Heimspeki hvirfilbylur á leið til landsins
Það er nánast skylda mín sem vinur, (þó að flestum sé það löngu ljóst) að upplýsa hér að Zizek er á leið til landsins og mun halda tvo fyrirlestra (svo vitað sé til). Fara þeir báðir fram 30.mars næstkomandi (sem er afar viðeigandi ef að menn gúgla 30.mars 1949 á Íslandi - en þá áttu sér stað einhver heimskulegustu átök í sögu bananalýðveldisins). Sá fyrri kl.11 en líklega fáir sem munu leggja leið sína alla leið upp á Bifröst (ég reyndi ítrekað að hringja þangað en engin gat gefið mér upplýsingar um það hvort að fyrirlesturinn væri opinn eða lokaður) en yfirskriftin er ,,Tolerance as Ideology". Seinni fundurinn verður kl.16:30 upp í Öskju en er ekki eins heillandi að mínu mati ,,Can art still be Subversive" (enda fluttur inn af Listaháskólanum).
Læt hér fylgja með tvo fyrirlestra (flest ykkar kunnið á youtube, þeir eru í nokkrum hlutum þessir fyrirlestrar og framhaldið á þeim má finna í ,,related" hægra megin niðri.)
1. Slavoj Zizek: The Other Between Us [1/6]
2. Slavoj Zizek: Why Only an Atheist Can Believe [1/12]
Er ekki viðeigandi að segja ,,NJÓTIÐ"?
Læt hér fylgja með tvo fyrirlestra (flest ykkar kunnið á youtube, þeir eru í nokkrum hlutum þessir fyrirlestrar og framhaldið á þeim má finna í ,,related" hægra megin niðri.)
1. Slavoj Zizek: The Other Between Us [1/6]
2. Slavoj Zizek: Why Only an Atheist Can Believe [1/12]
Er ekki viðeigandi að segja ,,NJÓTIÐ"?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim