þriðjudagur, desember 30, 2008

Bækur fyrir borgara

Eitt af þeim atriðum sem Páll Skúlason taldi upp, þar sem breytingar yrðu að eiga sér stað á Íslandi (í viðtalinu í síðustu færslu) var að hver Íslendingur hætti að líta á sig sem þegn og breyttist í borgara - gæti ekki verið meira sammála. Í þessu felst breyttur hugsunarháttur, þar sem þegninn hættir á líta þröngt á sitt nánasta umhverfi og tekur virkan þátt í samfélaginu. Í stað þess að einblína á starfið sitt, fjölskylduna og ameríska lágmenningu eða enska boltann, þá fer hann að hugsa um samfélagið sitt í auknum mæli, hvaða hugmyndir hann hefur um það, hvernig samfélagi hann vill lifa í, myndar sér gagnrýna hugsun og hefur skoðun á því sem er að gerast í kringum hann (NB! það er enginn að tala um að menn og konur þurfi að hætta í vinnunni og yfirgefa fjölskylduna sína til að breytast í borgara). Í stað þess að vera rænulaus og finnast nóg að kjósa einu sinni á fjögurra ára fresti photo-shop-aða colgate bjána að þá notar viðkomandi höfuðið til að halda uppi gagnrýnu eftirliti með valdhöfum ásamt samborgum sínum. En hvar skal byrja?
Nú kunna menn ekki að vera sammála um hvað fólk ætti að lesa, víst eru menn ósammála um pólitískar skoðanir en ég ákvað engu að síður að benda á nokkrar bækur í ljósi ástandsins um framtíð Íslands, alþjóðavæðingar og samvinnu við Evrópu... vegna þess að umræðan um Evrópusambandið mun einungis aukast á næsta ári og komandi árum. Einhverjar hef ég nefnt áður:

1. Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna - Titilinn segir nokkuð mikið um innihaldið. Eiríkur Bergmann veltir fyrir sér framtíð Íslands í breyttum heimi. Framtíðarsambandið við Evrópu og Bandaríkin og hvernig við eigum að leysa úr vandamálum okkar í náinni framtíð. Auðlesnar 133 blaðsíður sem koma sér vel sem grunnur fyrir þá sem vilja geta átt samtöl um annað en börn eða veðrið.Sérstaklega fyrir þá sem vilja getað þaggað niður í íhaldsömum miðaldra frændum sínum sem segja ,,við verðum að losa okkur við útlendingana áður en ÞETTA verður jafn mikið vandamál og í nágrannalöndunum"

2. Ný staða Íslands í utanríkismálum (tengsl við önnur Evrópulönd) - Mjög þægileg bók sem unnin er upp úr ráðstefnu árið 2006 þar sem fræðimenn á hinum ýmsu sviðum fluttu erindi. Meðal þess sem má lesa í bókinni eru:
a) Reynslan af EFTA og EES samningnum
b) Hvort að fullveldið glatist með inngöngu í ESB
c) Landbúnaðinn og ESB
d) Sjávarútveginn og ESB e)
Reynsla Svía og Finna af veru sinni í ESB...
...en auk þess margt, margt fleira.

Skyldulesning fyrir þá sem vilja getað þaggað niður í ofangreindum frænda sem vill slíta landið frá umheiminum og lifa á sjálfsþurftarbúskap og þorramat með hina stoltu íslensku krónu sem gjaldmiðil.

3. Making Globalization Work - Stiglitz. Það var rík þörf til að lesa þessa bók fyrir hrun frjálshyggjunnar, bankakerfisins og Íslands en nú er hún algjört möst. Hún fjallar í rauninni um annmarka alþjóðahagkerfisins og hvernig sé best að leysa hin ýmsu vandamál sem steðja að mannkyninu eða að minnsta kosti umbætur á henni. Útgangspunkturinn er sá að séum við ekki tilbúinn til að láta hnattvæðinguna virka íbúum heimsins eða ríkja hans til góðs að þá munu íbúarnir á endanum gefast upp og taka stöðu gegn henni í gegnum lýðræðið - sem eru nákvæmlega þær raddir sem heyrst hafa að undanförnu á Íslandi, en við höfum einmitt aldrei þurft eins mikið á hnattvæðingunni og erlendri samvinnu á að halda eins og nákvæmlega á þessu viðkvæma augnabliki í sögu þjóðarinnar. Nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz fer bæði yfir hagsögu nútímans, galla kerfisins og hvernig ríki geta best komist hjá því að lenda í kreppu (humm?) en einnig um hin sameiginlegu vandamál á borð við umhverfisvernd. Hafi einhver áhuga á að víkka sjónsvið sitt út fyrir endimörk íslenska þjóðríkisins (sem ótrúlegt en satt er ekki miðja sólkerfisins) þá er þetta góð bók til að byrja á. Hér er fyrirlestur um bókina sem Stiglitz hélt og ég hef áður bent á.

4. Globalization - Það verður seint sagt um Jan Aaart Scholte að hann sé hress fræðimaður og margar blaðsíður í þessari bók bragðast eins og þurr sandur fyrir þyrstan mann... EN - þessi bók er fyrir alla þá sem lesa Opið land: Staða Íslands í samfélagi þjóðanna en segja OK en bíddu af hverju fúnkerar kerfið svona? (Best til aflestrar sem uppflettirit við mismunandi vandamálum og jafnvel samhliða Stiglitz)

Fleiri bækur seinna... enda ágætis skammtur í bili.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

jú sæll...

Þú verður að lána mér þessa Stiglitz bók.. þetta er eitthver sudda bók heyist mér.

En annars tel ég ólíklegt að allar þessar bækur muni nokkurntímann vera ræddar. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar því að fara í aðildarviðræður á landsfundinum og þar mun málið sitja. Við taka mánuðir óvissu sem síðan endar með kosningu þar sem VG fær rokna kosningu og þá mun Albanía (einnig þekkt sem Norður-Kórea Evrópu) líta ansi vel út.

xD mun hafna þessu.. ekki á forsendum sjávarútvegs heldur á forsendum þjóðernishyggju. Það er jú betra að vera einangraður útnári í norðursjó en að glata 'formlegu fullveldi' sínu fyrir þjóðar-hagsmuni.

Þetta byggi ég á því á andstaðan við ESB hefur harnað mikið hjá xD, og ber þar að nefna grein styrmis á evropunefnd síðunni. Þar líkir hann því að ganga í ESB við því þegar Chamberlin gerði friðarsamning við Hitler í Munchen fyrir WWII.

Heldur þú að kostir eins og lág verðbólga, enginn verðtrygging, stöðugur gjaldmiðill etc etc... skipti þetta pakk eitthverju?

Þannig þetta er framtíðin, við förum ekki í aðildarviðræður, verðum skilin eftir í myrkrinu og enginn þjóðaratkvæðagreiðsla mun eiga sér stað (ekki einu sinni svona tí-föld þjóðaratkv.gr. eins og VG hafa minnst á). Þetta hefði verið hin eina lýðræðislega leið til að fara... við munum halda áfram að vera eina landið í Vestur-Evrópu sem aldrei hefur farið í aðildarviðræður og haldið þjóðaratkvæðgreiðslu um málið í eitthverja áratugi í viðbót (hugsanlega um alla framtíð).

Þannig umræðan mun halda áfram að snúast um piss og kúk en ekki hvað býðst okkur raunverulega.

ciao,
ivar

30 desember, 2008 08:56  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Hvaða, hvaða...

Þetta fer allt vel. Við munum fá að kjósa um aðild að ESB innan skamms, vonandi á komandi ári.
Eina sem ég hef áhyggjur af er að þjóðin verði orðin rugluð og neiti í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

31 desember, 2008 04:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim