laugardagur, september 02, 2006

Texti sem ég er of latur til að klára (hugmyndin að sjálfsögðu stolin frá Woody Guthrie)

Ég ætla að segja þér sögu, sú saga verður löng
Hún hefst á ungri stúlku og vá hvað hún var þröng
Hún bauð mér bita af epli, sem engin hafði snert
Það hlýtur að vera það heimskulegasta sem ein kona hefur gert

Ég snæddi með Jesú í hinsta sinn, já ég sat við það borð
Ég stóð sjálfur við krossinn og heyrði hann tjá sín hinstu orð
A).Heyrði Hr.Ískarot reyna að sannfæra sjálfan sig, það var athyglisvert
En líklega eitt það heimskulegasta sem einn maður hefur gert.
B)Sá Hr. Pilatus og Ískarot leika skák, það var athyglisvert
Stuttu eftir eitt það heimskulegasta sem tveir menn hafa gert.

---------------------------------------------------------
(Hér vantar að brúa mannkynssöguna - ekki það að fyrsta erindið sé þaðan.)
---------------------------------------------------------

Ég horfði á Princip taka í gikkinn og Lenin taka völd
Skotgrafahernaðurinn í Evrópu hann leið mér sem heil öld
Ég var í Versölum er skrifað var undir, að Þjóðverjum var hert
Það hlýtur að vera einn heimskulegasti samningur sem þjóðir hafa gert

Ég gekk til Þýskalands og sá – þá - fá ,,haturssóttina”
Horfði á þjóðernisöldu þá sem leiddi af sér ,,Kristalnóttina”
þeir murkuðu lífið úr gyðingum, það skein í hatrið bert
það hlýtur að vera eitt það heimskulegasta sem ein þjóð hefur gert

Ég sá rauðann fána á Reichstag og Hitler taka sinn líftíma
Flaug í flugvél með Thomas Ferebee yfir Hirosima
Stórveldin hótuðu með kjarnorku og skiptu heiminum þverrt
Það hlýtur að vera eitt það heimskulegasta sem tvö ríki hafa gert

Vart var búið að slökkva á ofnunum, varla kólnað í hinu hinsta líki
Er menn settust niður í góðri meiningu og stofnuðu Ísrael ríki
Og plöntuðu því í Palestínu, mörgum fannst það virðingarvert
En líklega það allra heimskulegasta sem í stöðunni þeir gátu gert

Berlínarmúrinn var brotinn niður, Bolsévikar hurfu burt
,,Hvað eigum við að gera við herinn?" vestanhafs var spurt
,,Átök menningarheima” mælti Huntington er eyrun voru sperrt
Það hlýtur að vera ein heimskulegasta bók sem einn maður hefur gert

Ég vil ekki tala um vitleysing sem varði tíma í Washington
Hans heimskulegasta gjörð var þó þegar hann eignaðist sinn fyrsta son
Það var talið nánast ómögulegt, en nafn föður síns hann hefur svert
Og á líklega eftir að gera margt það heimskulegasta sem einn maður getur gert

Það bjó einn maður í Valhöll, var konungur fólksins langa tíð
Hann taldi loks vald sitt komið frá guði og orti um alla lágkúruníð
Hann klúðraði ferli sínum og er dæmi um það ,,hver sem þú ert”
Getur þú gert eitt það heimskulegasta sem nokkur hefur gert.

Ég ætti að fara setja punkt, sögubrot hef ég sagt
Sitthvað fleira mætti eflaust segja og einnig laga margt
En víst mun vitleysan halda áfram og spurning hvort þú sért
Kandídat að gera það heimskulegasta sem nokkur hefur gert.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim