miðvikudagur, júní 13, 2007

Búið!!! 3-0 fyrir Spurs - Spurning um sópun?

Þrátt fyrir stífa heimadómgæslu (sérstaklega framan af), þrátt fyrir að öll vafaatriði féllu með þeim, þrátt fyrir að Ginobili hafi líklega átt einn sinn slakasta NBA leik frá upphafi og að Parker og Duncan hafi verið langt frá sínu besta tókst Cavs ekki að sigra Spurs.

Leikurinn var frekar jafn framan af en um miðjan seinni hálfleik sá maður ekki fram á að Cavs myndi gera nokkurn skapaðan hlut. Fengu nokkur góð tækifæri til að jafna en aldrei meira en það.

Djöfull er Lebron James að hrauna á sig í þessu einvígi! Ef ekki væri fyrir algjöra dýrkun dómaranna á þessum manni þá fengi hann dæmdar á sig 2-4 sóknarvillur í hverjum einasta leikfjórðungi. Maðurinn veður uppi með olbogaskotum og ýtir ólöglega frá sér með höndunum sem aldrei er dæmt á, heldur frekar hitt að hann fái villu og körfu góða. Það þarf einhver að fara að ljúga upp á hann nauðgun - bara svona til að dómgæslan verði réttlát.

Djöfull er þetta annars leiðinlega ósanngjarnt einvígi - ótrúlegt að Detroit hafi látið þetta Cavs lið vinna sig. Það hefði orðið mun betra einvígi, eins og menn muna með einvígið 2005 sem endaði 4-3 fyrir Spurs.
Þetta stenst heldur engan samanburð við Dallas vs Miami í fyrra - enda ljótt þegar að maður þarf að halda með Spurs sem eru ótrúlega tilþrifalaust og leiðinlegt lið.

Parker vs Billups
Ginobili vs Hamilton
Duncan vs Rasheed Wallace
Oberto vs Webber
Bowen vs Prince

Þetta einvígi stenst heldur engan samanburð við Dallas vs Miami í fyrra - enda ljótt þegar að maður þarf að halda með Spurs sem er ótrúlega tilþrifalaust og leiðinlegt lið, jafnvel Dirk og hinir fávitarnir í Dallas tróðu nokkrum sinnum í einvíginu.
Þegar maður hugsar betur út í það er þetta sennilega leiðinlegasta úrslitaeinvígi sem ég hef horft á:
1991Los Angeles Lakers1–4Chicago Bulls
1992Portland Trailblazers2–4Chicago Bulls
1993Phoenix Suns2–4Chicago Bulls
1994Houston Rockets4–3New York Knicks
1995Houston Rockets4–0Orlando Magic
1996Seattle SuperSonics2–4Chicago Bulls
1997Utah Jazz2–4Chicago Bulls
1998Utah Jazz2–4Chicago Bulls
1999 San Antonio Spurs 4–1 New York Knicks
2000Los Angeles Lakers4–2Indiana Pacers
2001Los Angeles Lakers4–1Philadelphia 76ers
2002Los Angeles Lakers4–0New Jersey Nets
2003San Antonio Spurs4–2New Jersey Nets
2004Los Angeles Lakers1–4Detroit Pistons
2005San Antonio Spurs4–3Detroit Pistons
2006Dallas Mavericks2–4Miami Heat

Þegar að Lakers hefur tapað hafa það verið meiri vonbrigði en leiðindi. 1998 var reyndar frekar þreytt enda Utah eitt leiðinlegasta íþróttalið sögunnar og í annað skiptið í röð í úrslitum. Spurs vs Knicks og Spurs vs Nets komst einna næst því að vera jafn mikil leiðindi.
Af ofangreindum eru skemmtilegustu úrslitin Suns vs Bulls árið 1993, Seattle vs Bulls árið 1996, Lakers vs 76ers árið 2001 og Lakers vs Pacers árið 2000 (þó ekki væri nema fyrir það hvernig Shaq fór með greyjið Rik Smits - ef einhver man eftir þeirri sveittu hetju)

Jæja koma svo Spurs, sópa þetta!!!

Efnisorð:

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

það er ekki hægt að gleyma fljúgandi hollendingnum með sitt sítt að aftan og stór hættuleg hook skot
kv bf
annars er gaman að því að horry sé að fá enn einnn titilinn.

13 júní, 2007 22:41  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, það væri líka magnað (ef að Spurs vinnur leik 4) og sennilega einsdæmi fyrr og síðar að sami maður sópi 4-0 með þremur mismunandi liðum í úrslitum.

14 júní, 2007 03:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég vil ekki hafa það að verið sé að drulla yfir Utah enda karl Malone líklega besti kraftframherji sögunnar og var að toppa á þessu tímabili. Það var bara synd að einhver fyrrum hafnaboltaleikari skyldi byrja aftur að spila eftir nokkurra ára hlé og það bitnaði á hinu stórgóða liði Utah. Áfram mormónar.

14 júní, 2007 09:41  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tim Duncan er besti kraftframherji sögunnar. Höfundur að 4 titlum.

14 júní, 2007 12:20  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Tim Duncan er sennilega að sanna það í þessari úrslitakeppni sem Ólafur staðhæfir hér að ofan.
Malone er í sömu deild og Ewing - meðalmenn sem unnu ekki titla:)
Malone á það líka á ferilskránni að klúðra því að vinna titil með því að meiðast þegar að samherjar hans voru Shaq, Kobe og Payton.
Púúú á mormóna:)

15 júní, 2007 00:14  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim