Heimsendakristniboð Vestanhafs
Var að horfa á alveg einstaklega skemmtilega en mjög ógnvekjandi heimildarmynd um ,,Heimsendaspádóma" öflugra trúarhópa í Bandaríkjunum, sem trúa því af hjartans einlægni að heimsendir sé í nánd.
Myndin má sjá hér og heitir The Doomsday code.
Hluti þessa hóps heldur úti síðu með svokallaðri dómsdagsvístölu, þ.e. hversu miklar líkur eru á því að heimsendir sé í nánd (þar má líka finna marg fáránlegt eins og tímatöflu sem á að leiða að þessum spádómi og ótrúlega miðaldarlegan þankagang í FAQ - NB! þetta er risastór hópur sem hefur gríðarlegt pólitískt vald).
Þessir ,,öðlingar" hafa einnig gefið út einskonar leiðarvísir þar sem hinum trúlausu er kennt hvernig skuli lifa þegar að æðri máttarvöld hafa tekið hina trúuðu til himna og ,,allt annað" fer til fjandans.
Ég hef áður skrifað um um myndina Power of nightmares sem kemur inn á þetta frá öðru sjónarhorni og hef þetta því ekki lengra í bili. Þeir sem hafa áhuga á því að lesa gömlu greinina þá var hún skrifuð 11.sept 2006 - þið eruð nógu sæmilega greind til að fikra ykkur þangað (ef áhugi er fyrir hendi).
Annars bið ég áhugamenn um stjórnmál og trúarbrögð um að kíkja á myndina og sjá hvaða áhrif trúarhóparnir vestanhafs hafa.
Myndin má sjá hér og heitir The Doomsday code.
Hluti þessa hóps heldur úti síðu með svokallaðri dómsdagsvístölu, þ.e. hversu miklar líkur eru á því að heimsendir sé í nánd (þar má líka finna marg fáránlegt eins og tímatöflu sem á að leiða að þessum spádómi og ótrúlega miðaldarlegan þankagang í FAQ - NB! þetta er risastór hópur sem hefur gríðarlegt pólitískt vald).
Þessir ,,öðlingar" hafa einnig gefið út einskonar leiðarvísir þar sem hinum trúlausu er kennt hvernig skuli lifa þegar að æðri máttarvöld hafa tekið hina trúuðu til himna og ,,allt annað" fer til fjandans.
Ég hef áður skrifað um um myndina Power of nightmares sem kemur inn á þetta frá öðru sjónarhorni og hef þetta því ekki lengra í bili. Þeir sem hafa áhuga á því að lesa gömlu greinina þá var hún skrifuð 11.sept 2006 - þið eruð nógu sæmilega greind til að fikra ykkur þangað (ef áhugi er fyrir hendi).
Annars bið ég áhugamenn um stjórnmál og trúarbrögð um að kíkja á myndina og sjá hvaða áhrif trúarhóparnir vestanhafs hafa.
Efnisorð: Heimska, Trúarbrögð, Trúleysi
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim