miðvikudagur, maí 02, 2007

Rís upp slátturmaður

orfin slá á ný í orlofi

þey þey, heyr,
mér fannst ég sjá í jakob
rétt handan við næsta hól,
með hreindýrshornin

gullhúðaður með lárviðarsveig
nakinn rís af vetrardvala
morgundöggin leikur
um lækinn, líkamann

ó endurfundir!

sebrahestarnir munu
stökkva eftir sléttunum

og fuglar eins og ég
fljúga inn á varpland þitt, jakob

sannlega nú verður
í hnjám dofi, sog,
og flog í klofi

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim