20.JANÚAR 2008 - UPPHAF NÝRRA TÍMA
SÖGULEG STUND! EIGINLEGA OF ROSALEG TIL AÐ MELTA Á ÞESSU AUGNABLKI! FÓLK ÚT UM ALLAN HEIM FAGNAR! ÞETTA HAFA VERIÐ HRIKALEG ÁTTA ÁR FYRIR HEIMINN OG VIÐ SKULUM VONA AÐ HIN NÆSTU ÁTTA VERÐI JAFN GÓÐ OG ÞESSI SÍÐUSTU VORU SLÆM! ÞAÐ MUN TAKA TÍMA OG OBAMA MUN ALDREI STANDA UNDIR ÞEIM VÆNTINGUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ TIL HANS, EN EF HANN HELDUR BILL CLINTON NÆRRI SÉR OG FER EFTIR EIGIN SANNFÆRINGU AÐ ÞÁ MUN ANSI MARGT BATNA Á ALÞJÓÐAVETTVANGI OG VONANDI Í ALÞJÓÐAHAGKERFINU LÍKA!
Er lífið ekki dásamlegt?
4 Ummæli:
er þetta þá ekki við hæfi
http://www.youtube.com/watch?v=5Nlv8jufxd8&feature=related
kv bf
Þetta lag er ávallt við hæfi!
Það er gaman sjá blökkumann komast til valda og bandarísku þjóðinni má klappa á bakið fyrir þetta "hugrekki". Fyrir utan það tel ég hann hafa mikla persónutöfra sem munu hjálpa honum mikið.
Þó ég veiti honum að sjálfsögðu séns er ég alls ekki eins bjartsýnn og flestir fyrir hans hönd á þessu kjörtímabili.
Ekki sér fyrir endann á efnahagskrísunni, engu að síður ætlar hann sér út í umfangsmiklar ríkisaðgerðir ef marka má loforð kappans.Þjóðarbú Bandaríkjamanna stendur vægast sagt ömurlega meðal annars vegna misheppnaðs stríðsrekstur. Á sama tíma ætlar hann að beita sér fyrir skattalækkunum til almennings sem er gott og blessað en spurningin er hvernig það skilar sér fyrir stækkandi þjóðarbúið.
Obama er að taka við í aðstæðum sem eru allt aðrar en voru þegar Clinton tók við. Segja að BC hafi tekið við á réttum tíma í þeim skilningi að út allan heim jókst hagvöxtur á árunum 1992-1997, ef miðað er við árin á undan.
Obama er hins vegar að taka við þegar almennt er búist við minni hagvexti í heiminum (næsta árið) en árin á undan.
Næstu tvö til þrjú árin verður Obama því að reyna að finna leiðir til þess að laga fjárlagahallann, viðhalda eða auka hagvöxt, taka á bankakrísunni og draga úr stríðsrekstri (sem er í það minnsta atvinnuskapandi)en slíkt mál er flókið og gæti tekið langan tíma.
Væntingarnar til Obama eru gríðarlega miklar (meðal annars á þessari netsíðu:). Því spyr maður sig hversu mikla þolinmæði Bandaríkjamenn eiga eftir gagnvart forsetanum sínum. Vonandi fyrir hann, tekst honum að koma hugmyndum sínum fljótt í verk, því spennandi verður að sjá hvert stefnir í BNA.
Obama og fréttastöðvar í Bandaríkjunum gerðu það hárrétta um leið og úrslit lágu fyrir og það var að draga úr væntingum, því það mun sennilega taka lengri tíma en fjögur ár til að leiðrétta klúður síðustu átta ára en hann mun líklega ná endurkjöri ef það er farið að glitta í lausn að loknum þessum fjórum árum.
Ég myndi nú ekki segja að hagvöxtur hafi allstaðar aukist á árunum 1992-1997 í það minnsta ekki í Afríku og hagvöxturinn í S-Ameríku, Rússlandi og Asíu var eins konar ,,Íslands hagvöxtur" á þeim tíma því að svo krassaði allt árið 1997-1998 vegna þess að árangurinn var byggður á engu.
En burt séð frá þessu smáatriði og að sennilega eru ytri aðstæður verri en þegar Clinton tók við að þá eru það innri þættir sem Obama þarf að fást við t.d. að stöðva stríðið í Írak sem hefur farið langleiðina með að setja landið á hausinn, hefja atvinnuuppbyggingu til að koma í veg fyrir neikvæðan viðskiptahalla sem er rosalegur og í framhaldinu að endurvekja traust heimsbyggðarinnar á landinu og efla alþjóðaviðskipti á ný.
Þegar að Clinton tók við var svipuð staða uppi, skuldir Bandaríkjamanna höfðu aldrei verið meiri enda tvö óábyrg flón Bush og Reagan búnir að stjórna í 12 ár en Clinton snéri þessu í góðan hagnað áður en núverandi fífl rústaði því aftur.
Reyndar verður gaman að sjá hvernig þessar skattalækkanir verða útfærðar því að Clinton fór akkúrat hina leiðina og kom efnahagnum í lag með tímabundnum skattahækkunum. Hins vegar ef að Obama fer strax í vinsælar aðgerðir eins og að loka fangelsinu á Kúbu og draga herinn til baka frá Írak að þá er aldrei að vita nema að tiltrú almennings aukist og að sú tiltrú skili sér áfram út í atvinnulífið og uppbyggingu - en auðvitað er þetta samspil mun fleiri þátta og efni í nokkrar bækur en ekki stutt comment.
Munum svo að hagvöxtur er gríðarlega loðið hugtak, hérlendis hefur verið rosalegur hagvöxtur undanfarin ár en hann var að mestu leyti byggður á skuldum og engin innistæða fyrir honum eftir allt og við þurfum að súpa seyðið af þessu rugli kannski í helmingi lengri tíma en þetta ,,ímyndaða" hagvaxtaskeið stóð (sem gerði lítið annað en að sprengja húsnæðisverð, verðbólgu og rústa gjaldmiðlinum).
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim