þriðjudagur, júlí 03, 2007

Það sem gleymdist

Gleymdi víst að minnast á það að ríkisstjórnin mín hefur stuðning 83% þjóðarinnar sem er að sjálfsögðu met - og það án þess að hafa gert nánast nokkuð gott né gagnlegt. Hvernig verður þetta þegar að menn fara að taka til hendinni? ... og hvernig er það, man nokkur eftir Davíð Oddssyni? Mér sýnist fólk nú almennt ánægðara með Geir þó að Davíðs klíkan reyni að sannfæra okkur um að allt sé þetta honum að þakka.

Þetta verða rock solid 12 ár ef að... Sjálfstæðismenn verða temmilega skynsamir.

Efnisorð:

12 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

við sjálfstæðismenn?????

kv,
Ívar

03 júlí, 2007 17:17  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þetta ,,við" hefur læðst inn - freudian slip???
Hefur hér með verið leiðrétt.

03 júlí, 2007 19:05  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ohhhhh

03 júlí, 2007 23:22  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mistök af þessu tagi - Freudian slip - eru stórmerkilegt fyrirbæri. Þegar fólk mismælir sig þá er oftast litið svo á að henni hafi vafist tunga um tönn. En er það svo einfalt. Ég held við þurfum, þó að það væri nú ekki nema til gamans, að hugleiða það nánar hvort að einhverjar dulvitaðar orsakir liggi að baki mistökum okkar. Vinkona mín sagði mér eitt sinn skemmtilega sögu af því þegar hún kom of seint í ensku tíma. Það var þannig að hún kom askvaðandi inn í skólastofuna, horfði yfir bekkin og á kennarann (sem hafði það fyrir venju að hleypa engum inn eftir að bjallan hafði hringt) og spurði: "did I get laid". Bekkurinn og kennarinn fóru að sjálfsögðu að hlægja yfir þessu saklausa og fyndna mismæli. En bíddu af hverju var hún svona sein?

AFO

04 júlí, 2007 02:30  
Anonymous Nafnlaus sagði...

þegar ég ætla að skrifa "gleðileg" þá skrifa ég nánast alltaf "gleiðileg".
hvað merkir það doktor?

05 júlí, 2007 02:23  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það sem á sér stað er samsláttur tveggja orða gleðileg/gleiðileg sem birtir dulvitað viðhorf þitt til karlmanna. Nú ert þú engin lessa og hneigist því til karlmanna, þú vilt þóknast þeim, en það blundar í þér sú trú að þú sért þeim ekki "gleðileg" nema að liggja "gleið": GlEIÐILEG. Viðhorf þitt er því: karlmenn hugsa aðeins um eitt og horfa á mig sem kynviðfang og ekkert annað. Einnig þarf að athuga að orðið "gleiðileg" samanstendur af tveimur, þ.e. "gleið" og "leiðinleg". Hvað segir það okkur? Einfaldlega að þú sért komin með leið á þessu og það að þú segir við sjálfa þig að þú sért annað og meira en það sem þú tengir við orðið "leiðinleg", þ.e. annað og meira en eintómt kynviðfang eða leikfang karla sem ætlað er að liggja "gleið". En hvað er þá þetta "annað og meira" sem þú ert? Það er í raun næsta spurning. Hvað ertu meira en kynviðfang og leikfang? Hvenær liggja konur gleiðar: í samförum og...?
Nú sjáum við að slík mismæli eru lang því frá merkingarlaus og þetta er bara ein túlkun af mörgum mögulegum. Taktu þetta til þín, hugsaðu um þetta, gefðu þessu gaum.

Doktorinn

05 júlí, 2007 07:56  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð hreinlega að fá að bæta við þetta dæmi, þessa misritun, sem er í rauninni ekkert annað en staðfesting á tilvist dulvitundarinnar. Maður ætti auðvitað að fara að safna mismælum, misritunum, mislestri o.s.frv.

Í þessari misritun (gleiðileg í stað gleðileg) kemur eftirfarandi fram:

gleðileg/gleiðileg/gleið/leiðinleg.
Þetta eru þau orð eða þær táknmyndir sem vinna þarf með. En ég held að lokatúlkunin á þessari misritun verði að vera sú að hún birti togstreitu dulvitaðra hvata: að vera kynvera og liggja "gleið" er í senn "gleðilegt" og "leiðinlegt" - hér höfum við hina dulvituðu togstreitu sem brýst svo fram í misrituninni: "gleiðileg". Nú tel ég að þetta liggi ljóst fyrir.

AFO

05 júlí, 2007 18:01  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað... eftir að hafa gert þessi mannlegu mistök að skrifa 'við Sjálfstæðismenn'... þora menn þá ekki að koma með nýjan pistil. Hvernig er það?

kv,
Ívar

06 júlí, 2007 10:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Nei, við erum nú bara á Ísafirði að njóta lífsins. Svo að það verður lítið hér um að vera næstu daga.

Kveðja Bjarni

06 júlí, 2007 18:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég dáist að þeim sem geta verið á Vestfjörðum en um leið notið lífsins.

06 júlí, 2007 20:24  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðipillur?

06 júlí, 2007 22:34  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Talandi um gleðipillur og gleði almennt, hafið þið ekki eitthvað drepleiðinlegt golfmót til að horfa á, á meðan ég nýt þess að vera til á Vestfjörðum?

07 júlí, 2007 01:04  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim