þriðjudagur, mars 13, 2007

Enduruppgötvun

Enduruppgötvanir eru ávallt skemmtilegar. Undanfarna daga hef ég legið samhliða ritgerðar- og verkefnasmíðum yfir hinum ,,vel geymda"Dylan demanti New Morning. Diskurinn er algjör popp-ballöðu-kántrý sprengja. Ástæða þessarar enduruppgötvunar er kannski bjánleg, heyrði hið fallega lag ,,Sign on the window" í cover útgáfu útundan mér í einhverjum bandarískum sykurþætti og var þá hreinlega búinn að gleyma því að Dylan hefði samið það.
En allavegana, verðið ykkur út um þessa plötu þið ykkar sem eruð nógu þroskuð fyrir Dylan.

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er ekki nógu þroskaður fyrir Dylan.

14 mars, 2007 14:06  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég sé það, þú ert meira fyrir Gutta vísur:)

14 mars, 2007 18:31  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er nógu þroskaður fyrir Bob Dylan.

14 mars, 2007 19:48  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég líka. búin að hlusta á hann í allan dag í bílnum :)
en er reyndar komin með smá hita aftur núna.. skyldi dylli eiga sök á því? kannski frekar kringluráp?

17 mars, 2007 17:43  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim