þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Fleiri sumarmyndir

Myndin sem endurspeglar hina gríðarlega miklu stemmningu sem ríkt hefur á L45 í sumar
Óþolandi ástfangið par
,,The Mojito Girls" mættar - þá er stutt í höfuðlausa gleði
Skelltum okkur á topp Esjunnar á besta degi sumarsins. Eins og sjá má vorum við bæði drulluhress eða alveg þangað til að komið var heim og betri helmingurinn var skaðbrenndur og með þvílíkar harðsperrur
Þessi mynd var ofmikið úr karakter til að sleppa henni hér á blogginu, maður verður að hafa gaman að sjálfum sér líka
Áhugamenn um slæma matargerð eitruðu fyrir matargestum á L45 með því að leyfa þeim að smakka á banvænni chilliblöndu. Ég hló þá en var stuttu seinna aðhlátursefni...
Sushi: ,,eins og sígaretta vafin í þara og velt upp úr sinnepi og drullupoll"...
...og áhugamenn um vonda matargerð skemmtu sér
Dylan mætti í byrjun sumars og skemmti að minnsta kosti mér, Örnu, Daða og væntanlega Megasi.
Reykjavík!

Er lífið ekki dásamlegt?

PS. Myndir frá Verslunarmannahelginni bráðlega


Efnisorð: ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim