föstudagur, október 03, 2008

Nokkrir stuttir

Pólitík: Það var ekki merkilegar ræður sem haldnar voru á Alþingi í gær... usss! Svona röðuðust frummælendur:

Steingrímur var bestur að venju og mér sýndist hann hreinlega á tímabili vera orðinn forsætisráðherra eftir arfa slaka frammistöðu Geir H. Haarde.

Jóhanna var næst best og benti á lausnir á vandamálum og hvað þegar hefur verið gert m.a. annars í hennar málaflokki. Samt sem áður var hún sennilega næst best vegna þess að aðrir voru svo slakir.

Geir H. Haarde var hrikalega líflaus og boðaði áframhaldandi stefnuleysi og má einungis þakka Guðna Ágústsyni og Guðjóni Arnari fyrir hræðilegri ræður.

Guðni Ágústsson lagði ekkert fram og gat varla nefnt nokkuð gott sem hans flokkur lagði fram á 12 árum á meðan hver einasti maður getur bent á 10 atriði fyrir því hvers vegna Framsókn ber stóra ábyrgð á núverandi ástandi. Ef að Lenin tæki völd á Íslandi (sem verður blessunarlega ekki) að þá væri Guðni í hópi fyrstu 10 einstaklinganna sem væri stillt upp við vegg og skotnir.

Guðjón Arnar sagði kannski eitthvað en allir voru löngu búnir að missa einbeitinguna, hvernig er hægt að vera alþingismaður og koma ekki frá sér orðum án þess að hökta 50 sinnum í hverri setningu.

Af öðrum held ég að flestir geti verið sammála um að Össur og Katrín Jakobs báru af, enda ættu flestir aðrir að snúa sér að einhverju öðru en að tala fyrir hönd þjóðarinnar, Ásta Möller WTF???

Efnahagsmál: Hvað er hægt að segja? Best bara að sleppa því. Geir H. Haarde heldur ræðu og það kemur blindbylur og frost yfir Reykjavík - er það ekki eins nálægt raunveruleikanum og hægt verður komist þegar allt er í klessu.

Stjórnmál BNA: Ég horfði á Biden vs Palin í nótt, mögulega voru þær rökræður skemmtilegri en Obama vs McCain. Palin stóð sig betur en menn þorðu a vona en það gerði Biden einnig. Á CNN töldu áhorfendur að Biden hefði verið betri og var munurinn um 15%. Þannig að sennilega hefur Biden haft meiri áhrif á óháða/óákveðna en Palin - nú er staðan þannig að McCain er hreinlega að falla á tíma og þarf einhver alvöru útspil ef ekki á að fjara undan þessu hjá honum endanlega enda um mánuður í kosningar og flest allt á móti honum í augnablikinu.

Hið jákvæða: Þó að menn séu farnir að búa til snörur úr Boss bindunum sínum í bankanum að þá verður alltaf einhver að halda í jákvæðnina. Andfótbolti er á sínum stað og ég lofa á næstu dögum færslu hér sem mun gleðja menn.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim