miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Perlur fyrir haustið vol. 8

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Enn tekst dabba að hræra í þessu, kannski fólk fari að hætta að personugreina vandann og líti á þá raunverulega sökudólga björgvin g og fjármálaeftilitið, kominn tími að samfylkingin taka smá ábyrgð. Í staðin fyrir að standa í felu leik og kenna öðrum um leik.
kvbf

19 nóvember, 2008 06:39  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna engin hefur reynt að taka Dabba af lífi - þvílíkt fífl!
Hann stendur algjörlega einn, Geir og Ingibjörg kannast ekkert við þessa meintu spádóma hans og árásin á fjármálaeftirlitið og um leið hans firring á ábyrgð er vægast sagt hlægileg, enda Seðlabankinn með mann innanborðs í fjármálaeftirlitinu. Davíð Oddsson er upphafsmaðurinn að þessari misheppnuðu einkavæðingu og jafnframt sá sem lék lykilhlutverk í að koma öllu til helvítis sem Seðlabankastjóri - ætli næsta skref hans sé ekki að reyna að halda því fram að hann hafi aldrei viljað einkavæða. Ég endurtek það er mér hulin ráðgáta hvers vegna enginn hefur reynt að taka hann af lífi og það er ólíðandi að Sjálfstæðisflokkurinn leyfi honum að sitja áfram þegar að íslensku atvinnulífi og framtíðinni vantar traust og trúverðuleika á þessum síðustu og verstu tímum.

19 nóvember, 2008 14:53  
Anonymous Nafnlaus sagði...

bjarni hvenær ætlarðu að hætta að verja samfylkinguna, þetta fer að vera þreytandi að kenna davíð um allt. Davíð er drengur góður sem var búinn að vinna sína vinnu annað en fólkið í fjármálaeftirliti og í ríkisstjórn
kv bf

19 nóvember, 2008 15:51  
Blogger Biggie sagði...

Eins og Davíð hefur sagt þá er ekki endalaust hægt að ábyrgjast gjörðir annarra þó þeim hafi verið veitt frelsi. Það hafa helvíti margir misnotað sér það.

19 nóvember, 2008 23:13  
Blogger Biggie sagði...

Þetta átti auðvitað að vera "Davíð kóngur" en ekki bara "Davíð". Biðst afsökunar á því.

19 nóvember, 2008 23:14  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það þarf engin/n að verja Samfylkinguna, hún svaf á verðinum en þetta var ekki hennar ákvarðanataka – einkavæðingin var ekki hennar saga og fjármál ríkisins voru að mestu leyti í höndum Sjálfstæðisflokksins. Það sem hún hefur hins vegar til að vega upp á móti er framtíðarsýnin, bæði til langs tíma og stutts tíma. Til styttri tíma þarf Ísland að vekja aftur traust og trúverðugleika, meira að segja Ingvi Hrafn áttar sig á því að Seðlabankastjórnin þarf að víkja og til langs tíma þurfum við að ganga í ESB og taka upp evru til að halda uppi stöðugleika – á meðan situr Sjálfstæðisflokkurinn rænulaus og þorir ekki að stíga nokkurt skref.

Hvernig stendur á því að enginn í ríkisstjórninni, hvorki Sjálfstæðisflokknum né Samfylkingunni né Fjármálaeftirlitinu kannast við nokkur af varnaðarorðum Davíðs?
Þessi rök Davíðs um misnotkun á frelsi gæti virkað á Nessa Giss en hver heilvita maður og jafnvel hálfvitarnir sem kusu Bush áttuðu sig á því að það verður að vera regluverk í kringum banka og að skipta þeim upp eftir hlutverki þeirra. Af hverju setjum við annars lög? Af hverju að banna með lögum fullorðnu fólki að níðast á börnum? Er ekki hægt að treysta fólki til að ábyrgjast frelsi sem því er veitt?

Hvaða vinnu hefur Davíð unnið? Hver er arfleifð hans?
1. Einkavæðingin sem misheppnaðist en illa og mögulegt er frá A-Ö
2. Íraksstríðið, stolt íslenskrar utanríkisstefnu sem gerði hann útlægan frá íslenskri pólitík að lokum ásamt öðrum ólýðræðislegum ruddaskap.
3. Sem Seðlabankastjóri sem tók eins margar slæmar ákvarðanatökur og hægt var á hverjum tíma og hefur rúið Íslandi trausti og trúverðugleika og kennir öllum hinum um, þar á meðal Fjármálaeftirlitinu þar sem Seðlabankinn spilar lykilhlutverk og fyrrum samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum.

Hver þarf óvini sem á slíkan vin!

Ástarkveðja Bjarni Þór.

PS. Hver urðu örlög Bubba kóngs?

20 nóvember, 2008 02:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim