fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Gestaþraut dagsins

Eiríkur Bergmann reynir að greina öll þau mistök sem urðu til þess að Ísland er nánast gjaldþrota og rúið öllu trausti á alþjóðavettvangi í grein í Viðskiptablaðinu þann 14. nóv síðastliðinn. Flest allir eru sammála um þessa atburðarás en hér kemur gestaþraut dagsins: Reynið að benda á einn lið af 13 sem ekki er beinlínis hægt að rekja beint til ákvarðanatöku eða gjörða Davíðs :

1. Fjármálamarkaðurinn opnaður upp á gátt án þess að koma örgjaldmiðlinum okkar í skjól. Þá óráðsstöðu hafði ekkert annað land í EES komið sér í. Minni á að norska krónan er varin af olíusjóðnum. Annað hvort varð að þrengja að frelsi í fjármagnsflutningum og koma bönkunum úr landi eða taka upp lífvænlegri gjaldmiðil.

2. Af hugmyndafræðilegum ástæðum voru eftirlitsstofnanir hafðar veikburða þegar atvinnulífinu var gefinn laus taumurinn með einkavinavæðingu. Það mátti ekki trufla hinn frjálsa markað. Úlfakapítalisminn tók svo öll völd í samfélaginu þegar taumhaldið skorti.

3. Í kjölfar einkavæðingarinnar var bindiskylda bankanna lækkuð þegar hana átti auðvitað að hækka í viðleitni til að koma böndum á brjálæðið.

4. Gjaldeyrisvarasjóður hafður allt of lítill miðað við stærð fjármálakerfisins, sem skildi fjármálakerfið eftir berskjaldað og auðveldaði áhlaup skortsölumanna á krónuræfilinn.

5. Stjórn Seðlabankans skipuð stjórnmálamönnum sem höfðu pólitískan hag af því að verja tiltekna hugmyndafræði frekar en að stýra peningastefnunni af fagmennsku. Um leið skorti Seðlabankann trúverguleika sem er ein ástæða þess að nágrannaríkin hikuðu við að koma til aðstoðar.

6. Einkabönkum leyft að veðsetja þjóðina í útlöndum án hennar vitundar, samanber Icesave hneykslið

7. Stýrivextir hafðir í hæðstu hæðum þrátt fyrir að þeir bíti lítið á staðbundna verðbólgu í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Um leið sogaðist inn í landið eitrað áhættufjármagn sem felldi krónuna um leið og harnaði á dalnum. Hundruð milljarða fuku út úr þjóðarbúinu í hávaxtagreiðslur til útlendinga.

8. Þjóðnýting Glitnis var til þess fallin að loka endanlega fyrir allar lánalínur inn í landið og hratt af stað þeirri hroðahrinu sem enn stendur yfir og ekki sér fyrir endann á.

9. Ógætileg ummæli í Kastljósi þess efnis að erlendir kröfuhafar fái ekki greitt einangraði landið og rétti Bretum vopnin í hendurnar.

10. Gengið fest tímabundið með ótrúverðugum hætti svo Seðlabankinn varð að afnema hina nýju fastgengisstefnu innan tveggja sólarhringa.

11. Vextir lækkaðir og svo skyndilega hækkaðir langt upp yfir fyrri stöðu á einni viku.

12. Sagt frá fyrirhuguðum lánafyrirgreiðslum ólíklegustu landa án þess að nokkuð lægi fyrir annað en óskhyggjan ein.

13. Bretum leyft að setja á okkur hryðjuverkalög og traðka orðspor landsins í svaðið án þess að brugðist væri til varna í því PR-stríði sem brostið var á.

Er lífið ekki dásamlegt?

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Heyrðu í annað djöfull er ég að sjá í gegnum þennan Bjarna Harðar framsókn og þetta rosaplott hans, hann bjó til þennan skrýpaleik í kringum þessi e-mail til þess að geta leikið þann stjórnamálamann sem tekur ábyrgð á gjörðum sínum eins og sagt af sér eins og þjóðin vill. Umræðan í kringum það var frekar jákvæð að hann sé heiðarlegur tekur ábyrgð og bla. Svo næsta skref í plottinu er að hann verður í forsvari fyrir nýjum flokki framsóknar fyrir næstu kosningar. Og mun notast við slagorðið "ég tek ábyrgðina" eitthvað svoleiðis blabla stjórnmálamenn þvílík fífl
kvbf

20 nóvember, 2008 07:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jamm þeir ætla að reisa gamla framsóknarflokkinn með gömlu framsóknar-gildunum. þannig þarna er kominn flokkur fyrir ykkur sem viljið ekki heyra minnst á ESB:)

ivar

20 nóvember, 2008 10:20  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Davíð Oddsson, Guðni, Bjarni Harðar plús frjálslyndi flokkurinn geta búið til einhvern ógeðis þjóðrembu anti-ESB flokk og þá er bara að vona að sá flokkur og VG fái ekki 50% atkvæða saman því þá flyt ég héðan.

20 nóvember, 2008 16:51  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim