föstudagur, september 15, 2006

Ólukkans ólund




Keðjufíflið hefur enn og aftur komið sér í klandur og í þetta skiptið sem mörg önnur er það korteri of seint, með skítinn upp á bak og lyktina eftir því.
Nýjasta uppátæki Fíflsins er að gerast brotlegt á þeim reglum sem fyrir það var lagt á ljóðasíðu þeirri sem játar ást sína á Breiðholti.
Samkvæmt reglum ljóðelítunnar mun því fíflið bera nafnbótina Ólukkans Ólund héðan í frá og er það von okkar að þú lesandi góður takir þátt í slíku svo að nafnbótinn festist við hann líkt og Sir við Alex Fergusson eða Meistarinn við Daða Guðmundsson. Fyrsta skrefið er að láta í ljós óánægju þína á bloggsíðu Ólundarinnar með óframlagið, svo að Ólukkans Ólundin geri sér grein fyrir því hvers konar rassmalagestur hún sé og skeini skítinn af bakinu á sér áður en hún lætur sjá sig aftur úti á meðal almennings. Það er skömm af þessu Ólundin þín!



0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim