sunnudagur, nóvember 16, 2008

Punkta og linkablogg

Almennt: Ég er almennt hress að ástandinu undanskyldu, ég og Tjörvi erum duglegir í ræktinni og ég er að drukkna í lærdómi - blessunarlega miðað við allt. Það hafa borist kvartanir vegna bloggleysis en ég hef svarað því með því að ef að ég ætlaði að blogga um allar stórfréttir að þá myndi ég ekki gera nokkuð annað, Egill Helgason hefur stundum skrifað 10 færslur á bloggið sitt á sama degi.

Stjórnmál: Menn reyna að gleðjast þegar að ríkisstjórnin gerir bara eitthvað, en nýjasta aðgerðin er eins og tómur ,,jól í skókassa glaðningur". Þessi kryfur málið ágætlega og ég vill bæta því við að þessi aðgerð gerir ekkert til að snúa þeim 30.000 manns sem íhuga það alvarlega að flytja af landi og skilja skuldir sínar eftir.

Svo ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að skipa Evrópunefnd og flýta Landsfundi fram í janúar. JANÚAR!!!! ER ÞETTA GRÍN? Þessi flokkur hegðar sér eins og hann einn geti bjargað málunum en gerir sér ekki grein fyrir að hann er þriðji stærsti flokkur landins, það er nánast ekkert sem hægt er að gera til að hefja uppbyggingu hérna án afstöðu til ESB og þessi ógeðisflokkur ætlar að láta okkur blæða í tvo og hálfan mánuð til viðbótar við þann einn og hálfa sem þegar er liðinn.
Til hvers að tefja þetta? Af hverju er Björn Bjarnason ekki í þessum þriggja manna hópi? Hvar er leiðarvísirinn sem hann talaði um fyrir mörgum mánuðum? Hvað þarf þessi nefnd að athuga sem ekki liggur fyrir nú þegar? Af hverju er ekki Landsfundur strax í lok þessa mánaðar?

NBA: Yfir í öllu skemmtilegri mál. Lakers eru stórveldi, hafa verið það frá upphafi og verða áfram. Liðið er á skriði, þrátt fyrir tap í síðasta leik og með 87,5% vinningshlutfall og eru efstir í deildinni - stefnan er sett á titilinn og á meðan Lakers eru með betra vinningshlutfall en Boston að þá lítur þetta vel út.

Knattspyrna: Er komið að því að Liverpool menn geti loksins sagt að þetta sé þeirra ár og þeir hafi rétt fyrir sér? Shit, það eru góðar líkur á því þrátt fyrir að knattspyrnan hafi ekki skánað hjá þeim.
United er í slæmum málum átta stigum á eftir Chelsea og Liverpool en með leik til góða. Þeir þurfa að vinna næstu fjóra leiki áður en þeir fara á Heimsmeistaramót Félagsliða ef þeir ætla ekki að taka Liverpool á þetta og vera úr leik fyrir áramót - það eru hins vegar ekki auðveldir leikir framundan m.a. gegn hinu gríðarsterka Villa liði og City, bæði á útivelli.
Andfótbolti er enn á lífi, en nánast eins og krónan - við dauðans dyr... sjáum til!

Er lífið ekki dásamlegt?

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

já... en núna er búið að leysa icesave deiluna, innganga í esb virðist vera á næsta leiti og IMF og önnur lán væntanlega í húfi... verða þetta ekki að teljast bestu tíðindi sem við höfum heyrt lengi.

Reyndar voru allir vitibornirmenn búnir að benda á að fara skildi þessa leið strax frá fyrsta degi, þar á meðal við:)

batnandi fólki er best að lifa,
ivar

16 nóvember, 2008 20:11  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Við skulum nú bíða með það að fagna þangað til:

a) við sjáum hvað við munum skulda mikið

b) hvort að aðrir flokkar en Samfylkingin drulli sér til að mynda sér jákvæða ESB stefnu

c) þangað til við vitum hvers konar skilyrði IMF setur

Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá hversu slæmt þetta gæti orðið:
Þ.e. að skuldirnar sem íslenska ríkið yfirtekur séu þúsundir milljarðar (eignir bankanna brunnar upp), IMF setur einhver fáránleg skilyrði um háa vexti sem þá koma í veg fyrir uppfyllingu Maastricht og upptöku Evru og þar af leiðandi þurfa dauðyflis flokkarnir þrír ekki að taka afstöðu til ESB.
Sem sagt að við værum algjörlega fucked!

Kveðja Bjarni Þór.

17 nóvember, 2008 01:39  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim