljótandi í gosi, pizzum og nammi.
Er lífið ekki dásamlegt?
Fórum í hressandi rafting ásamt Mikael og Kötu (sem var meira farþegi en þátttakandi sökum ofsahræðslu) og fjórum Canada búum sem björguðu ferðinni - en á öðrum bátum voru fullir útlendingar og hnakkahálfvitar. Allir duttu úr bátnum og menn hoppuðu af kletti - allt saman mjög gaman og nú er hreinlega að plana erfiðari ferð næst.
Við vorum svo plötuð af illkvittnu fólki í Sushi hitting sem væri ekki frásögu færandi nema vegna þess að sá hittingur endaði með því að ég pantaði mér pizzu og mun aldrei láta gabba mig í þetta rugl aftur (víðsýni er ofmetið fyrirbæri og Sushi er viðbjóður sem Japanir ættu að líta á sem sína eigin helför).
Á besta degi sumarsins hingað til fórum við Arna á Esjuna, síðast þegar ég fór þangað var ég hátt í 10 kg þyngri og með Olympíufarann BF með mér, sem skokkaði upp fjallið og hlustaði ekki á vælið í mér. Í þetta skiptið var ég í hlutverki BF og neyddi Örnu alla leið þrátt fyrir þreytu, lofthræðslu og þriðja stigs bakbruna... en það hafðist að lokum. Reyndar vorum við stungin af af tveimur 70 ára gömlum mönnum, en vorum á pari við jafnaldra par (þar sem konan var langt komin á meðgönguna).
Við Arna tókum svo létt ferðalag á útihátíðina Klofa sem þetta árið bar heitið ,,Klofaskapur", stöldruðum reyndar einungis í sólarhring en það var besti hluti hátíðarinnar. Þar komu við allskyns kynjaverur m.a. faðir AFO og félagi hans í redneck gervi, auk þess sem AFO fór í gervi Verslunarmannahelgarperrans. Kvöldið var gott en sjaldan hefur einn svefn verið jafn mikið truflaður og minn þessa helgi og örugglega mest allra á öllum útihátíðum miðað við höfðatölu. Á rúmlega fimm tímum náði eftirfarandi að vekja mig; fullur maður að detta á tjaldið þar sem hann tók þátt í amerískum fótbolta með tilheyrandi látum og röskun á svefni, þar að auki sjálfur boltinn í tjaldið, geltandi spói sem einn af pirruðustu gestum hátíðarinnar reyndi að þagga niðrí með því að grýta stígvéli í, Sigríður kennari (sem hlaut nafnbótina ,,Klofaskapur" ferðarinnar) sem alls vakti gesti þrisvar sinnum frá klukkan 07-10 með hrikalegum drunum vegna uppkasta og að lokum sexmenningarnir úr ameríska fótboltanum, fyrst með baði í ánni rétt við tjaldsvæðið sem leiddi af sér mikil öskur og svo með því að kitla hvern annan flissa og öskra þegar inn í tjald var komið. (Niðurstaða: Ég er orðinn of gamall fyrir það að sofa í tjaldi um Verslunarmannahelgi.)
Á laugardeginum var svo hinn árlegi þynnkubolti, þar sem tæklingar flugu, menn keyrðir niður og meiddir, konur teknar heljartökum og sennilega versti senter alheimssögunnar leit dagsins ljós - meira um það í væntanlegri myndaseríu frá helginni. Um kvöldið keyrðum við svo í bústað í grenndinni þar sem Katrín (móðir Örnu) og tilvonandi eiginmaður hennar tóku á móti okkur með humri og lambakjöti. Þá var svo tími til kominn að fara heim og gera borgarbarna hluti... horfa á video, fara í bíó, spila PlayStation (og putta sig í rassgatið) og allt fljótandi í gosi, pizzum og nammi.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
3 Ummæli:
hahaa skemmtilegar örsögur af ykkur - meira svona léttmeti, verð oft svo þreytt á pólítísku þvælunni sem vellur stundum hérna út um alla síðu...djók...hlakka til að sjá ykkur sem fyrst aðalpar og já mikið er ég fegin að ég svaf inni í húsi;)
Já, kannski að maður taki ráðleggingum ykkar kvennanna og hætti öllum pólitískum færslum og linka færslum og færi sig yfir á persónulegra stig... sé það ekki gerast... við hlökkum líka til að sjá ykkur, í eðlilegra umhverfi... fjarri ælu, spóum og ölvuðum ruðningshetjum :)
Kveðja Bjarni
ég er líka ánægð með þessa breytingu.. minnkar líka pressuna á mér að blogga ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim