11.september úúúú!!!!
Fór í dag á fyrirlestur með minni heittelskuðu um tengsl milli trúarbragða og stjórnmála.
Það var Magnús Þorkell Bernharðsson sem hélt tölu. Þeir sem vilja yfirlitslýsingu geta smellt á fyrirlestur hér að ofan. Fyrirlesturinn var hins vegar mjög fræðandi og það sem kom helst á óvart var að samkvæmt rannsóknum trúa/samþykkja 40% Bandaríkjamanna kenningar hins sturlaða John Darby sem í stuttu máli eru heimsendakenningar. Sýndi Magnús mynd af korti sem slíkir trúendur styðjast við og samkv. því er mannkynssögunni skipt upp í tímabil.
Í gangi er einnig dómsdagsvísitala sem hækkar og lækkar eftir hörmungum heimsins, hækkaði t.d. eftir fellibylinn Katrínu og einmitt eftir 11.september 2001. Samkvæmt kenningunni eru þeir sem reyna að vinna fyrir friði í heiminum, t.d. stofnannir á borð við SÞ á bandi hins illa, því þeir aðilar eru að koma í veg fyrir áform Guðs. Að lokum mun Guð svo væntanlega þyrma hinum útvöldu og aðrir fara til helvítis... helvítis segi ég! Þvílíkt rugl!!! Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þetta fólk býr í Mið-og Suðurríkjum Bandaríkjanna og eru örugg Republicana ríki.
Spurning hvort að Fukuyama þurfi ekki að setjast niður og skrifa The End of American History þar sem Bandaríkin eru að klofna í ómenntað og fanatískt trúarríki og hins vegar í menntað og trúlaust ríki. En það eru helvítis neo-conservative sjúklingarnir sem halda þessum hópum saman - minni hér með aftur á myndina Power of nightmares. Jón Baldvin velti því einmitt fyrir sér hvað það væri við Bandaríkin sem gerði það að verkum að svona gæti farið, því ekkert bólar á þessu í Kanada né hinu fátæka Mexíkó. Eitt þeirra er auðvitað eins og fram hafði komið að þessar kirkjudeildir eru mjög sterkar efnahagslega og halda uppi útvarps og sjónvarpsstöðvum, það eru messur frá 7 á morgnanna til 9 á kvöldin og þær hjálpa fólki félagslega og t.d. að finna vinnu - ekki ólíkt samtökum á borð við Hamas í Palestínu. Jæja yfir í daglegt líf.
Haustið er greinilega komið því eftir 8 daga skólasetu er ég með 0% mætingu. Það verður þó bætt úr því á morgunn þar sem tíminn hefst klukkan 15:00 en ekki á hinum mjög svo ókristilega tíma 08:00. Ég gjörsamlega þurfti að rífa mig upp klukkan 11:00 og berjast sálrænt við sjálfan mig í korter til að koma mér út úr húsi til að horfa á Everton vs Liverpool - þriðja markið gerði það vel þess virði.
Hitti Svan sem leiðbeindi mér með B.A. ritgerðina og eins og tveir fræðimenn vilja gera ræddum við um Bob Dylan - í dag er einmitt 11.september en árið 2001 þegar tvíburaturnarnir voru að hrynja var platan hans Love&Theft að koma í verslanir, þar má finna eftirfarandi textabrot:
Last night the wind was whisperin', I was trying to make out what it was
Last night the wind was whisperin' somethin' - I was trying to make out what it was
I tell myself something's comin'
But it never does
4 Ummæli:
Þriðja markið var flott. Þetta var í anda þess tíma þegar James var í markinu og Phil Babb í vörninni.
Heldur betur, maður getur auk þess aldrei búist við Liverpool sigri á útivelli sem er slæmt. Kannski að þeir geti farið fram á að spila alla leiki sína á Anfield.
Hvað er annars málið með Moggann Biggi?
Rosalegasta Arsenal blað ever, það er heilsíða um Arsenal nánast hverja helgi.
er það ekki bara sanngjörn umfjöllun, allt að gerast? Það verður bara að stækka blaðið fyrir hin liðin.
Man að þegar þinn maður skipti yfir í Chelsea þá var lítil klausa um það í Morgunblaðinu en heilsíða um Walcott.
Eins var heilsíða um einhverja 3 unglinga sem aldrei hafa spilað fyrir aðallið Arsenal.
Rólegir á því svo að nefna alla leikmenn Arsenal og aldur þeirra í blaðinu, það er ekki eins og Manutd, Chelsea og Liverpool séu með svo gömul lið að allir leikmenn þessara liða muni hætta eftir þetta tímabil og að þá muni renna upp einhver endalaus gullöld Arsenal og þó svo væri að leikmennirnir myndu allir hætta að þá gætu þau öll keypt sér 18 nýja heimsklassa leikmenn fyrir næsta ár. En það er gott að það er einhver hópur sem er ánægður með þetta.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim