miðvikudagur, október 08, 2008

Obama vs McCain - Round 2

Á meðan Ísland brennur heldur heimurinn áfram að snúast. Í nótt fóru fram aðrar kappræður Obama vs McCain en sá fyrrnefndi hafði betur í fyrstu lotu, auk þess sem Biden var betri en Palin í kappræðum varaforsetaefnanna. Obama hefur auk þess haft 5-7% forskot á landsvísu og verið að komast yfir í ríkjum sem hafa verið eign Rep.
McCain þurfti því á sigri á halda í þessum kappræðum sem voru þær einu þar sem áhorfendur fengu að taka þátt. Í sem fæstum orðum þá tókst honum það ekki og í ansi mörgum mismunandi flokkum hafði McCain aðeins betur í einni spurningu eftir einvígið á CNN og það var hvor væri hæfari til að takast á við hryðjuverkamenn og þar var munurinn naumur, í öllum öðrum spurningum vann Obama samkvæmt almenningsáliti. Hvort sem það var hver hefði staðið sig betur í heildina þar sem munurinn var mikill eða hvor hefði betur varðandi efnahagsmál þar sem munurinn var 20% Obama í hag sem þótti einnig forsetalegri, meiri leiðtogi, líklegri til að ná árangri í Írak, hefði betra plan í heilbrigðismálum o.s.frv. Meira að segja rep. ráðgjafar á CNN viðurkenndu að Obama hefði verið betri.
Þá er merkilegt að sjá uppfærslu CNN á landsvísu miðað við núverandi stöðu og eftir kvöldið mun hún örugglega ekki versna. Þar er Obama talin vera með 264 en McCain 174 og það þarf 270 kjörmenn til að hljóta tilnefningu - Obama þyrfti því eitt ríki af sjö til að vinna ef það er ekki Nevada (en þá yrði jafnt ef McCain næði hinum sex).
Það er tæpur mánuður eftir sem er langur tími en Obama stendur mun betur, hann fær fá högg á sig en sendir mörg högg á McCain sem mun bráðlega lenda hálf meðvitundalaus í köðlunum ef einhverjar stórar breytingar eiga sér ekki stað - CNN gengið talaði jafnvel um hárígræðslu.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

McCain er orðinn frekar örvæntingarfullur heyrist manni, enda má hann vera það miðað við stöðuna. En ef þú hefur ekki tekið eftir því þá er CNN mjög svo hlutdræg í garð Demókrataflokksins. Jú sjáðu til, hver heldurðu að tilgangurinn sé með að hafa skorkort á skjánum? Jú, það er til þess að hafa áhrif á kjósendur, sem það gerir alveg rakleitt. En jafnvel þó að Obama sé vinstri sinnaður semi-hryðjuverkamaður, þá er ég ekki viss um að McCain væri betri í starfið eins og staðan er. Upp á efnahagsástandið er það no brainer McCain í vil, en varðandi utanríkismál og velferðarkerfið þá er þetta siðferðisspurning sem hægra og vinstra heilahvel mitt togast mjög mikið á um.

Það sem fer hins vegar mest í taugarnar á mér er sá hugsunarháttur að kappræðurnar skeri úr um hver verði forseti. Lang flestir eru ekkert að spá í hvað þeir eru að segja, heldur eru þeir að horfa til þess hversu öruggir ræðumennirnir eru og hvernig þeir koma hlutunum frá sér. Hvor frambjóðandinn var meira sannfærandi kemur málinu bara ekki rassgat við ef fólk er ekki að heyra pointið. Það nenna fáir að lesa stefnuskrá þeirra þannig að þeir horfa á recap af kappræðunum og ákveða sig svo. Þar sjá þeir að Joe Biden (þrátt fyrir að vera algjör Washington sauður) lítur betur út en hinn óþolandi fullkomna Sarah Palin. Hún er einfaldlega of fullkomin til að hægt sé að þola hana.

Svo sjá þeir ungan og kröftugan Obama gegn gömlum bolabít og velta fyrir sér hvorn þeir vilji nú fá í stólinn og eftir það er ljóst að Obama tekur amk 70% atkvæðanna af þeim óákveðnu. Fólk er svo upptekið af því að pæla í hvernig þeir líta út að þeir heyra ekkert hvað þeir eru að segja.

Það sem mér finnst samt fyndnast er að heyra Obama apa eftir McCain aftur og aftur þjóðarstoltið um að Bandaríkin séu besta og mesta land heims en það heyrist langar leiðir að hann er ekki að meina það jafn djúpt og kollegi sinn, og ljái honum hver sem vill. Enda sagði hann aðspurður um daginn að konan sín hafi alltaf verið stolt af því að vera Ameríkani, en viku seinna sagði hún sjálf að í fyrsta skipti núna væri hún stolt af því að vera Ameríkani.

Ég held að því miður verði fólk að meta stöðuna meira út frá Biden upp á framhaldið að gera. Það er vel hugsanlegt að reynt verði að ráða Obama af dögum.

08 október, 2008 07:03  
Blogger Biggie sagði...

Ég ætla að draga þessa setningu til baka: "Lang flestir eru ekkert að spá í hvað þeir eru að segja". Veit ekki hvað ég var að hugsa en það ætti frekar að vera "helvíti margir" í staðinn fyrir "lang flestir".

08 október, 2008 08:28  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim