United gengur frá janúarkaupunum
Serbarnir sem United reyndi að kaupa í sumar eru nú loksins komnir til liðsins. Strákarnir tveir eru framtíðarfjárfesting og munu lítið sem ekkert hjálpa United í komandi baráttu.
Tosic sá eldri er 21 árs og kemur strax, hann er serbneskur landsliðsmaður, smávaxinn og léttur en á að vera skotmaður mikill... með vinstri fæti (sjáum til með það) og spilar vinstri kant. Sá yngri er 17 ára og heitir Ljajic og mun klára tímabilið hjá Partizan, hann er 1,84 cm enn á töluvert í land með það að ná í líkamlegan styrk fyrir ensku deildina miðað við þau myndbrot sem ég hef séð (en miðað við mynd sem ég sá af honum ásamt Vidic að þá virtist hann bæði svipað breiður og hávaxinn). Hann spilar hægra megin og/eða sem framliggjandi miðjumaður og hefur verið kallaður litli Kaka (sem er ávísun á flopp).
Báðir eru þeir taldir með efnilegustu leikmönnum Evrópu og það er svo sem ágætt en ég hefði haldið að United hefði frekar þurft á reynslumiklum og góðum kantmanni að halda (ca. 26-28 ára) eins og staðan er í dag enda nóg af ungum og efnilegum leikmönnum til staðar hjá liðinu eins og er og það í öllum stöðum nema í markinu.
Að svo stöddu verður ekkert myndskeið af youtube notað enda tónlistin mun verri en þeir hæfileikar sem sýndir eru með henni. Upphæðin á þeim samtals rokkar á milli 8-16 milljónir punda og það eru einhverjar líkur á því að fyrrnefnda talan greiðist strax en gæti endað í hinni síðarnefndu ef að allt gengur upp hjá þeim tveimur og United vinnur allan andskotann. Eins og staðan er í dag þá hef ég engar væntingar til þeirra enda United hópurinn einn sá sterkasti í heiminum þrátt fyrir hörmungar spilamennsku.
Er lífið ekki dásamlegt?
Tosic sá eldri er 21 árs og kemur strax, hann er serbneskur landsliðsmaður, smávaxinn og léttur en á að vera skotmaður mikill... með vinstri fæti (sjáum til með það) og spilar vinstri kant. Sá yngri er 17 ára og heitir Ljajic og mun klára tímabilið hjá Partizan, hann er 1,84 cm enn á töluvert í land með það að ná í líkamlegan styrk fyrir ensku deildina miðað við þau myndbrot sem ég hef séð (en miðað við mynd sem ég sá af honum ásamt Vidic að þá virtist hann bæði svipað breiður og hávaxinn). Hann spilar hægra megin og/eða sem framliggjandi miðjumaður og hefur verið kallaður litli Kaka (sem er ávísun á flopp).
Báðir eru þeir taldir með efnilegustu leikmönnum Evrópu og það er svo sem ágætt en ég hefði haldið að United hefði frekar þurft á reynslumiklum og góðum kantmanni að halda (ca. 26-28 ára) eins og staðan er í dag enda nóg af ungum og efnilegum leikmönnum til staðar hjá liðinu eins og er og það í öllum stöðum nema í markinu.
Að svo stöddu verður ekkert myndskeið af youtube notað enda tónlistin mun verri en þeir hæfileikar sem sýndir eru með henni. Upphæðin á þeim samtals rokkar á milli 8-16 milljónir punda og það eru einhverjar líkur á því að fyrrnefnda talan greiðist strax en gæti endað í hinni síðarnefndu ef að allt gengur upp hjá þeim tveimur og United vinnur allan andskotann. Eins og staðan er í dag þá hef ég engar væntingar til þeirra enda United hópurinn einn sá sterkasti í heiminum þrátt fyrir hörmungar spilamennsku.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim