Hversdaglegt blogg
Ég tók léttan Viðar í ræktinni í dag. Var orðinn of seinn horfa á Chelsea vs Tottenham svo að ég dreif mig að klæða mig og læsa skápnum. Þegar æfingin var búin hafði ég hins vegar læst röngum skáp - sem var blessunarlega tómur. Mínar eignir voru sömuleiðis á sínum stað.
Eftir það heyrði ég svo í Viðari sjálfum sem benti mér á bókamarkaðinn í Perlunni - ég fór og fjárfesti þar í fjórum hnausþykkum (nei, Daði ekki jarðaberjasjeikum) bókum. ,,Að elska er að lifa" viðræðubók við Gunnar Dal, ,,Í eldlínu kaldastríðsins" eftir Val Ingimundarson, ,,Ástarspekt" eftir Stefán Snævarr og ,, Í hlutverki leiðtogans" eftir Ásdísi Höllu Braqgadóttur - fyrir þær allar borgaði ég skitnar 4166kr. Væri ég ekki námsmaður hefði ég sennilega gengið út með einhverjar 30 bækur, nokkuð margar sagnfræðibækur og ævisögur sem ég myndi glaður kaupa ef ég ætti pening.
Eftir það heyrði ég svo í Viðari sjálfum sem benti mér á bókamarkaðinn í Perlunni - ég fór og fjárfesti þar í fjórum hnausþykkum (nei, Daði ekki jarðaberjasjeikum) bókum. ,,Að elska er að lifa" viðræðubók við Gunnar Dal, ,,Í eldlínu kaldastríðsins" eftir Val Ingimundarson, ,,Ástarspekt" eftir Stefán Snævarr og ,, Í hlutverki leiðtogans" eftir Ásdísi Höllu Braqgadóttur - fyrir þær allar borgaði ég skitnar 4166kr. Væri ég ekki námsmaður hefði ég sennilega gengið út með einhverjar 30 bækur, nokkuð margar sagnfræðibækur og ævisögur sem ég myndi glaður kaupa ef ég ætti pening.
Efnisorð: Daglegt líf
1 Ummæli:
Peningunum hefði verið betur varið í jarðaberjasjeik. Ímyndaðu þér magnið sem þú hefðir fengið fyrir 4166 kr.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim