miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Uppgjör

Í ágúst í fyrra henti ég inn pistli um ungviðið hjá United. Tók ég fyrir þrjá brasilíska, þrjá enska og tvo ítalska.
Niðurstaðan ári seinna er að tveir af hinum brasilísku eru komnir inn í aðalliðið (tvíburarnir) en sá þriðji meiddist illa og er í einhverju vonlausu láni í Portúgal. Af hinum ensku spilaði Evans lykilhlutverk á löngum kafla síðasta vetur (stóð að mestu vaktina með Vidic þegar liðið fékk ekki á sig mark í einhverja 12-14 leiki í röð), þá Campbell sem hafði val á milli nokkurra úrvalsdeildarliða og valdi Sunderland (fór á 3,5 milljónir sem gætu endað í 6) og svo Welbeck sem á í erfiðri samkeppni og óráðið að mínu mati hvort að verði framtíðarmaður eða fari á einhverjar milljónir.
Að lokum voru það tveir Ítalar sem ég sagði reyndar að örlítil bið væri í enda einungis 17 ára, í dag þekkja allir Macheda en Petrucci lenti í langtímameiðslum en er farinn að spila með varaliðinu. 4 af átta (tvíburarnir, Evans og Macheda) eru þegar orðnir nöfn, Welbeck gæti brugðið til beggja vona og í versta falli verið þá seldur fyrir fínan pening eins og Campbell. Þá eru eftir tveir sem báðir lentu í slæmum meiðslum, sá brasilíski á litla von að mínu mati en Petrucci er ennþá 17 ára og gæti því fetað í fótspor Macheda.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim