Spurs sópuðu lélegum Lebron!!!
Jæja var að klára að horfa á Spurs sópa Lebron hér á næturvaktinni 83-82. Spennan var því miður ekki mikil og Spurs leiddu með 6-8 stigum síðustu mínúturnar og Cavs voru aldrei líklegir til að ná þeim - hittu 3 stiga körfu á síðustu sekundunni og töpuðu með 1 stigi. Lebron hélt áfram að hrauna á sig of hitti aðeins 10 skotum af 30 og missti boltann 6 sinnum - þar af 3 sinnum mjög klaufalega.
Spurs virtust ekkert hafa fyrir þessu og um leið og Cavs gerðu einhver áhlaup settu þeir í 3 gírinn og héldu öruggri forystu (það reyndi aldrei á 4 eða 5 gír).
Parker var valinn MVP réttlilega, ólíkt því fyrir tveimur árum þegar að Duncan fékk þann heiður sem Ginobili hefði átt að hljóta. Þetta djöfullega góða en leiðinlega þríeyki er því miður á besta aldri og því líklegt að við sjáum Spurs í það minnsta 2-3 í viðbót á næstu árum í úrslitum. Duncan er 31 árs, Ginobili 30 ára og Parker 25 ára. Nokkrir af aukaleikurnum eru hins vegar að komast á aldur: Horry 37 ára (sagðist ætla að taka næsta ár), varnarsnillingurinn Bowen 36 ára fagnaði sigrinum á afmælisdaginn (14.júní), Finley er 34 ára og en aðrir eru yngri en þó yfir 30 ára. Við Lakers aðdáendur þekkjum það nú samt að það eru alltaf til gamlar hungraðar kempur sem vilja vinna titla og Svali Björgvinsson sagði einmitt að orðrómur væri uppi þess efnis að Grant Hill væri á leiðinni til Spurs og það verða væntanlega 1-2 í viðbót eftir því hvort að t.d. Finley hættir eða ekki (nú loksins þegar hann er búinn að ná í titil).
Lakers munu hins vegar halda áfram að skíta á sig enda þeirra líklegustu menn sem hægt væri að trade-a báðir meiddir (Odom og Kwame) og því ekki líklegt að eitthvað stórkostlegt gerist í sumar, þrátt fyrir að nokkuð pláss hafi skapast undir launaþakinu - verður maður samt ekki að taka Liverpool jákvæðnina og óskhygjuna á þetta og segja að við náum í Garnett og fáum svo Kidd eða Billups til að stjórna og svo eina gamla kempu til að standa og taka 3ja stiga skot. Mín vegna mega má henda öllum nema Kobe og Bynum (ég hef ennþá trúnna á að það rætist úr honum).
En þangað til... þetta!
Spurs virtust ekkert hafa fyrir þessu og um leið og Cavs gerðu einhver áhlaup settu þeir í 3 gírinn og héldu öruggri forystu (það reyndi aldrei á 4 eða 5 gír).
Parker var valinn MVP réttlilega, ólíkt því fyrir tveimur árum þegar að Duncan fékk þann heiður sem Ginobili hefði átt að hljóta. Þetta djöfullega góða en leiðinlega þríeyki er því miður á besta aldri og því líklegt að við sjáum Spurs í það minnsta 2-3 í viðbót á næstu árum í úrslitum. Duncan er 31 árs, Ginobili 30 ára og Parker 25 ára. Nokkrir af aukaleikurnum eru hins vegar að komast á aldur: Horry 37 ára (sagðist ætla að taka næsta ár), varnarsnillingurinn Bowen 36 ára fagnaði sigrinum á afmælisdaginn (14.júní), Finley er 34 ára og en aðrir eru yngri en þó yfir 30 ára. Við Lakers aðdáendur þekkjum það nú samt að það eru alltaf til gamlar hungraðar kempur sem vilja vinna titla og Svali Björgvinsson sagði einmitt að orðrómur væri uppi þess efnis að Grant Hill væri á leiðinni til Spurs og það verða væntanlega 1-2 í viðbót eftir því hvort að t.d. Finley hættir eða ekki (nú loksins þegar hann er búinn að ná í titil).
Lakers munu hins vegar halda áfram að skíta á sig enda þeirra líklegustu menn sem hægt væri að trade-a báðir meiddir (Odom og Kwame) og því ekki líklegt að eitthvað stórkostlegt gerist í sumar, þrátt fyrir að nokkuð pláss hafi skapast undir launaþakinu - verður maður samt ekki að taka Liverpool jákvæðnina og óskhygjuna á þetta og segja að við náum í Garnett og fáum svo Kidd eða Billups til að stjórna og svo eina gamla kempu til að standa og taka 3ja stiga skot. Mín vegna mega má henda öllum nema Kobe og Bynum (ég hef ennþá trúnna á að það rætist úr honum).
En þangað til... þetta!
Efnisorð: NBA
5 Ummæli:
Þakka fyrir gott tímabil. Sjáumst í vetur.
SA Spurs með 16-4 record (80 % vinningshlutfall) í úrslitakepnninni sem er það besta síðan 1996 hjá Bulls.
þetta var algjör hneisa... menn ættu að hugsa sitt ráð aðeins betur áður en þeir ákveða að fara í loka leikinn gegn Spurs að ári.
kv,
Ívar
Ha? 16-4.
Verkfræðingurinn og verðandi MA í hagfræði að klikka á tölfræðinni:)
Lakers 2001
L.A. Lakers 3, Portland 0
L.A. Lakers 4, Sacramento 0
L.A. Lakers 4, San Antonio 0
L.A. Lakers 4, Philadelphia 1
... eins gott að þú ert ekki að kanna burðarþol á mínu óbyggða húsi:)
Léttkveðja Bjarni Þór:)
...ári seinna voru Lakers svo með nánast sama árangur eða 15-3 (sem er tilkominn vegna þess að þá þurfti aðeins 3 sigra í fyrstu umferð og þar pökkuðu þeir Portland 3-0 og hefðu væntanlega tekið það 4-0 ef að svo hefði borið undir).
Fyrirgefðu!
Rétt skal vera rétt - gleymdi að Spurs unnu 16 og töpuðu 4 (80%)
Lakers árið 2002 unnu 15 en töpuðu 3 (83,3%)
... sem kemur þó auðvitað ekki í veg fyrir það sem mestu máli skiptir - að Spurs eru núverandi meistarar en Lakers eru í molum.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim