fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Í léttum þönkum yfir skífuskönkum

Líkt og þegar helvítis geðsjúklingurinn hann Jónas frá Hriflu bölvaði og ragnaði yfir nútímamyndlist á 5.áratugi síðustu aldar þá hnussar ennþá í sumum þegar talað er um listformið skífuskank.
Nú ætla ég ekki að þykjast vera einhver fræðimaður um það að skanka skífum en vill endilega benda á merkilega þróun síðustu u.þ.b. 30 árin.Ég bendi þeim á sem eru ekki svo víðsýnir að kíkja á næst síðasta brotið með heimsmeistara genginu C2C frá 2005.
Er ekki rétt að byrja á broti úr myndinni The Scratch Story with Jessica Jason - mikið vatn runnið til sjávar síðan að Jazzy Jay, Grand Master Flash og fleiri voru að taka sín fyrstu spor.
Það mætti eflaust telja upp þúsundir skífuskankara en þar sem þetta er meira til gamans gert en að vera einhver fræðilega útekt þá er næsta brot með heimsmeistaranum árið 1995 sem sótti Ísland heim seint á 10.áratugnum þegar Hip Hop bylgjan var orðin frekar stór, enginn annar en Roc Raida úr X-men (sjáið sérstaklega síðustu mín). Á svipuðum tíma var Rob Swift að gera góða hluti með allt aðra tækni.
Af hljómsveitum náðu líklega Cold Cut mestum vinsældum enda notaði hljómsveitin flott sjónræntshow á tónleikum og var frekar pólitísk - ég og ástin mín hann Baldur Knútsson sáum hana einmitt í Brighton á tónlistarhátíð sem ég man ekki lengur hvað heitir.
Á svipuðum tíma var gerði DJ Shadow reyndar gott mót sem sést hér í myndbroti með Cut Chemist
Eftir að þeir félagar í Sigur Rós mættu hins vegar í funkþátt Þossa fyri einhverjum átta árum síðan hef ég hins vegar ekki mikið fylgst með þessari senu.
Hins vegar fann ég myndbrot með fyrrnefndu heimsmeistaraliði í skönkun árið 2005 og greinilegt að þróunin heldur enn áfram - þvílík snilld.
Að lokum læt ég svo fylgja með myndbrot frá minningartónleikum JMJ sem snéri plötum forðum fyrir Run DMC blessuð sé minning hans.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim