fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Frúin í Hamborg

Þar sem menn voru ekki á eitt sáttir með Liverpool pistil minn væri fróðlegt að sjá hvað þeir myndu gera ef að þeir væru Rafa Benitez og fengu 40 milljónir til að eyða í sumar. Mönnum er svo sem frjálst að skipta mönnum út, en þeir uppljóstra auðvitað fávisku sinni á knattspyrnu ef að þeir ætla að skipta á Crouch og Ronaldhino eða að selja Pennant til Real fyrir 35 milljónir punda - sem sagt reynum að halda skynseminni.

Sjálfur myndi ég vilja sjá (með varakost inn í sviga, því að það er ekki hægt að nálgast alla):

Sala:
Crouch 10 milljónir
Pennant 5 milljónir
Riise 5 milljónir
Gonzales 3 milljónir
Aurelio 3 milljónir
Bellamy 8 milljónir
Palletta 3 milljónir
Pongolle 3 milljónir
Sissoko 5

Sala: 45 milljónir + 40 milljónir = 85 milljónir

Fowler og Zenden - free transfer

Kaup:
Eiður Smári 8 milljónir
Duff 8 milljónir (ef ekki Duff þá Robben á 10 milljónir)
Toure 12 milljónir
Clichy 8 milljónir (ef ekki Clichy þá W.Bridge 6 milljónir)
Barton 10 milljónir
Heinze 8 milljónir (ef ekki Heinze þá Glen Johnson 7 milljónir)
A. Lennon 15 milljónir
R.V. Nistelrooy 10 milljónir
P.Neville 6 milljónir (sem ruslakall sem skilar ávallt sínu, hvort sem er í V eða H bakverði - reyndar mjög ólíklegt að hann myndi samþykkja það.)

Samtals 85 milljónir og allt menn sem hafa sannað sig í ensku deildinni.

Hvað segið þið?

Efnisorð: ,

11 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég veit það ekki; en eitt en um hamingjuna. Hún tengist fótbolta ekk nema á óbeinan hátt. Menn handleika ekki hamingjuna inn á fótboltavellinum, eins og margir virðast halda.

Er það ekki miklu freka þannig, að inn á fótboltavellinum komast menn í tímabundna sátt við eilíflega glataða leit sína að hamingjunni?
Svona virkar nú bara mannskepnan.

Fótbolti er ópíum fólksins.

AFO

09 febrúar, 2007 11:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

...erum við ekki yfirleitt að komast í tímabundna sátt við eilífa gltaða leit okkar að hamingjunni þar til við höldum í aðra átt eða lengra? Það er kannski einmitt ástæðan fyrir samkeppniseðli ,,mannskepnunnar".

Svo er best að ganga skrefinu lengra og segja Sjónvarpið er ópíum fólksins.

Kv.Bjarni Þór

PS. Ég fæ kannski leyfi til að birta hér pistil þinn um hamingjuna?

09 febrúar, 2007 16:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta Liverpool dæmi er mjög raunhæft fyrir utan það að Phil Neville færi ekki á minna en 12 milljónir punda.

09 febrúar, 2007 19:26  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig stendur á því að þú virðist hafa miklu meiri áhuga á Liverpool heldur en þínu eigin liði?

09 febrúar, 2007 19:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ber einfaldlega hag vina og fjölskyldumeðlima fyrir brjósti.

Kv.Bjarni Þór

09 febrúar, 2007 21:43  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Eini maðurinn sem okkur vantar í John Barnes, ég mundi kaupa hann og koma honum í form.
kv bf

10 febrúar, 2007 08:09  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já vítislogar sjónvarpsins.
Nú eru það ekki við sem horfum á sjónvarpið, heldur er það sjálft sjónvarpið sem horfir á okkur.
Engu að síður eru menn með skitusting um allan bæ af áhyggjum, ef við stöndum ekki vörð um frelsið, að við gætum einn góðan veðurdag endað í römmu eftirlitsþjóðfélagi, alsæi yfirvalda...Big Brother ástand. Það væri hræðilegt, en það sem okkur finnst í raun enn hræðilegra er, að ef enginn myndi fylgjast með okkur. Þess vegna kveikjum við á sjónvarpinu og jafnvel þó að við séum ekki að fara að horfa á það, er það engu að síður það fyrsta sem við gerum þegar við komum heim til okkar. Við, fífl af báðum kynjum, höfum ekkert við að vera inn í sjálfum okkur, ein með sjálfum okkur; við viljum heyra þessar raddir, sjá þessi viðkunnalegu andlit sjónvarpsskjásins, heyra dósahláturinn, og finna fyrir brámánunum bláu sem brenna okkur upp sér til dýrðar.
Við viljum vera undir ströngu eftirliti. Við viljum að stóri bróðir fylgist með. Við erum ekki frjáls og viljum ekki vera frjáls.
við erum veikburða manngerðir sem ofurseldar eru síbylju formúlum menningariðnaðarins. Já örlög einstaklingsins eru þau sömu og örlög kaupmannsbúðarinnar á horninu sem stöðugt lætur undan efahagslega þróuðum stórmörkuðum. "The Individual in modern society is the psychological cornershop".
Já, Við horfum ekki á sjónvarpið, við viljum að það horfi á okkur. Við viljum afþreyingu sem í raun er ekkert annað en framlenging vinnunnar í nútímasamfélaginu. Við viljum Njóta, njóta, njóta...en ég segi hva er platan rispuð?

Hey, þið vitið hvað er skýrasta birtingarmynd svika okkar við sjálf okkur: HAMINGJAN.

AFO

10 febrúar, 2007 12:42  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni ég verð dapur á því að hugsa um hvaða leikmenn Liverpool ættu að kaupa en ég efa að einhver af þessum mönnum vildi fara þangað, nema kannski G. Johnson og hálfvitinn hann Barton. En ef Lpool ætla að halda áfram á sömu braut þá er Aliadiere fyrsti kostur. Tvíeykið Pennant og Aliadiere, verður svipað og Beckham og Yorke/Cole. Hins vegar hugsa ég með hryllingi til þess ef Man Utd kaupa Klose.

10 febrúar, 2007 22:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað er afbrigðilegra en vel skipulagður íþróttakappleikur?

AFO

11 febrúar, 2007 01:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

...en ég, ég bara fokking nenn´essu ekki.

11 febrúar, 2007 01:16  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

AFO:Þú mátt í það minnsta prísa þig sælan með að halda ekki Liverpool - hversu neikvæður værir þú þá.
Þetta er auðvitað skammarleg hegðun en hvað get ég svo sem sagt sem þátttakandi í leiknum?
Manneskjan er full af sjálfseyðingarhvöt og vill greinilega láta múlbinda sig og hefur bæði gægjuþörf og þörf til að láta fylgjast með sér eins og þú segir. Öll þessi ofurþörf fyrir frelsi hefur gert okkur að meiri þrælum en við höfum nokkurn tímann þekkt - frjáls vilji... við höfum rætt þetta.

Biggi: Ég held að Eiður og Heinze myndu íhuga það miðað við núverandi stöðu sína, sérstaklega ef að Liverpool væri búið að styrkja sig með einhverjum toppmönnum, en ég er nokkuð vissum að Barton,Robben, W.Bridge, Johnson, Duff og Lennon væru alveg til í þessi skipti. R.V. Nistelrooy er síðasta risaeðlan í Madrid og er væntanlega farinn að spyrja sig spurninga á meðan að Toure og Clichy væru ólíklegri - en við þekkjum NBA... svarti maðurinn vill stundum bara pening:)

11 febrúar, 2007 03:02  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim