fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Hrós

Ég verð víst að vera jákvæður líka annað slagið og þakka ég Hagnaðinum fyrir ábendinguna (jafnvel þó að hún hafi ekki verið sérstaklega til mín). Í dag fær fyrirtækið Icetronica hrós fyrir góða þjónustu. Þannig var að fyrir rúmu ári síðan keyptum við Arna myndavél í fríhöfninni af gerðinni Sanyo fyrir einhverjar 16.000 kr. - eins og upphæðin gefur til kynna var þetta svosem engin fancy vél. Nú í ferð nr.2 á þessu ári gaf myndavélin sig og var ekki hægt að laga hana þegar heim var komið. Fyrirtækið, sem áður var getið, splæsti því í nýja vél þar sem sambærileg vél á við okkar var ekki til. Niðurstaðan varð 35.000 króna pæjuleg vél úr Sony Center.
Þetta kallar maður þjónustu!

Efnisorð:

11 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já í dag fær fólk sko góða þjónustu; ekkert nema þjónustu, það er matað. Og svo er bara tekin mynd af öllu saman. Nú, í dag, segjum við þegar við erum heilluð af fögru landslagi: "þetta er eins og málverk"; og við segjum þegar við horfum á sólsetrið, þar sem við keyrum eftir Sæbrautinni: "þetta er bara eins og póstkort, sérðu litinn á himninum"? Það virðast hafa orðið endaskipti á raunveruleikanum og póstkortinu! Ég get ekki sætt mig við að vera persóna á korti sem heldur utan um unnustu sína og horfir á sólsetrið. Og sem selt er i Laugardagslaug. Nú gerum við ekki kort af raunveruleikanum. Við búum til raunveruleiknann eftir kortinu. Að taka mynd...hvað er það? Að taka mynd, fanga augnablikið...af hverju þetta tiltekna augnablik fremur en hitt sem var að líða. Allt í einu er tekin upp myndavél, það á að taka mynd, fanga augnablikið - og einungis ákveðin augnablik. Hvað er það? Hvað með allar myndirnar sem ekki hafa verið teknar, öll þau augnablik sem ekki hafa verið fönguð? Hljóta þessar útilokuðu myndir og augnablik einhvern tímann endurlausn - frægan sigur? Þeta er gríðarlega mikilvæg spurning. Ljósmyndirnar eru teknar af sigurvegurunum. Til hamingju með myndavélina.

AFO

15 febrúar, 2007 19:41  
Blogger Linda sagði...

Fegin er ég að fleiri hafa tekið upp hrós þemað;)

En þar sem AFO virðist vera í kommentaham þá læt ég þetta ekki verða lengra í bili!

15 febrúar, 2007 23:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þarna endurspeglast hvað þið eruð eruð ekki einungis skemmtilegir einstaklingar heldur skemmtilegt par. Andri í bölsýniskasti yfir einhverju myndavélum sem ég tel ástæðulaust að æsa sig yfir á meðan væntanleg barnsmóðir og skippulagsunnandi er nýlega búin að lýsa árinu 2006 í myndum:)
En Andri, hugsaðu þér allar ljósmyndirnar og filmurnar af mönnum eins og Lenin, Mao, Bob Dylan og Megasi til að nefna nokkra. Hugsaðu þér ef að enginn hefði fangað þau augnablik.
Vissulega er bjánalegt að heyra fólk tala um að ,,himinninn sé eins og á póstkorti" en það er líka gaman að eiga myndir af stórkostlegum viðburðum í sögunni og þessum litlu og stórum sigrum í lífi manns, að geta sýnt börnunum sínum myndir af þeim frá því að þau voru nýfædd eða barnabörnunum myndir af tímanum áður en afi þeirra varð afmyndaður af spiki:)
Ó, er þessi veröld ekki fögur og ljót í senn - hvort sem um hana er ort, fjallað á heimspekilegan hátt eða hún fest á filmu/digital?
Kv.Bjarni

15 febrúar, 2007 23:45  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er svo ánægð með gripinn og ætla mér að fanga flest öll augnablik í lífi okkar bjarna héðan í frá.. eða svona næstum öll.. hohoho..

16 febrúar, 2007 00:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú klukkan rúmlega 01:00 fékk ég einmitt símtal frá stúlku einni sem var byrjuð að fikta í myndavélinni þar sem hún hafði hlaðið sig. Kannski að hún festi það á videoklippu þegar Andri les upp pistilinn sinn hér að ofan... það yrði fallegur gjörningur:)
Viltu hafa það í lit eða svarthvítu Andri?
Kv.Bjarni

16 febrúar, 2007 01:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bjarni, cameran í símanum mínum er traustari en þessi fakkings Sanyo vél. Sony-inn bilar aftur á móti ekki.

16 febrúar, 2007 03:35  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Enda var það annað hvort að kaupa cheap drasl vél fyrir afmæli/fermingar/saumaklúbba eða að kaupa alvöru myndavél upp á 100.000kr+. Hefði sjálfur aldrei keypt ,,afmæli/fermingar/sauma-klúbba" vél fyrir 35.000.
En nú á ég eina slíka og er gríðarlega sáttur.
Kv.Bjarni

PS. Mér fannst ég heyra ,,Cheat, cheat, cheat" einhvers stðar í fjarska, þar sem ég var á göngu meðfram Ægissíðunni á meðan leikur Arsenal og Bolton var í gangi:)

16 febrúar, 2007 04:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei, nei engin bölsýni hjá mér. Allavega ekki í garð myndatökunnar sem slíkrar. Auðvitað er gaman að eiga myndir af Lenin, Mao, Megas, Bob Dylan o.s.frv. en það skiptir þó í raun engu máli. Textar þeirra gera það hins vegar. Og auðvitað er gaman að taka mynd af glæstum sigrum og ótrúlegum augnablikum. Ég verð með myndavél á fæðingardeildinni. En það sem ég vildi koma á framfæri er mikilvægi þess að sýna öllum þeim óteknu myndum, sem ef til vill aldrei öðlast endurlausn, virðingu.
Linda dregur saman árið í máli og myndum vissulega. Það sem heillar mig hér er að þegar við skrifum og tökum myndir þá erum við einmitt alltaf að "draga saman", að "draga saman" árið í bókstaflegri merkingu - við smættum það niður í valdar myndir og valin skrif. Við rit-og myndstýrum hvað skal skrifað, hvaða augnablik skal fangað, og síðast en ekki síst hverju skal sleppt. Við drögum saman. Við verðum að hafa það hugfast. Svo er það annað mál með þessar stafrænu vélar þar sem hægt er að skoða hverja mynd og stroka út ef hún er ekki nógu góð til þess að taka nýja! Þetta er brjálæði. Við erum á leið til glötunnar.

AFO

16 febrúar, 2007 10:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sammála.
Sástu annars myndina af Megasi í Mogganum?
Í góðum félagslegum gír!

16 febrúar, 2007 17:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Haha... var því ekki bara beint til þín þar sem þú varst á göngu en ekki hlaupum?

17 febrúar, 2007 00:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahahahahaha!
Jú ætli það sé ekki málið.

Kv.Bjarni

17 febrúar, 2007 14:49  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim