Enn eitt Liverpool bloggið
Menn á Liverpool blogginu virðast vera að fara á taugum.
Eftir tímabilið sagði Rafa að félagið yrði að ganga frá sínum kaupum snemma, til að sitja ekki uppi með annan og þriðja valkost eins og síðustu ár. Nú hefur ekkert gerst og áreiðanlegustu heimildarmennirnir eru á því að Rafa hafi ekki ennþá fengið samþykki fyrir stórkaupum.
(Ég verð reyndar að endurtaka það sem ég hef sagt að ef að Liverpool fær Malouda á 10 milljónir þá verða það ein bestu kaup ársins.)
Hins vegar herma sögur nú að Eto´o sé nánast útúr myndinni og að Liverpool sé að skoða engann annan en... Meistara Diego Forlan og að hann muni kosta um 16 milljónir. Ég lofa því hér með, sama þó að hann hafi verið markakóngur Evrópu fyrir tveimur árum og sett 17 mörk í ár að þá mun hann skíta á sig hjá Liverpool. Liverpool er einfaldlega lið sem þarf mann sem getur hlaupið, sólað og gert hlutina sjálfur - Forlan er ekki hraður og getur ekki sólað.
Þeir ætla að losa sig við Bellamy og Newcastle vill fá hann, af hverju ekki að bæta nokkrum milljónum og fá Martins eða skipta á sléttu fyrir Owen? Alveg held ég líka að Anelka myndi gera það gott hjá Liverpool.
Annars held ég að þolinmæði Rafa sé að bresta og hún mun bresta gagnkvæmt ef að liðið byrjar eins illa og í fyrra - þá eru það önnur 2-4 ár sem fara í einhverskonar uppbyggingu. Ég er reyndar hættur að skilja Rafa, ef að ég þá skyldi hann einhvern tímann. Það virtist eitthvað svo fullkomið að losa sig við Sissoko og/eða Alonso fyrir sitthvorar 10-15 milljónir punda eins líklegt þótti og nota Mascherano og Gerrard á miðjunni, en styrkja svo aftur framlínuna og vængstöðurnar - en nú verða þeir allir áfram og Gerrard endar líklega úti á kantinum.
Þá höfum við miðjuna Malouda - Mascherano - Alonso - Gerrard og þá skorar Liverpool ekki fleiri mörk en á nýafstöðnu tímabili. Mascherano er afturliggjandi og Alonso er alltof afturliggjandi líka. Malouda hefur mér fundist virka best sem hjálparmaður við miðjuna (svolítið eins og Beckham spilaði fyrir Manutd þó að hann sé sókndjarfari) og Gerrard er alveg eins ef að hann er úti á kanti. Vissulega geta Liverpool menn þá vel í glasi varpað fram þeirri hæpnu fullyrðingu að þeir hafi sterkustu miðju í Evrópu, en staðreyndin verður einnig sú að hún verður sú varnarsinnaðasta. Ég vil sjá Mascherano og sókndjarfann Gerrard á miðjunni, Malouda og (Manutd target-ið) Quaresma á köntunum - Tevez og Martins/Anelka frammi (selja Sissoko, Bellamy, Kewell, Gonzales, Crouch, Pennant, Aurelio og jafnvel Alonso... og þó)
Annað sem mér þykir alveg ískalt hjá Rafa og ég myndi ekki taka áhættu á er að halda Hyypia og ætla sér ekki að fá annan miðvörð. Það gæti reynst dýrt spaug ef að Agger eða Carra meiðast að treysta á gamla manninn þó að hann hafi dugað fyrir nokkrum árum.
Hvað sem gerist þá vonum við auðvitað að Liverpool fari í það minnsta að spila skemmtilega knattspyrnu, en ástandið er ekki burðugt í augnablikinu - en kannski að þessar vangaveltur verði orðnar úreltar þegar ég vakna um miðjan dag.
Er lífið ekki yndislegt?
Eftir tímabilið sagði Rafa að félagið yrði að ganga frá sínum kaupum snemma, til að sitja ekki uppi með annan og þriðja valkost eins og síðustu ár. Nú hefur ekkert gerst og áreiðanlegustu heimildarmennirnir eru á því að Rafa hafi ekki ennþá fengið samþykki fyrir stórkaupum.
(Ég verð reyndar að endurtaka það sem ég hef sagt að ef að Liverpool fær Malouda á 10 milljónir þá verða það ein bestu kaup ársins.)
Hins vegar herma sögur nú að Eto´o sé nánast útúr myndinni og að Liverpool sé að skoða engann annan en... Meistara Diego Forlan og að hann muni kosta um 16 milljónir. Ég lofa því hér með, sama þó að hann hafi verið markakóngur Evrópu fyrir tveimur árum og sett 17 mörk í ár að þá mun hann skíta á sig hjá Liverpool. Liverpool er einfaldlega lið sem þarf mann sem getur hlaupið, sólað og gert hlutina sjálfur - Forlan er ekki hraður og getur ekki sólað.
Þeir ætla að losa sig við Bellamy og Newcastle vill fá hann, af hverju ekki að bæta nokkrum milljónum og fá Martins eða skipta á sléttu fyrir Owen? Alveg held ég líka að Anelka myndi gera það gott hjá Liverpool.
Annars held ég að þolinmæði Rafa sé að bresta og hún mun bresta gagnkvæmt ef að liðið byrjar eins illa og í fyrra - þá eru það önnur 2-4 ár sem fara í einhverskonar uppbyggingu. Ég er reyndar hættur að skilja Rafa, ef að ég þá skyldi hann einhvern tímann. Það virtist eitthvað svo fullkomið að losa sig við Sissoko og/eða Alonso fyrir sitthvorar 10-15 milljónir punda eins líklegt þótti og nota Mascherano og Gerrard á miðjunni, en styrkja svo aftur framlínuna og vængstöðurnar - en nú verða þeir allir áfram og Gerrard endar líklega úti á kantinum.
Þá höfum við miðjuna Malouda - Mascherano - Alonso - Gerrard og þá skorar Liverpool ekki fleiri mörk en á nýafstöðnu tímabili. Mascherano er afturliggjandi og Alonso er alltof afturliggjandi líka. Malouda hefur mér fundist virka best sem hjálparmaður við miðjuna (svolítið eins og Beckham spilaði fyrir Manutd þó að hann sé sókndjarfari) og Gerrard er alveg eins ef að hann er úti á kanti. Vissulega geta Liverpool menn þá vel í glasi varpað fram þeirri hæpnu fullyrðingu að þeir hafi sterkustu miðju í Evrópu, en staðreyndin verður einnig sú að hún verður sú varnarsinnaðasta. Ég vil sjá Mascherano og sókndjarfann Gerrard á miðjunni, Malouda og (Manutd target-ið) Quaresma á köntunum - Tevez og Martins/Anelka frammi (selja Sissoko, Bellamy, Kewell, Gonzales, Crouch, Pennant, Aurelio og jafnvel Alonso... og þó)
Annað sem mér þykir alveg ískalt hjá Rafa og ég myndi ekki taka áhættu á er að halda Hyypia og ætla sér ekki að fá annan miðvörð. Það gæti reynst dýrt spaug ef að Agger eða Carra meiðast að treysta á gamla manninn þó að hann hafi dugað fyrir nokkrum árum.
Hvað sem gerist þá vonum við auðvitað að Liverpool fari í það minnsta að spila skemmtilega knattspyrnu, en ástandið er ekki burðugt í augnablikinu - en kannski að þessar vangaveltur verði orðnar úreltar þegar ég vakna um miðjan dag.
Er lífið ekki yndislegt?
Efnisorð: Knattspyrna
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim