fimmtudagur, júní 14, 2007

Af hverju er Einar Kr. Guðfinnson í Sjálfstæðisflokknum en ekki Framsókn?

Gott að þessu sumarþingi er lokið. Það er ekki hægt að segja að ríkisstjórnin mín hafi farið vel af stað. Fyrst komu þessar fáránlegu fregnir um að Ísland myndi nýta undanþáguheimildir sínar gagnvart Rúmeníu og Búlgaríu og svo lítur út fyrir að Einar Kr. Guðfinnsson sé að stimpla sig inn sem sá ráðherra sem mun fara mest í skapið á mér. Björn Bjarnason er auðvitað pirrandi, en nánast valdlaus og verður væntanlega settur af eftir tvö ár. En hvað er málið með Einar?
Er manninum virkilega alvara með það að halda áfram að veiða hvali ,,til þess síðan að urða þá á ruslahaugum einhvers staðar á Vesturlandi" eins og Egill Helgason orðar það. Það er svo mikil þjóðrembu Framsóknarlykt af þessu að það nær ekki nokkurri átt. Síðan berast þær fréttir að neytendur fái loksins að njóta matvæla frá Evrópu árið 2010 og þá gubbar þessi þjóðernispungur því upp úr sér að það sé ekki séns að leyfður verði frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum - af hverju ekki að skipta yfir í sitt rétta lið? Haftalið Framsóknarflokksins. Hvaða erindi á þessi maður í svo frjálslyndan flokk?

Það verður gaman að sjá hvort Deiglupennar, Friðbjörn Orri og aðrir frjálshyggjumenn verða samkvæmir sjálfum sér?
Hannes Hólmsteinn vill deila með Þingvallastjórninni úr sínum viskubrunni í nýjustu færslu sinni (12.júní) en nefnir þar ekki einu orði frelsi varðandi landbúnað, né að hætta eigi öllum greiðslum eða takmarka til bænda - enda íhaldsmaður þegar kemur að íslenskum landbúnaði.
Hvaða ætla annars frjálshyggjumenn að draga lengi framboð sitt til Alþingis?

Eitthvað seiðandi að lokum: Kynþokkafyllsta lag í heimi? Það held ég nú!!! Ég og Einar Kr. báðir löðrandi sveittir og nuddolíuangan í loftinu.... oooohhhh!!!

Efnisorð:

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

þú bloggar orðið bara um íþróttir og pólitík.
hvað um lífið og hvernig þér líður í hjartanu? tilfinningar bjarni.. tilfinningar! ;)

14 júní, 2007 21:03  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já eða ,,í nótt fór ég í vinnuna, þaðan í ræktina og heim að sofa. Vaknaði upp og fór í ræktina og mætti svo aftur á vakt - svona er dagurinn minn búinn að vera":)
Ég ætla hins vegar að reyna að bæta fjölbreytileikann og seta hér inn ljóð og ýmislegt annað.
Ástarkveðja Bjarni.

15 júní, 2007 00:17  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim