Gagnrýni á bakþanka Sigurjóns Kjartanssonar
Okkar ástkæri Sigurjón Kjartansson sem yfirleitt kemur með skemmtilegt sjónarhorn á hlutina og er og verður dýrkaður áfram af okkur - tvíhöfðakynslóðinni, spennir að mér finnst bogann full hátt í Bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag föstudaginn 1.september og missir marks.
Hann talar þar um þrjár kynslóðir a) kopíeringakynslóðina b) frumlegu kynslóðina og c) Wannabe kynslóðina. Áður en ég gagnrýni þetta lið fyrir lið verð ég að spyrja hvernig dettur honum í hug að alhæfa slíkt yfir þessar þrjár kynslóðir og að gera það með jafn slökum rökum er skammarlegt fyrir manninn sem við þekkjum sem hakkavélina.
Kóperingakynslóðin er að hans mati þessi kynslóð sem upp úr 1970 íslenskaði texta við þekkt erlend lög eins og við öll þekkjum, en þarna risu ekki síður upp mörg af þekktustu böndum rokksögu Íslands og svo auðvitað Herra Frumlegheit Megas sem á kaldhæðin hátt afbakaði fornsögurnar og stakk á kýli hins fordómafulla samfélags með sínum eigin lögum þó að vísu sé lagið ,,Jónas frá Hriflu" skopstæling af Dylan laginu John Wesley Harding og víst fékk hann lánað lag Woody Guthrie við textann ,,Komdu og skoðaðu í kistuna mína" .
Í kjölfarið segir Sigurjón að hafi komið frumlega kynslóðin. Og nefnir þar Bubba og Björk (sem bæði hafa sungið með Megasi). OK, það er ekki hægt að neita því að Björk kom með eitthvað nýtt, sama hvað manni finnst svo um það. En að nefna Bubba sem dæmi um frumlegheit er lágkúra. Maðurinn kemur áratug á eftir Megasi og syngur barnalega pólitísk lög um samfélagið og stelur ekki bara mörgum lögum af Dylan og Guthrie, heldur beinlínis lagi og texta af Leonard Cohen - og ekkert af þessu gerir hann einu sinni sómasamlega.
Það eru öll frumlegheitin!
Auðvitað er það þannig að þegar fólk er ungt og sérstaklega þegar það lendir í kynslóð sem reynir uppreisn að þá heldur það að þeirra kynslóð sé sú svalasta í sögu alheimsins, en maður hefði haldið að á tuttugu árum gerðu menn sér það ljóst að svo er ekki. Pönk kynslóð Bubba Morteins og Sigurjóns Kjartanssonar (og þá kynslóð sem lítill hluti samfélagsins sem var áberandi oftast með neikvæðri ímynd) er auðvitað ,,pre-wannabe" kynslóð sem kom langt á eftir bresku pönk bylgjunni og er í besta falli hallærislega fyndin en í sinni verstu birtingarmynd ömurleg og alls ekki frumleg heldur einmitt eftirhermur - svipað eins og ráðvilltir tölvunördar myndu í dag hópast saman niður á Ingólfstorg, sorglegt. Bubbi og Björk eiga það svo auðvitað sameiginlegt sem hugsanlegir talsmenn þessarar kynslóðar að hafa fundið sig og fært sig um set músíklega.
Það sem Sigurjón kallar svo Wannabe kynslóðina að hluta með réttu er þetta Idol, MTV becoming og Rock Star pakk. Það er sá hluti sem birtist hvað mest í fjölmiðlum, er samt engan veginn einkennandi fyrir þessa kynslóð. Hvað með Sigur Rós og þá 20þúsund einstaklinga sem mættu á tónleikana? Hvað með hiphop/triphopp og raftónlistarmennina sem eru með þeim fremstu í heiminum? Hvað með Trabant, Hermigervil, Jakobínarínu, Maus og svo post-Sigur Rósar hljómsveitirnar sem eru margar hverjar að gera samninga erlendis, er þetta Wannabe lið án frumlegheita? Nei, eins og flestir vita hefur fjölbreytnin og gæðin sjaldan verið meiri í íslensku tónlistarlífi þrátt fyrir útlitsdýrkunarliðið í sjónvarpinu og vonandi verður næsta kynslóð enn betri. Er því ekki betra að segja að idol pakkið sé eins áberandi og pönkið var á neikvæðum nótum í fjölmiðlum á þeim tíma, það var bara lítill hluti sem sniffaði lím, var með egg í hárinu og gekk niður í bæ hrækjandi á hvorn annan eða eru þessir viðskiptagaurar sem nú hafa lagt eignir landsins og nágrannaríkjanna undir sig kannski bara gamlir pönkarar á sýru?
Kannski er Sigurjón Kjartansson bara að verða wannabe Gunnar Smári Egilsson eða kópíeraður Howard Stern?
Nei, Sigurjón verður vonandi áfram hann sjálfur eða þá sín eigin hakkavél og vonandi brálega aftur annað höfuð Tvíhöfða. Vonandi var þessi grein hans aðeins gamalt sýrutripp en ekki eitthvað sem er komið til að vera.
Sigurjón Kjartansson lengi lifi!
Hann talar þar um þrjár kynslóðir a) kopíeringakynslóðina b) frumlegu kynslóðina og c) Wannabe kynslóðina. Áður en ég gagnrýni þetta lið fyrir lið verð ég að spyrja hvernig dettur honum í hug að alhæfa slíkt yfir þessar þrjár kynslóðir og að gera það með jafn slökum rökum er skammarlegt fyrir manninn sem við þekkjum sem hakkavélina.
Kóperingakynslóðin er að hans mati þessi kynslóð sem upp úr 1970 íslenskaði texta við þekkt erlend lög eins og við öll þekkjum, en þarna risu ekki síður upp mörg af þekktustu böndum rokksögu Íslands og svo auðvitað Herra Frumlegheit Megas sem á kaldhæðin hátt afbakaði fornsögurnar og stakk á kýli hins fordómafulla samfélags með sínum eigin lögum þó að vísu sé lagið ,,Jónas frá Hriflu" skopstæling af Dylan laginu John Wesley Harding og víst fékk hann lánað lag Woody Guthrie við textann ,,Komdu og skoðaðu í kistuna mína" .
Í kjölfarið segir Sigurjón að hafi komið frumlega kynslóðin. Og nefnir þar Bubba og Björk (sem bæði hafa sungið með Megasi). OK, það er ekki hægt að neita því að Björk kom með eitthvað nýtt, sama hvað manni finnst svo um það. En að nefna Bubba sem dæmi um frumlegheit er lágkúra. Maðurinn kemur áratug á eftir Megasi og syngur barnalega pólitísk lög um samfélagið og stelur ekki bara mörgum lögum af Dylan og Guthrie, heldur beinlínis lagi og texta af Leonard Cohen - og ekkert af þessu gerir hann einu sinni sómasamlega.
Það eru öll frumlegheitin!
Auðvitað er það þannig að þegar fólk er ungt og sérstaklega þegar það lendir í kynslóð sem reynir uppreisn að þá heldur það að þeirra kynslóð sé sú svalasta í sögu alheimsins, en maður hefði haldið að á tuttugu árum gerðu menn sér það ljóst að svo er ekki. Pönk kynslóð Bubba Morteins og Sigurjóns Kjartanssonar (og þá kynslóð sem lítill hluti samfélagsins sem var áberandi oftast með neikvæðri ímynd) er auðvitað ,,pre-wannabe" kynslóð sem kom langt á eftir bresku pönk bylgjunni og er í besta falli hallærislega fyndin en í sinni verstu birtingarmynd ömurleg og alls ekki frumleg heldur einmitt eftirhermur - svipað eins og ráðvilltir tölvunördar myndu í dag hópast saman niður á Ingólfstorg, sorglegt. Bubbi og Björk eiga það svo auðvitað sameiginlegt sem hugsanlegir talsmenn þessarar kynslóðar að hafa fundið sig og fært sig um set músíklega.
Það sem Sigurjón kallar svo Wannabe kynslóðina að hluta með réttu er þetta Idol, MTV becoming og Rock Star pakk. Það er sá hluti sem birtist hvað mest í fjölmiðlum, er samt engan veginn einkennandi fyrir þessa kynslóð. Hvað með Sigur Rós og þá 20þúsund einstaklinga sem mættu á tónleikana? Hvað með hiphop/triphopp og raftónlistarmennina sem eru með þeim fremstu í heiminum? Hvað með Trabant, Hermigervil, Jakobínarínu, Maus og svo post-Sigur Rósar hljómsveitirnar sem eru margar hverjar að gera samninga erlendis, er þetta Wannabe lið án frumlegheita? Nei, eins og flestir vita hefur fjölbreytnin og gæðin sjaldan verið meiri í íslensku tónlistarlífi þrátt fyrir útlitsdýrkunarliðið í sjónvarpinu og vonandi verður næsta kynslóð enn betri. Er því ekki betra að segja að idol pakkið sé eins áberandi og pönkið var á neikvæðum nótum í fjölmiðlum á þeim tíma, það var bara lítill hluti sem sniffaði lím, var með egg í hárinu og gekk niður í bæ hrækjandi á hvorn annan eða eru þessir viðskiptagaurar sem nú hafa lagt eignir landsins og nágrannaríkjanna undir sig kannski bara gamlir pönkarar á sýru?
Kannski er Sigurjón Kjartansson bara að verða wannabe Gunnar Smári Egilsson eða kópíeraður Howard Stern?
Nei, Sigurjón verður vonandi áfram hann sjálfur eða þá sín eigin hakkavél og vonandi brálega aftur annað höfuð Tvíhöfða. Vonandi var þessi grein hans aðeins gamalt sýrutripp en ekki eitthvað sem er komið til að vera.
Sigurjón Kjartansson lengi lifi!
3 Ummæli:
sammála þér þarna minn (ást)kæri..
Ég er fullkomlega sammála Sigurjónir Kjartansyni og algjörlegá ósammála þér :)
vantar eitt s í Kjartansson og skil ekkert hvaðan þetta á kom.
En annars held ég að Megas sé fyrsti íslenski pönkarinn, þ.e.a.s. ef maður pælir í fyrir hvað pönkið stendur. Það er andstaða við normið. Síðan kom lið sem pönkaðist eitthvað meira á 9. áratugnum og margt gott um það að segja. Nokkurs konar undanfarar síðpönkaranna (sigurrósar og félaga). Munurinn er bara sá að síðastnefnda kynslóðin er svona ástar og friðarkynslóð sem er nokkurn veginn pönk hugsjón samtímans. Á tímum áreitis í formi kláms, ofbeldis og hraða er andstaðan annað hvort í formi tilfingatjáningar eða hallæriskúls til þess að reyna að ná áttum í absúrd heimi.
Tár, bros og takkaskór.
Kveðja, Keðja
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim