þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Jæja...

Hvað segið þið gott lömbin mín? Allir orðnir þreyttir á þessari Benitez&Keane mynd? Eitthvað ferskt að tala um? Davíð Oddsson ehhh?

Hrósa dagsins: Þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega aðlaðandi knattspyrnu þá verður að hrósa Liverpool fyrir að halda spennu í ensku knattspyrnunni. Arsenal og Chelsea eru að kúka á sig, Aston Villa reyndar að koma gríðarlega skemmtilega á óvart en án Liverpool væri þessi deildarkeppni á Englandi búin og það má gefa Liverpool það hvernig sem fer að þeir eru að sýna hjarta meistarans með því að klára tvo leiki í röð á síðustu mínútunum þegar jafntefli og tap hefði farið langleiðina með það að klúðra deildinni.

Niðurskurður: Þá er það orðið ljóst að ég er fórnarlamb næsta niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, reyndar einhverjir möguleikar í stöðunni en ég bið hér með alla góða menn að hafa augun opin og hafa samband ef þeir búa yfir einhverjum góðum upplýsingum tengdum vinnumálum. Hver vill ekki ráða til sín frjálslyndan evrópusinnaðan jafnaðarmann?

Evrópufundur: Fór á Evrópufund í gær um fullveldismál, afar skemmtilegur fundur og án efa mun ég skrifa smá pistil um þetta efni við fyrsta tækifæri.

Skólinn: Í komandi atvinnuvandræðum og í árferði vondra frétta almennt er ágætt að það er drullu mikið að gera í skólanum þessa önnina. Þetta er eiginlega líka í fyrsta skiptið á mínum skólaferli sem ég er að taka námskeið þar sem ég þekki ekki nokkra manneskju og í einu kannast ég ekki einu sinni við nokkurn mann.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

jæja menn bara byrjaðir að skrifa aftur...

ivar

11 febrúar, 2009 13:41  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim