þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Um fjölfarinn völl

Fyrsta umferð enska boltans er um helgina. Undirbúningurinn hjá United hefur verið nokkuð líkur því sem var á síðustu leiktíð þegar liðið vann Samfélagsskjöldinn í vító en var alls ekki reiðubúið í deildina, en í ár eru meiðsli og önnur leiðindi örlítið meiri en þá (sem þó voru mikil). Ronaldo er auðvitað meiddur fram í október, Rooney verður einhverja leiki að ná sér eftir matareitrun og Carrick vætanlega líka, Hargreaves og Saha... ekkert nýtt þar (endalaus meiðsli), Nani í banni í fyrstu tveimur umferðunum og Anderson á Olympíuleikunum (en að auki verða aukaleikarar á borð við Foster, Park og örugglega Silvestre frá).
Nú er ég búinn að sjá tvo drepleiðinlega 0-0 jafnteflisleiki hjá United í röð og ef að ég þarf að horfa uppá O´Shea og Fletcher saman á miðjunni mikið lengur að þá mun ég endanlega missa alla lífslöngun og þegar þriðji maðurinn af fjórum er svo öldungurinn Giggs að þá er ekki von á góðri byrjun hjá tvöföldum meisturum.
Þegar nýtt tímabil hefst er ljóst að síðan Úrvalsdeildin var stofnuð í byrjun 10.áratugsins hefur aðeins einu liði tekist að vinna ensku deildina þrjú ár í röð (en auk þess hefur einungis einu liði, fyrir utan United tekist að halda titlinum) og þegar litið er á Meistaradeildina að þá hefur sigurvegurunum ekki tekist að endurtaka leikinn og ekki einungis það heldur hefur Meistaradeildarmeisturum síðustu ára gengið afleitlega á næsta tímabili (sbr. AC Milan og Barca). Það er því nóg af áskorunum fyrir sitjandi meistara og hin toppliðin þrjú munu örugglega koma enn einbeittari og betri til leiks.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim